„Hugsanlegt að það sé að draga aðeins úr flæði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2023 13:44 Gígbarmar aðalgígsins við Litla-Hrút eru nú orðnir yfir tuttugu metra háir, aðeins hærri en þegar þessi mynd var tekin. Vísir/vilhelm Rennsli í hraunánni frá gíg eldgossins við Litla-Hrút virðist hafa minnkað síðasta hálfa sólarhringinn, að sögn eldfjallafræðings. Virknin hefur þó haldist nokkuð stöðug yfir helgina. Hraun heldur áfram að renna í suður, niður í Meradali, yfir hraun frá 2021 og er nú einnig komið upp á hraun frá því í gosinu í fyrra. Gígbarmar aðalgígsins eru orðnir 22 metra háir. „Það er hugsanlegt að það sé að draga aðeins úr flæði. Það hefur lækkað í hraunánni á síðustu tólf tímum eða svo, yfir nótt. En samt finnst mér gígvirknin vera mjög svipuð og hún hefur verið. Þannig að miðað við það finnst mér líklegra að það sé tengt því að hluti af hraunflæðinu hafi fundið sér aðra leið sé að fara eitthvað annað,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „Þessu gosi er farið að svipa meira og meira til virkninnar sem við sáum í gosinu '21, svona í maí, sennipart apríl. Það er samfelld virkni í einum gíg. Þetta er bara mjög föngulegur gígur með fallegum kvikustrókum.“ Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.Vísir/arnar Enn ber ekki á neinni færslu norðureftir, ekki á yfirborðinu í það minnsta, segir Þorvaldur, inntur eftir því hvort Keilir sé óhultur í gosinu sem nú stendur yfir. „Það er alltaf möguleiki að þessi gossprunga gæti lengst til norðurs með myndun nýrra gossprungna en það er mjög ólíklegt að slíkar sprungur nái norður fyrir Keili,“ segir Þorvaldur. „Ef virknin færist í áttina að Keili og ætli sér eitthvað lengra er miklu líklegra að hún skjóti sér í austurátt, yfir að Trölladyngju, og síðan þá yfir í Krýsuvík.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Norðvestanátt á landinu og gasmengun gæti borist til Grindavíkur Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur. 16. júlí 2023 09:03 Myndband: Þyrla Landhelgisgæslunnar slekkur gróðurelda við Litla-Hrút Þyrla Landhelgisgæslunnar var við slökkvistörf í gærkvöldi við eldstöðvarnar við Litla-Hrút en gróðureldar hafa myndast á svæðinu frá upphafi gossins. 16. júlí 2023 09:47 Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Það er hugsanlegt að það sé að draga aðeins úr flæði. Það hefur lækkað í hraunánni á síðustu tólf tímum eða svo, yfir nótt. En samt finnst mér gígvirknin vera mjög svipuð og hún hefur verið. Þannig að miðað við það finnst mér líklegra að það sé tengt því að hluti af hraunflæðinu hafi fundið sér aðra leið sé að fara eitthvað annað,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „Þessu gosi er farið að svipa meira og meira til virkninnar sem við sáum í gosinu '21, svona í maí, sennipart apríl. Það er samfelld virkni í einum gíg. Þetta er bara mjög föngulegur gígur með fallegum kvikustrókum.“ Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.Vísir/arnar Enn ber ekki á neinni færslu norðureftir, ekki á yfirborðinu í það minnsta, segir Þorvaldur, inntur eftir því hvort Keilir sé óhultur í gosinu sem nú stendur yfir. „Það er alltaf möguleiki að þessi gossprunga gæti lengst til norðurs með myndun nýrra gossprungna en það er mjög ólíklegt að slíkar sprungur nái norður fyrir Keili,“ segir Þorvaldur. „Ef virknin færist í áttina að Keili og ætli sér eitthvað lengra er miklu líklegra að hún skjóti sér í austurátt, yfir að Trölladyngju, og síðan þá yfir í Krýsuvík.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Norðvestanátt á landinu og gasmengun gæti borist til Grindavíkur Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur. 16. júlí 2023 09:03 Myndband: Þyrla Landhelgisgæslunnar slekkur gróðurelda við Litla-Hrút Þyrla Landhelgisgæslunnar var við slökkvistörf í gærkvöldi við eldstöðvarnar við Litla-Hrút en gróðureldar hafa myndast á svæðinu frá upphafi gossins. 16. júlí 2023 09:47 Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Norðvestanátt á landinu og gasmengun gæti borist til Grindavíkur Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur. 16. júlí 2023 09:03
Myndband: Þyrla Landhelgisgæslunnar slekkur gróðurelda við Litla-Hrút Þyrla Landhelgisgæslunnar var við slökkvistörf í gærkvöldi við eldstöðvarnar við Litla-Hrút en gróðureldar hafa myndast á svæðinu frá upphafi gossins. 16. júlí 2023 09:47
Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40