Creed snúa loksins aftur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 00:00 Scott Stapp forsprakki Creed mundar hljóðnemann. Getty Hin rómaða rokkhljómsveit Creed hefur tilkynnt nýja tónleikaröð, hina fyrstu í áratug. En sveitin hefur legið í dvala, fjölmörgum aðdáendum sínum til ama, frá árinu 2012. Creed velur þó enga hefðbundna leið við endurkomuna heldur mun sveitin spila á skemmtiferðaskipi á Karíbahafinu. Tónleikaferðin ber heitið „Summer of 99“ og fer öll fram um borð í skipinu Norwegian Pearl. Siglt er frá Miami borg í Flórída til Nassau, höfuðborgar Bahama eyja, dagana 18. til 24. apríl á næsta ári. Miðasalan hefst 25. júlí og þeir heppnu fyrstu 500 sem panta miða fá myndatöku með meðlimum Creed í káetu þeirra. Lygileg velgengni Hljómsveitin, sem stofnuð var í Tallahassee í Flórída árið 1994, samanstendur af látúnsbarkanum Scott Stapp, gítaristanum Mark Tremonti, bassaleikaranum Brian Marshall og trymblinum Scott Phillips. Gerði hún garðinn frægan með smellum á borð við „With Arms Wide Open“ og „Higher.“ Plöturnar hafa selst í bílförmum og verðlaunaskápurinn er bólginn. Creed hættu árið 2004, eftir gríðarlega velgengni, vegna samskiptaerfiðleika á milli Stapp og hinna meðlimanna. Stapp var þá djúpt sokkinn í neyslu brennivíns og annarra nautnalyfja. Með hjálp Jesú náði Stapp að sigrast á fíkninni og hljómsveitin kom saman aftur árið 2009. Það var hins vegar skammgóður vermir því að árið 2012 hætti hún starfsemi. Stapp hefur hins vegar ávallt sagt að hljómsveitin sé ekki hætt heldur í dvala. Framtíðin óviss Creed verða langt því frá einir á siglingunni. En á meðal upphitunarbanda má nefna 3 Doors Down, Buckcherry og The Verve Pipe. Þá bjóða Creed aðdáendum sínum upp á viðburð sem kallast spurningar og svör (Q&A). Sveitin kemur fram á skemmtiferðaskipi á næsta ári. Fyrstu tónleikarnir í meira en tíu ár. Allir sem kaupa miða fá auk þess áritaðan grip frá meðlimum Creed og geta notið hins góða lífs um borð í Norwegian Pearl. Þrátt fyrir þessar spennandi fréttir hefur ekkert verið gefið upp um önnur framtíðaráform Creed. Hvort að önnur plata sé í vændum eða stærra tónleikaferðalag. Aðdáendur verða að bíða og sjá. Tónlist Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Creed velur þó enga hefðbundna leið við endurkomuna heldur mun sveitin spila á skemmtiferðaskipi á Karíbahafinu. Tónleikaferðin ber heitið „Summer of 99“ og fer öll fram um borð í skipinu Norwegian Pearl. Siglt er frá Miami borg í Flórída til Nassau, höfuðborgar Bahama eyja, dagana 18. til 24. apríl á næsta ári. Miðasalan hefst 25. júlí og þeir heppnu fyrstu 500 sem panta miða fá myndatöku með meðlimum Creed í káetu þeirra. Lygileg velgengni Hljómsveitin, sem stofnuð var í Tallahassee í Flórída árið 1994, samanstendur af látúnsbarkanum Scott Stapp, gítaristanum Mark Tremonti, bassaleikaranum Brian Marshall og trymblinum Scott Phillips. Gerði hún garðinn frægan með smellum á borð við „With Arms Wide Open“ og „Higher.“ Plöturnar hafa selst í bílförmum og verðlaunaskápurinn er bólginn. Creed hættu árið 2004, eftir gríðarlega velgengni, vegna samskiptaerfiðleika á milli Stapp og hinna meðlimanna. Stapp var þá djúpt sokkinn í neyslu brennivíns og annarra nautnalyfja. Með hjálp Jesú náði Stapp að sigrast á fíkninni og hljómsveitin kom saman aftur árið 2009. Það var hins vegar skammgóður vermir því að árið 2012 hætti hún starfsemi. Stapp hefur hins vegar ávallt sagt að hljómsveitin sé ekki hætt heldur í dvala. Framtíðin óviss Creed verða langt því frá einir á siglingunni. En á meðal upphitunarbanda má nefna 3 Doors Down, Buckcherry og The Verve Pipe. Þá bjóða Creed aðdáendum sínum upp á viðburð sem kallast spurningar og svör (Q&A). Sveitin kemur fram á skemmtiferðaskipi á næsta ári. Fyrstu tónleikarnir í meira en tíu ár. Allir sem kaupa miða fá auk þess áritaðan grip frá meðlimum Creed og geta notið hins góða lífs um borð í Norwegian Pearl. Þrátt fyrir þessar spennandi fréttir hefur ekkert verið gefið upp um önnur framtíðaráform Creed. Hvort að önnur plata sé í vændum eða stærra tónleikaferðalag. Aðdáendur verða að bíða og sjá.
Tónlist Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“