Liverpool að missa 1318 leikja reynslu af miðju liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 14:00 Jordan Henderson og Fabinho hafa lagt línurnar á miðju Liverpool undanfarin ár en eru núna á förum. Getty/Will Palmer Liverpool mætir með mjög breytt lið til leiks á komandi tímabili og þá einkum á einum stað á vellinum. Liverpool þurfti vissulega að bæta við sig öflugum miðjumönnum eftir vonbrigðin í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þótti næsta víst að það væri nokkrir öflugir á leiðinni. Fáir bjuggust þó við því að liðið myndi missa svo marga miðjumenn eins og raunin hefur orðið. Miðjumennirnir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita eru allir farnir frá félaginu en saman léku þeir 607 leiki fyrir Liverpool. Saudi Arabia interest changes Liverpool transfer landscape https://t.co/cV0jv0R5v8— TheFanSource (@FanSourceNews) July 21, 2023 Þar fór mikil reynsla af miðjunni en síðustu daga hafa borist fréttir af tveimur miðjumönnum í viðbót sem eru á förum. Breska ríkisútvarpið fór yfir stöðuna á miðju Liverpool liðsins eins og sjá má hér. Liverpool er þannig væntanlega að selja bæði Jordan Henderson og Fabinho til Sádí-Arabíu. Henderson er fyrirliði liðsins og hefur lyft öllum mögulegum bikurum í boði en hann á að baki 491 leik fyrir Liverpool. Fabinho lék 219 leiki fyrir Liverpool. Fari þeir líka, eins og fátt kemur í veg fyrir, þá er Liverpool búið að missa 1318 leikja reynslu af miðju liðsins. Liverpool er búið að kaupa miðjumennina Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai í sumar en það er ljóst að eftir að allir þessi reynslumiklu menn eru á förum að það þarf að kaupa fleiri miðjumenn í sumar. Jürgen Klopp getur ekki bara treyst á unga og efnilega leikmenn í Liverpool sem eru reyndar nokkrir. Curtis Jones og Harvey Elliott urðu Evrópumeistarar með 21 árs liði Englendinga á dögunum og Stefan Bajcetic stimplaði sig inn á miðjuna á síðasta tímabili. Thiago Alcantara er enn leikmaður Liverpool en hann er mikið meiddur og virðist ekki hafa náð sér enn af meiðslum síðasta tímabils. Það má ekki gleyma Trent Alexander-Arnold en þessar breytingar gætu aukið líkur á því að hann spili meira inn á miðjunni í stað þess að spila sem hægri bakvörður. Alexander-Arnold hefur meðal annars fengið tækifæri á miðjunni í enska landsliðinu. Hinn nítján ára gamli Romeo Lavia hjá Southampton þykir góður kostur og annar ungur leikmaður sem Liverpool hefur áhuga á er Moises Caicedo hjá Brighton en hann er líklegast að fara til Chelsea. Við höfum því örugglega ekki heyrt síðustu fréttirnar af nýjum miðjumanni á leið til Liverpool. Hver eða hverjir það verða verður bara koma í ljós. Liverpool liðið mætir að minnsta kosti með gerbreytta miðju á komandi tímabili. Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Liverpool þurfti vissulega að bæta við sig öflugum miðjumönnum eftir vonbrigðin í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þótti næsta víst að það væri nokkrir öflugir á leiðinni. Fáir bjuggust þó við því að liðið myndi missa svo marga miðjumenn eins og raunin hefur orðið. Miðjumennirnir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita eru allir farnir frá félaginu en saman léku þeir 607 leiki fyrir Liverpool. Saudi Arabia interest changes Liverpool transfer landscape https://t.co/cV0jv0R5v8— TheFanSource (@FanSourceNews) July 21, 2023 Þar fór mikil reynsla af miðjunni en síðustu daga hafa borist fréttir af tveimur miðjumönnum í viðbót sem eru á förum. Breska ríkisútvarpið fór yfir stöðuna á miðju Liverpool liðsins eins og sjá má hér. Liverpool er þannig væntanlega að selja bæði Jordan Henderson og Fabinho til Sádí-Arabíu. Henderson er fyrirliði liðsins og hefur lyft öllum mögulegum bikurum í boði en hann á að baki 491 leik fyrir Liverpool. Fabinho lék 219 leiki fyrir Liverpool. Fari þeir líka, eins og fátt kemur í veg fyrir, þá er Liverpool búið að missa 1318 leikja reynslu af miðju liðsins. Liverpool er búið að kaupa miðjumennina Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai í sumar en það er ljóst að eftir að allir þessi reynslumiklu menn eru á förum að það þarf að kaupa fleiri miðjumenn í sumar. Jürgen Klopp getur ekki bara treyst á unga og efnilega leikmenn í Liverpool sem eru reyndar nokkrir. Curtis Jones og Harvey Elliott urðu Evrópumeistarar með 21 árs liði Englendinga á dögunum og Stefan Bajcetic stimplaði sig inn á miðjuna á síðasta tímabili. Thiago Alcantara er enn leikmaður Liverpool en hann er mikið meiddur og virðist ekki hafa náð sér enn af meiðslum síðasta tímabils. Það má ekki gleyma Trent Alexander-Arnold en þessar breytingar gætu aukið líkur á því að hann spili meira inn á miðjunni í stað þess að spila sem hægri bakvörður. Alexander-Arnold hefur meðal annars fengið tækifæri á miðjunni í enska landsliðinu. Hinn nítján ára gamli Romeo Lavia hjá Southampton þykir góður kostur og annar ungur leikmaður sem Liverpool hefur áhuga á er Moises Caicedo hjá Brighton en hann er líklegast að fara til Chelsea. Við höfum því örugglega ekki heyrt síðustu fréttirnar af nýjum miðjumanni á leið til Liverpool. Hver eða hverjir það verða verður bara koma í ljós. Liverpool liðið mætir að minnsta kosti með gerbreytta miðju á komandi tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti