Fangaði augnablikið þegar veggur hrundi í hraunið: „Stórkostlegt að verða vitni að þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júlí 2023 20:25 Ísak segir það hafa verið stórkostlega sjón að sjá hraunið gleypa jörðina. Ísak Finnbogason Myndband náðist af því þegar hraunáin úr gosinu við Litla-Hrút gleypti jarðveg sem myndað hafði vegg við hraunána í gær. Augnablikið má horfa á hér að neðan. „Það var stórkostlegt að verða vitni að þessu,“ segir Ísak Finnbogason, sem getið hefur sér frægð fyrir myndbönd af gosinu sem hann hefur tekið upp á dróna og streymt í beinni útsendingu á Youtube. Hann tók sér sjaldgæfan frídag frá streymi í dag, enda skyggnið lítið fyrir gosmóðu. „Það er svo ótrúlega mikið af hlutum sem gerast í gosinu en eru ekki endilega hjá sjálfum gígnum og fólk missir svolítið af því,“ segir Ísak um augnablikið þegar hraunáin gleypti vegginn. „Það er það skemmtilega við að vera duglegur að streyma frá svæðinu með drónanum, að manni tekst að skoða allt svæðið, hvert hraunið rennur frá upphafi og hvar það síðan endar og þá hvaða atburðir verða á meðan.“ Fólk fylgist með frá Suðurskautslandinu Óhætt er að segja að streymið hjá Ísaki hafi slegið í gegn en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ísak streymir gosi á Reykjanesi. Hann var líka mættur í fyrra og í hitt í fyrra en myndband hans af göngugörpum á glænýju hrauni í Meradölum í fyrra vakti til að mynda mikla athygli. Sjá einnig: Gengu út á hraunið og upp að gígunum „Ég var nýkominn heim frá útlöndum þegar það byrjaði að gjósa í þetta skiptið. Ég var mjög stressaður að missa af þessu, þannig að ég var mættur á Reykjanesið þegar gosið hófst og var líka hérna þegar stóri skjálftinn reið yfir þarna sem var meira en fimm að stærð. Það var mjög óhugnalegt.“ Þegar mest var voru rúmlega 10.500 manns að fylgjast með streyminu hjá Ísaki. Það var fyrsta dag gossins, enda var Ísak einn hina fyrstu sem mætti á svæðið. Ísak segir áhorfendurna vera frá hinum ýmsu heimshornum, meðal annars Suðurskautslandinu. Ísak er orðinn ansi mörgum hnútum kunnugur þegar það kemur að því að streyma í beinni á dróna frá gosstöðvum. „Það er fólk úti um allan heim að fylgjast með þessu. Bandaríkjamennirnir eru sérstaklega duglegir og þeir eru duglegir að tjá sig við myndböndin. Margir virðast gera sér glaðan dag með fjölskyldunni við að horfa á þetta, fólk er að poppa sér popp og fylgjast með þessú í sjónvarpinu,“ segir Ísak. Hann ræðir sjálfur við áhorfendur í gegnum streymið og segir áhorfendur „klukka sig“ um leið og hann hætti að tala. Fólk kunni að meta að fá lýsingar heimamanns af gosinu. „Um leið og ég hætti að tala þá spyr fólk: „Hvar er Ísak?!,“ segir hann hlæjandi. Hann viðurkennir að þetta hafi verið mikil keyrsla, enda Ísak einungis búinn að taka sér tvo daga í frí. Aðstoðar björgunarsveitir og lögreglu „Þetta hefur tekið á en er ótrúlega gefandi, sérstaklega í ljósi þess að ég hef verið að aðstoða björgunarsveitir og lögreglu við gosið. Degi eftir að gosið byrjaði uppgötvuðu tveir björgunarsveitarmenn að ég hefði yfirsýn yfir svæðið með drónanum þrátt fyrir mengunina og ég gat bent þeim á hvar fólk væri við gíginn. Síðan þá hafa þeir fylgst með mér hjá viðbragðsteymi almannavarna og ég hef verið á „stand by“ ef svo má segja.“ Ísak ætlar að vera aftur með streymi á Youtube á morgun. Hann segir að þetta henti sér vel, enda safni hann sjálfur ógrynni af efni með því að taka gosið svo gaumgæfilega upp með dróna. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Það var stórkostlegt að verða vitni að þessu,“ segir Ísak Finnbogason, sem getið hefur sér frægð fyrir myndbönd af gosinu sem hann hefur tekið upp á dróna og streymt í beinni útsendingu á Youtube. Hann tók sér sjaldgæfan frídag frá streymi í dag, enda skyggnið lítið fyrir gosmóðu. „Það er svo ótrúlega mikið af hlutum sem gerast í gosinu en eru ekki endilega hjá sjálfum gígnum og fólk missir svolítið af því,“ segir Ísak um augnablikið þegar hraunáin gleypti vegginn. „Það er það skemmtilega við að vera duglegur að streyma frá svæðinu með drónanum, að manni tekst að skoða allt svæðið, hvert hraunið rennur frá upphafi og hvar það síðan endar og þá hvaða atburðir verða á meðan.“ Fólk fylgist með frá Suðurskautslandinu Óhætt er að segja að streymið hjá Ísaki hafi slegið í gegn en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ísak streymir gosi á Reykjanesi. Hann var líka mættur í fyrra og í hitt í fyrra en myndband hans af göngugörpum á glænýju hrauni í Meradölum í fyrra vakti til að mynda mikla athygli. Sjá einnig: Gengu út á hraunið og upp að gígunum „Ég var nýkominn heim frá útlöndum þegar það byrjaði að gjósa í þetta skiptið. Ég var mjög stressaður að missa af þessu, þannig að ég var mættur á Reykjanesið þegar gosið hófst og var líka hérna þegar stóri skjálftinn reið yfir þarna sem var meira en fimm að stærð. Það var mjög óhugnalegt.“ Þegar mest var voru rúmlega 10.500 manns að fylgjast með streyminu hjá Ísaki. Það var fyrsta dag gossins, enda var Ísak einn hina fyrstu sem mætti á svæðið. Ísak segir áhorfendurna vera frá hinum ýmsu heimshornum, meðal annars Suðurskautslandinu. Ísak er orðinn ansi mörgum hnútum kunnugur þegar það kemur að því að streyma í beinni á dróna frá gosstöðvum. „Það er fólk úti um allan heim að fylgjast með þessu. Bandaríkjamennirnir eru sérstaklega duglegir og þeir eru duglegir að tjá sig við myndböndin. Margir virðast gera sér glaðan dag með fjölskyldunni við að horfa á þetta, fólk er að poppa sér popp og fylgjast með þessú í sjónvarpinu,“ segir Ísak. Hann ræðir sjálfur við áhorfendur í gegnum streymið og segir áhorfendur „klukka sig“ um leið og hann hætti að tala. Fólk kunni að meta að fá lýsingar heimamanns af gosinu. „Um leið og ég hætti að tala þá spyr fólk: „Hvar er Ísak?!,“ segir hann hlæjandi. Hann viðurkennir að þetta hafi verið mikil keyrsla, enda Ísak einungis búinn að taka sér tvo daga í frí. Aðstoðar björgunarsveitir og lögreglu „Þetta hefur tekið á en er ótrúlega gefandi, sérstaklega í ljósi þess að ég hef verið að aðstoða björgunarsveitir og lögreglu við gosið. Degi eftir að gosið byrjaði uppgötvuðu tveir björgunarsveitarmenn að ég hefði yfirsýn yfir svæðið með drónanum þrátt fyrir mengunina og ég gat bent þeim á hvar fólk væri við gíginn. Síðan þá hafa þeir fylgst með mér hjá viðbragðsteymi almannavarna og ég hef verið á „stand by“ ef svo má segja.“ Ísak ætlar að vera aftur með streymi á Youtube á morgun. Hann segir að þetta henti sér vel, enda safni hann sjálfur ógrynni af efni með því að taka gosið svo gaumgæfilega upp með dróna.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira