„Þetta sýnir að fólk þarf að fara varlega“ Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2023 14:21 Gígbarmurinn brast einnig aðfaranótt 19. júlí. Stöð 2/Arnar Eldfjallafræðingur segir að viðbúið hafi verið að barmur gígsins við Litla-Hrút myndi gefa sig í dag strax í gær. Í gær hafi mikill fjöldi fólks verið á svæðinu þar sem hraun rann niður á sléttuna og það ítreki mikilvægi þess að fólk fari varlega og hlýði fyrirmælum. Barmur gígsins gaf sig til norðurs á tólfta tímanum í dag með þeim afleiðingum að gígurinn tæmdist niður á sléttuna. Atvikið má sjá í myndskeiði úr vefmyndavél Vísis hér að neðan: „Það er bara viðbúið. Hann lokar sér og svo safnast kvika í hann. Hún er náttúrulega langt fyrir ofan yfirborðið af því að götin út úr honum eru of lítil, þá safnast upp í honum. Það sem gerist núna á meðan hann er að þessu þá byggir hann upp í kringum sig og hann hækkar og hækkar. Þessi hraun komast ekkert svo langt af því að þau fara fyrir utan meginhraunstrauminn, sem þýðir að þau þurfa að búa til nýtt flutningskerfi. Það er bara meira en að segja það,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Svæðið fullt af fólki í gær Ármann segir að síðast í gær hafi mikill fjöldi fólks verið á sléttunni norður af gígnum, sem fór undir hraun í morgun. Lögreglan hafi þó lokað því svæði fyrr en gosstöðvunum almenn í gær og rýmt það. Því hafi engin raunveruleg hætta verið á ferð. „Ekki nema einhver glópur hefði verið þarna inni. Engir lögreglu- eða björgunarsveitarmenn eru inni á hættusvæði, af því að við erum ekki að stofna þeim í hættu.“ Þá segir hann að hraunflæðið í gær undirstriki mikilvægi þess að fólk fari varlega og hlýði fyrirmælum yfirvalda á svæðinu. Mun hækka og hækka Ármann segir að þegar gígbarmurinn brestur styrki gígurinn undirstöður sínar til lengri tíma og því geti hann hækkað meira áður en hann brestur næst. Þannig gæti gígurinn orðið mjög stór ef gosið heldur áfram í lengri tíma. Það hafi til að mynda gerst í eldgosinu í Geldingadölum, þar sem finna má myndarlegan gíg. Vefmyndavél Vísis á gossvæðinu má sjá hér að neðan: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir. 23. júlí 2023 09:38 Hraunrennslið nú alfarið neðanjarðar Hraunrennsli í eldgosinu virðist nú vera alfarið neðanjarðar og gígskálinn virkar einungis sem bullsjóðandi pottur án yfirborðsrennslis. Í kvöld má greina nokkra staði í hraunbreiðunni þaðan sem hraun vellur upp úr hraunrásum neðanjarðar. 23. júlí 2023 23:21 Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. 23. júlí 2023 19:15 Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. 19. júlí 2023 11:57 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Barmur gígsins gaf sig til norðurs á tólfta tímanum í dag með þeim afleiðingum að gígurinn tæmdist niður á sléttuna. Atvikið má sjá í myndskeiði úr vefmyndavél Vísis hér að neðan: „Það er bara viðbúið. Hann lokar sér og svo safnast kvika í hann. Hún er náttúrulega langt fyrir ofan yfirborðið af því að götin út úr honum eru of lítil, þá safnast upp í honum. Það sem gerist núna á meðan hann er að þessu þá byggir hann upp í kringum sig og hann hækkar og hækkar. Þessi hraun komast ekkert svo langt af því að þau fara fyrir utan meginhraunstrauminn, sem þýðir að þau þurfa að búa til nýtt flutningskerfi. Það er bara meira en að segja það,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Svæðið fullt af fólki í gær Ármann segir að síðast í gær hafi mikill fjöldi fólks verið á sléttunni norður af gígnum, sem fór undir hraun í morgun. Lögreglan hafi þó lokað því svæði fyrr en gosstöðvunum almenn í gær og rýmt það. Því hafi engin raunveruleg hætta verið á ferð. „Ekki nema einhver glópur hefði verið þarna inni. Engir lögreglu- eða björgunarsveitarmenn eru inni á hættusvæði, af því að við erum ekki að stofna þeim í hættu.“ Þá segir hann að hraunflæðið í gær undirstriki mikilvægi þess að fólk fari varlega og hlýði fyrirmælum yfirvalda á svæðinu. Mun hækka og hækka Ármann segir að þegar gígbarmurinn brestur styrki gígurinn undirstöður sínar til lengri tíma og því geti hann hækkað meira áður en hann brestur næst. Þannig gæti gígurinn orðið mjög stór ef gosið heldur áfram í lengri tíma. Það hafi til að mynda gerst í eldgosinu í Geldingadölum, þar sem finna má myndarlegan gíg. Vefmyndavél Vísis á gossvæðinu má sjá hér að neðan:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir. 23. júlí 2023 09:38 Hraunrennslið nú alfarið neðanjarðar Hraunrennsli í eldgosinu virðist nú vera alfarið neðanjarðar og gígskálinn virkar einungis sem bullsjóðandi pottur án yfirborðsrennslis. Í kvöld má greina nokkra staði í hraunbreiðunni þaðan sem hraun vellur upp úr hraunrásum neðanjarðar. 23. júlí 2023 23:21 Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. 23. júlí 2023 19:15 Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. 19. júlí 2023 11:57 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir. 23. júlí 2023 09:38
Hraunrennslið nú alfarið neðanjarðar Hraunrennsli í eldgosinu virðist nú vera alfarið neðanjarðar og gígskálinn virkar einungis sem bullsjóðandi pottur án yfirborðsrennslis. Í kvöld má greina nokkra staði í hraunbreiðunni þaðan sem hraun vellur upp úr hraunrásum neðanjarðar. 23. júlí 2023 23:21
Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. 23. júlí 2023 19:15
Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. 19. júlí 2023 11:57