Slagsmál á Kjarval vendipunkturinn: „Ég sá ekkert nema bara drauga“ Ágúst Beinteinn Árnason skrifar 21. júlí 2023 12:51 Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, er einn heitasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir. COOLBET Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason opnaði sig í útvarpsviðtali í gær og segir það hafa verið ömurlegt að vera í neyslu á sínum tíma. Í dag hefur hann sagt skilið við vímuefni og einbeitir sér að tónlistinni. Lagið Skína sem er eftir Patrik og tónlistarmanninn Luigi kom út í dag og markmiðin eru háleit. Hér fyrir neðan má hlusta á brot úr spjallinu þar sem Patrik talar um sína reynslu af vímugjöfum. Klippa: Prettyboitjokko opnar sig um neysluna... „Ég var einhvern veginn að blanda þessu öllu saman“ „Ég var bara í bland í poka sko. Ég var í öllu. En ég skil ekki jeijó [þ.e. kókaín]. Mér fannst það ömurlegt. Þannig ég var ekkert mikið í því en ég prófaði þetta allt,“ segir Patrik í viðtali í Veislunni á FM957 um neyslu sína. Þá segist Patrik ekki hafa upplifað sömu áhrif frá efnunum og annað fólk hefur lýst. „Ef þú ert með svona mikið sjálfstraust eins og ég þá gerir þetta kannski öfugt. Ég án gríns kólnaði bara niður og var eitthvað lítill í mér, kvíðasjúklingur. Ég var einhvern veginn að blanda þessu öllu saman,“ segir hann. Sveppir voru meðal efnanna sem hann prófaði en mikið hefur verið rætt um áhrif sveppa á seinustu árum og þá sérstaklega í hóflegu magni [e. microdosing]. „Þú getur verið að misnota sveppi og ég var að misnota þá með því að nota þá í eitthvað djamm. Svo má náttúrulega ekki gleyma því að áfengi er líka dóp. Þegar ég hætti að drekka er ég að taka þetta allt þrennt: sveppi, MDMA og áfengi,“ segir Patrik. „Þetta voru bara einhverjar vofur“ Baráttunni við fíkniefnin lauk svo á Vinnustofu Kjarval í apríl á síðasta ári. „Ég var á Kjarval eitthvað í því og búið að vera mikið vesen á mér. Slagsmál og eitthvað kjaftæði. Ég sá ekkert nema bara drauga. Mér fannst eins og manneskjurnar væru bara draugar. Þetta voru bara einhverjar vofur. Það voru sveppirnir að tala við mig,“ segir Patrik. „Daginn eftir það fyllerí þá var ég bara hættur. Það er einhver sem kemur inn í herbergi til mín og segir bara Þú verður að hætta. Ég fer ekki í meðferð en ég fer í AA, tólf spora kerfið og fæ mér sponsor.“ Gefur út lag með besta vini sínum Á miðnætti kom út glænýtt lag frá Patrik en þar fær hann til sín fótbolta- og tónlistarmanninn Loga Tómasson sem gengur undir nafninu Luigi. Lagið heitir Skína og Patrik er með háleit markmið fyrir hönd lagsins. Hann ætlar sér að verða númer eitt á íslenska vinsældalista Spotify og vonast eftir því að fá fimmtíu þúsund spilanir á fyrsta degi. Afrek, sem væri met hér á landi yfir flestar íslenskar spilanir á sólarhring. Logi Tómasson er ekki bara flinkur í boltanum og hefur gert það gott í tónlistinni.DAVÍÐ FANNAR Það var enginn dans á rósum að vinna saman að laginu og á tímapunkti þurfti að stía vinunum í sundur. „Þetta getur stundum verið overwhelming. Þá fer Logi alltaf beint í: Ég er bara í fókus og Ég er bara í boltanum.“ „Ég var að tryllast á Loga“ Þá segir Patrik Loga vera einspilara þegar kemur að míkrófóninum í upptökustúdíóinu. „Logi er erfiður og hog-ar [einokar] mækinn. Þegar þú ert með einhverjum í stúdíóinu þá skiptiði mæknum bróðurlega á milli ykkar. Ég var að tryllast á Loga og ég var farinn í létta fýlu. Við erum tveir stórir karakterar. Ingimar pródúsent þurfti að fá okkur í sitthvoru lagi í upptökur. Þá var Logi búinn að syngja þessa laglínu en við pældum hins vegar ekkert í því vegna þess að við Logi vorum bara að rífast,“ segir Patrik. Það var ekki fyrr en löngu síðar sem Patrik heyrði svo í fyrsta skipti laglínuna umtöluðu. „Það líða einhverjir mánuðir. Ég kem svo einhverju seinna að skoða hvað Logi hefur verið að gera í stúdíóinu án mín og rek þá augun í gamla skrá sem heitir Skína.“ Eftir að hafa heyrt Loga syngja laglínuna sem gæti auðveldlega talist heila-lím var hann fullviss að um slagara væri að ræða. „Ingimar spilar þetta og ég var bara: Ertu að grínast?! Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en Patrik mætir í stúdíóið á mínútu 1:11:20 Klippa: PRETTYBOITJOKKO - VEISLAN 2 Tónlist Fíkn FM957 Ástin og lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira
Hér fyrir neðan má hlusta á brot úr spjallinu þar sem Patrik talar um sína reynslu af vímugjöfum. Klippa: Prettyboitjokko opnar sig um neysluna... „Ég var einhvern veginn að blanda þessu öllu saman“ „Ég var bara í bland í poka sko. Ég var í öllu. En ég skil ekki jeijó [þ.e. kókaín]. Mér fannst það ömurlegt. Þannig ég var ekkert mikið í því en ég prófaði þetta allt,“ segir Patrik í viðtali í Veislunni á FM957 um neyslu sína. Þá segist Patrik ekki hafa upplifað sömu áhrif frá efnunum og annað fólk hefur lýst. „Ef þú ert með svona mikið sjálfstraust eins og ég þá gerir þetta kannski öfugt. Ég án gríns kólnaði bara niður og var eitthvað lítill í mér, kvíðasjúklingur. Ég var einhvern veginn að blanda þessu öllu saman,“ segir hann. Sveppir voru meðal efnanna sem hann prófaði en mikið hefur verið rætt um áhrif sveppa á seinustu árum og þá sérstaklega í hóflegu magni [e. microdosing]. „Þú getur verið að misnota sveppi og ég var að misnota þá með því að nota þá í eitthvað djamm. Svo má náttúrulega ekki gleyma því að áfengi er líka dóp. Þegar ég hætti að drekka er ég að taka þetta allt þrennt: sveppi, MDMA og áfengi,“ segir Patrik. „Þetta voru bara einhverjar vofur“ Baráttunni við fíkniefnin lauk svo á Vinnustofu Kjarval í apríl á síðasta ári. „Ég var á Kjarval eitthvað í því og búið að vera mikið vesen á mér. Slagsmál og eitthvað kjaftæði. Ég sá ekkert nema bara drauga. Mér fannst eins og manneskjurnar væru bara draugar. Þetta voru bara einhverjar vofur. Það voru sveppirnir að tala við mig,“ segir Patrik. „Daginn eftir það fyllerí þá var ég bara hættur. Það er einhver sem kemur inn í herbergi til mín og segir bara Þú verður að hætta. Ég fer ekki í meðferð en ég fer í AA, tólf spora kerfið og fæ mér sponsor.“ Gefur út lag með besta vini sínum Á miðnætti kom út glænýtt lag frá Patrik en þar fær hann til sín fótbolta- og tónlistarmanninn Loga Tómasson sem gengur undir nafninu Luigi. Lagið heitir Skína og Patrik er með háleit markmið fyrir hönd lagsins. Hann ætlar sér að verða númer eitt á íslenska vinsældalista Spotify og vonast eftir því að fá fimmtíu þúsund spilanir á fyrsta degi. Afrek, sem væri met hér á landi yfir flestar íslenskar spilanir á sólarhring. Logi Tómasson er ekki bara flinkur í boltanum og hefur gert það gott í tónlistinni.DAVÍÐ FANNAR Það var enginn dans á rósum að vinna saman að laginu og á tímapunkti þurfti að stía vinunum í sundur. „Þetta getur stundum verið overwhelming. Þá fer Logi alltaf beint í: Ég er bara í fókus og Ég er bara í boltanum.“ „Ég var að tryllast á Loga“ Þá segir Patrik Loga vera einspilara þegar kemur að míkrófóninum í upptökustúdíóinu. „Logi er erfiður og hog-ar [einokar] mækinn. Þegar þú ert með einhverjum í stúdíóinu þá skiptiði mæknum bróðurlega á milli ykkar. Ég var að tryllast á Loga og ég var farinn í létta fýlu. Við erum tveir stórir karakterar. Ingimar pródúsent þurfti að fá okkur í sitthvoru lagi í upptökur. Þá var Logi búinn að syngja þessa laglínu en við pældum hins vegar ekkert í því vegna þess að við Logi vorum bara að rífast,“ segir Patrik. Það var ekki fyrr en löngu síðar sem Patrik heyrði svo í fyrsta skipti laglínuna umtöluðu. „Það líða einhverjir mánuðir. Ég kem svo einhverju seinna að skoða hvað Logi hefur verið að gera í stúdíóinu án mín og rek þá augun í gamla skrá sem heitir Skína.“ Eftir að hafa heyrt Loga syngja laglínuna sem gæti auðveldlega talist heila-lím var hann fullviss að um slagara væri að ræða. „Ingimar spilar þetta og ég var bara: Ertu að grínast?! Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en Patrik mætir í stúdíóið á mínútu 1:11:20 Klippa: PRETTYBOITJOKKO - VEISLAN 2
Tónlist Fíkn FM957 Ástin og lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira