Starfsmaður Grindavíkur hlaut skurð eftir spark frá leikmanni Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2023 12:16 Grindavík er í 5. sæti Lengjudeildar karla. grindavík/petra rós Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu sem félagið sendi frá sér eftir hitaleik í Lengjudeild karla í gær. Þeir segja þó rangt að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist á leikmann Gróttu og starfsmaðurinn hafi sjálfur orðið fyrir árás. Grindvíkingar eru ósáttir við fréttaflutning af málinu. Fótbolti.net greindi frá því í gær að Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, hafi beðið eftir leikmanni Gróttu eftir leik liðanna í Lengjudeildinni í gær, ráðist á hann og tekið hálstaki. Eftir leikinn sendi Grótta frá sér yfirlýsingu þar sem hún staðfesti að ráðist hefði verið á leikmann liðsins við búningsklefa í leikslok. Í yfirlýsingu segir einnig að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist að öðrum leikmanni Gróttu. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Gróttu. Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu nema hvað þeir hafna því að starfsmaður liðsins hafi ráðist á leikmann Seltirninga. Starfsmaðurinn hafi aftur á móti sjálfur orðið fyrir árás. „Við tökum undir yfirlýsinguna að mestu leyti nema við getum ekki kvittað upp á að aðili úr starfsliði Grindavíkur hafi ráðist á leikmann. Hann var í raun bara að reyna að stía aðilum í sundur og uppskar spark frá leikmanni Gróttu þannig hann hlaut skurð á fótlegginn. Það var öll hans aðkoma að þessu,“ sagði Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, í samtali við Vísi í dag. „Ég er búinn að ræða þetta við Gróttu og sagðist vera ósáttur við að starfsmaðurinn hafi verið dreginn inn í þessa yfirlýsingu. En að öðru leyti fordæmum við að ofbeldi sé viðhaft innan vallar sem utan.“ Grindvíkingar hafa ekki ákveðið næstu skref í málinu. „Það er óráðið. Það er ekki búið að taka utan um málið, þannig séð. Það er ekki nákvæmlega ljóst hvað kom fyrir þarna og gerðist en Guðjón Pétur er svo sem búinn að gefa út sína yfirlýsingu og ræða þetta sín megin. Ég var ekki á staðnum þannig ég veit ekki nákvæmlega hvað átti sér stað. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun eða funda um þetta.“ Guðjón Pétur Lýðsson gekk í raðir Grindavíkur frá ÍBV um mitt síðasta sumar.vísir/diego Í frétt Vísis um málið í gær var greint frá því að orðrómur hefði verið um að Guðjón Pétur hefði beitt Ívan Óla Santos, leikmann Gróttu, kynþáttaníði eftir leikinn á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Guðjón Pétur þvertók fyrir það í samtali við Vísi í gær og Jón Júlíus kveðst ósáttur við fréttaflutning Vísis af málinu. „Við urðum áskynja þess að það hafi verið einhver umræða að það hafi verið einhverjir kynþáttafordómar. Við vonum að það hafi ekki átt sér stað og könnumst allavega ekki við, hvorki leikmaðurinn né liðsstjórinn. Þetta er einhver flökkusaga og við erum mjög óánægðir að þinn fjölmiðill hafi farið fram með þá frétt án þess að það hafi verið staðfest eða komið einhvers staðar fram,“ sagði Jón Júlíus. „Grótta virðist gefa þessa yfirlýsingu frá sér til að kveða þennan orðróm í kútinn en þrátt fyrir það gefur Vísir það út að það hafi verið kynþáttafordómar, eða orðrómur um það. Þetta er auðvitað mjög ógætileg fréttamennska.“ Grótta vann leikinn í gær, 2-0, með mörkum Tómasar Johannessen og Hilmars Andrews McShane. Grótta er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með sextán stig, einu stigi og einu sæti ofar en Grindavík. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
Fótbolti.net greindi frá því í gær að Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, hafi beðið eftir leikmanni Gróttu eftir leik liðanna í Lengjudeildinni í gær, ráðist á hann og tekið hálstaki. Eftir leikinn sendi Grótta frá sér yfirlýsingu þar sem hún staðfesti að ráðist hefði verið á leikmann liðsins við búningsklefa í leikslok. Í yfirlýsingu segir einnig að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist að öðrum leikmanni Gróttu. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Gróttu. Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu nema hvað þeir hafna því að starfsmaður liðsins hafi ráðist á leikmann Seltirninga. Starfsmaðurinn hafi aftur á móti sjálfur orðið fyrir árás. „Við tökum undir yfirlýsinguna að mestu leyti nema við getum ekki kvittað upp á að aðili úr starfsliði Grindavíkur hafi ráðist á leikmann. Hann var í raun bara að reyna að stía aðilum í sundur og uppskar spark frá leikmanni Gróttu þannig hann hlaut skurð á fótlegginn. Það var öll hans aðkoma að þessu,“ sagði Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, í samtali við Vísi í dag. „Ég er búinn að ræða þetta við Gróttu og sagðist vera ósáttur við að starfsmaðurinn hafi verið dreginn inn í þessa yfirlýsingu. En að öðru leyti fordæmum við að ofbeldi sé viðhaft innan vallar sem utan.“ Grindvíkingar hafa ekki ákveðið næstu skref í málinu. „Það er óráðið. Það er ekki búið að taka utan um málið, þannig séð. Það er ekki nákvæmlega ljóst hvað kom fyrir þarna og gerðist en Guðjón Pétur er svo sem búinn að gefa út sína yfirlýsingu og ræða þetta sín megin. Ég var ekki á staðnum þannig ég veit ekki nákvæmlega hvað átti sér stað. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun eða funda um þetta.“ Guðjón Pétur Lýðsson gekk í raðir Grindavíkur frá ÍBV um mitt síðasta sumar.vísir/diego Í frétt Vísis um málið í gær var greint frá því að orðrómur hefði verið um að Guðjón Pétur hefði beitt Ívan Óla Santos, leikmann Gróttu, kynþáttaníði eftir leikinn á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Guðjón Pétur þvertók fyrir það í samtali við Vísi í gær og Jón Júlíus kveðst ósáttur við fréttaflutning Vísis af málinu. „Við urðum áskynja þess að það hafi verið einhver umræða að það hafi verið einhverjir kynþáttafordómar. Við vonum að það hafi ekki átt sér stað og könnumst allavega ekki við, hvorki leikmaðurinn né liðsstjórinn. Þetta er einhver flökkusaga og við erum mjög óánægðir að þinn fjölmiðill hafi farið fram með þá frétt án þess að það hafi verið staðfest eða komið einhvers staðar fram,“ sagði Jón Júlíus. „Grótta virðist gefa þessa yfirlýsingu frá sér til að kveða þennan orðróm í kútinn en þrátt fyrir það gefur Vísir það út að það hafi verið kynþáttafordómar, eða orðrómur um það. Þetta er auðvitað mjög ógætileg fréttamennska.“ Grótta vann leikinn í gær, 2-0, með mörkum Tómasar Johannessen og Hilmars Andrews McShane. Grótta er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með sextán stig, einu stigi og einu sæti ofar en Grindavík.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira