Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júlí 2023 11:57 Þorvaldur er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Hann segir að ekki megi gleyma því hversu hættulegt það geti verið að vera í kringum virkt eldgos. Vísir/Vilhelm Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. Hraunbarmum gígsins brast í nótt. Þorvaldur segir að hann hafi brostið vegna þess að þyngsli kvikunnar hafi verið orðin of mikil og að veggir gígsins hafi ekki getað haldið henni lengur. „Upp úr hálf ellefu fór að hækka í gígnum í gær,“ segir Þorvaldur og að hraunframleiðslan hafi í raun ekki breyst, heldur hraunflæðið. „Það safnaðist þá saman meira magn af kviku inn í gígskálinni sjálfri og þetta endaði svo með því að hann fylltist alveg upp að rima. Hann var stútfullur af kviku og það hefur leitt til þess að þyngdin á þessum massa sem kvikan er fór að ýta norðurhluta gígrimans út. Hægt og rólega, og það er þessi órói sem hófst í gærkvöldi,“ segir Þorvaldur og að þyngslin hafi orðið svo mikil að veggir gígrimans hafi brostið að enda og hraunið lekið út og nærri tæmt gíginn. Veggirnir ekki nægilega sterkir Spurður hvort þetta sé eðlileg hegðun eldgosa segir Þorvaldur að það megi ekki gleyma því að gígrimar séu óstöðug fyrirbæri og að ekki sé óalgengt að sjá hluta gígrima falla saman eða ýtast út, eða jafnvel falla ofan í gíginn og færast til. „Þetta er mjög algengt og ekkert óvenjulegt við þetta. Þessar breytingar eru einfaldlega því það var of mikil kvika í gígskálinni og veggirnir voru ekki nægilega sterkir til að halda þessum vökva inn í.“ Þorvaldur segir þetta ferli hafa verið mikið sjónarspil en að það megi ekki gleyma því að svæðið sé hættulegt og óstöðugt. „Fólk var ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Beint undir þeim hluta sem skreið fram og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu,“ segir Þorvaldur. Hann segir að ekki sé hægt að sjá þessa atburði fyrir, þeir gerist það hratt og að það geti verið stórhættulegt að vera of nærri. Þá bendir hann á að mengun sé töluverð við gosið, bæði úr gígnum og frá gróðureldum sem enn geisa við svæðið. Mælingar þeirra hafi sýnt mikið magn rykkorna í lofti. Erlendur ferðamaður hné niður á gönguleið að gosstöðvum í gær og lést í kjölfarið á sjúkrahúsi. Þá varð tólf ára stúlka örmagna og kona viðskila við gönguhóp sinn. Lögreglan á Suðurnesjum ítrekaði í tilkynningu í morgun að aðstæður séu erfiðar við gosstöðvar og að fólk eigi að huga vel að því að kynna sér aðstæður á vefsíðunni safetravel.is áður en það leggur af stað í göngu upp að gosi. Gossvæðið lokar klukkan fimm í dag vegna lélegs skyggnis. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Hraunbarmum gígsins brast í nótt. Þorvaldur segir að hann hafi brostið vegna þess að þyngsli kvikunnar hafi verið orðin of mikil og að veggir gígsins hafi ekki getað haldið henni lengur. „Upp úr hálf ellefu fór að hækka í gígnum í gær,“ segir Þorvaldur og að hraunframleiðslan hafi í raun ekki breyst, heldur hraunflæðið. „Það safnaðist þá saman meira magn af kviku inn í gígskálinni sjálfri og þetta endaði svo með því að hann fylltist alveg upp að rima. Hann var stútfullur af kviku og það hefur leitt til þess að þyngdin á þessum massa sem kvikan er fór að ýta norðurhluta gígrimans út. Hægt og rólega, og það er þessi órói sem hófst í gærkvöldi,“ segir Þorvaldur og að þyngslin hafi orðið svo mikil að veggir gígrimans hafi brostið að enda og hraunið lekið út og nærri tæmt gíginn. Veggirnir ekki nægilega sterkir Spurður hvort þetta sé eðlileg hegðun eldgosa segir Þorvaldur að það megi ekki gleyma því að gígrimar séu óstöðug fyrirbæri og að ekki sé óalgengt að sjá hluta gígrima falla saman eða ýtast út, eða jafnvel falla ofan í gíginn og færast til. „Þetta er mjög algengt og ekkert óvenjulegt við þetta. Þessar breytingar eru einfaldlega því það var of mikil kvika í gígskálinni og veggirnir voru ekki nægilega sterkir til að halda þessum vökva inn í.“ Þorvaldur segir þetta ferli hafa verið mikið sjónarspil en að það megi ekki gleyma því að svæðið sé hættulegt og óstöðugt. „Fólk var ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Beint undir þeim hluta sem skreið fram og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu,“ segir Þorvaldur. Hann segir að ekki sé hægt að sjá þessa atburði fyrir, þeir gerist það hratt og að það geti verið stórhættulegt að vera of nærri. Þá bendir hann á að mengun sé töluverð við gosið, bæði úr gígnum og frá gróðureldum sem enn geisa við svæðið. Mælingar þeirra hafi sýnt mikið magn rykkorna í lofti. Erlendur ferðamaður hné niður á gönguleið að gosstöðvum í gær og lést í kjölfarið á sjúkrahúsi. Þá varð tólf ára stúlka örmagna og kona viðskila við gönguhóp sinn. Lögreglan á Suðurnesjum ítrekaði í tilkynningu í morgun að aðstæður séu erfiðar við gosstöðvar og að fólk eigi að huga vel að því að kynna sér aðstæður á vefsíðunni safetravel.is áður en það leggur af stað í göngu upp að gosi. Gossvæðið lokar klukkan fimm í dag vegna lélegs skyggnis.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira