„Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2023 21:00 Isaac Kwateng hefur starfað hjá Þrótti í um eitt og hálft ár. Hann hefur þó búið hér á landi mun lengur en það. Vísir/Ívar Fannar Ganverskur maður sem búið hefur hér á landi um árabil segist ekki skilja hvers vegna vísa eigi honum úr landi. Hann borgi sína skatta og lifi hér eðlilegu lífi. Í Gana bíði hans hins vegar ekkert nema gatan. Hinn 28 ára gamli Isaac kom frá Gana og til Íslands árið 2017. Hann hefur starfað sem vallarstjóri Þróttar í rúmlega eitt ár, auk þess sem hann spilar með SR, varaliði Þróttar. Isaac hefur verið hér á landi á grundvelli tímabundinna dvalar- og atvinnuleyfa. Fyrir helgi fékkst tímabundna leyfið framlengt þar til í október, en Þróttur hefur fengið þau svör frá lögreglu að slíkt leyfi komi ekki í veg fyrir að áfram verði unnið að fyrirhugaðri brottvísun Isaacs til Gana. Hann segir óvissuna um framtíð sína óbærilega en frá því hann kom til landsins hafi iðulega staðið til að vísa honum úr landi. Fyrsta símtalið hafi komið árið 2019. „Eftir það heyrði ég ekkert. Svo hringja þeir á hverju ári í mig og segjast vilja flytja mig til heimalands míns. Síðan þá hef ég lifað svona. Þetta er það sem ég meina,“ segir Isaac í samtali við fréttastofu. Isaac segist hafa klárað grunnnámskeið í íslensku fljótlega eftir komuna til landins. Hann hafi hins vegar lagt íslenskunámið á hilluna eftir að hann fékk fyrsta símtalið um að til stæði að vísa honum úr landi. Hann hefði ekki getað einbeitt sér að tungumálanáminu með mögulega brottvísun hangandi yfir sér. Aðkomumaður í eigin landi Foreldrar Isaacs, sem er einkabarn, eru báðir látnir. „Ef þeir vilja flytja mig til Gana veit ég ekki hvert ég á að fara. Ég er aðkomumaður í eigin landi því ég hef engan þar. Þetta er mjög erfitt.“ Isaac segist eiga Þrótti mikið að þakka. „Ég byrjaði að æfa með SR 2018. Síðan þá hef ég verið hjá þeim. Ég hef ekki flutt mig svo ég á marga vini. Ég byrjaði að vinna hjá Þrótti fyrir einu og hálfu ári og hef eignast marga vini. Ísland er annað land mitt, ég get sagt það.“ Hann á erfitt með að skilja hvers vegna hann ætti ekki að fá að lifa eðlilegu lífi á Íslandi. „Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir. Svo ég veit ekki ástæðuna.“ Í Gana bíði hans allt annað og erfiðara líf. „Að vera á götunni í Gana er ekki öruggt,“ segir Isaac. Innflytjendamál Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Isaac kom frá Gana og til Íslands árið 2017. Hann hefur starfað sem vallarstjóri Þróttar í rúmlega eitt ár, auk þess sem hann spilar með SR, varaliði Þróttar. Isaac hefur verið hér á landi á grundvelli tímabundinna dvalar- og atvinnuleyfa. Fyrir helgi fékkst tímabundna leyfið framlengt þar til í október, en Þróttur hefur fengið þau svör frá lögreglu að slíkt leyfi komi ekki í veg fyrir að áfram verði unnið að fyrirhugaðri brottvísun Isaacs til Gana. Hann segir óvissuna um framtíð sína óbærilega en frá því hann kom til landsins hafi iðulega staðið til að vísa honum úr landi. Fyrsta símtalið hafi komið árið 2019. „Eftir það heyrði ég ekkert. Svo hringja þeir á hverju ári í mig og segjast vilja flytja mig til heimalands míns. Síðan þá hef ég lifað svona. Þetta er það sem ég meina,“ segir Isaac í samtali við fréttastofu. Isaac segist hafa klárað grunnnámskeið í íslensku fljótlega eftir komuna til landins. Hann hafi hins vegar lagt íslenskunámið á hilluna eftir að hann fékk fyrsta símtalið um að til stæði að vísa honum úr landi. Hann hefði ekki getað einbeitt sér að tungumálanáminu með mögulega brottvísun hangandi yfir sér. Aðkomumaður í eigin landi Foreldrar Isaacs, sem er einkabarn, eru báðir látnir. „Ef þeir vilja flytja mig til Gana veit ég ekki hvert ég á að fara. Ég er aðkomumaður í eigin landi því ég hef engan þar. Þetta er mjög erfitt.“ Isaac segist eiga Þrótti mikið að þakka. „Ég byrjaði að æfa með SR 2018. Síðan þá hef ég verið hjá þeim. Ég hef ekki flutt mig svo ég á marga vini. Ég byrjaði að vinna hjá Þrótti fyrir einu og hálfu ári og hef eignast marga vini. Ísland er annað land mitt, ég get sagt það.“ Hann á erfitt með að skilja hvers vegna hann ætti ekki að fá að lifa eðlilegu lífi á Íslandi. „Ég leigi íbúð, borga skatta og geri allt sem venjulegur maður gerir. Svo ég veit ekki ástæðuna.“ Í Gana bíði hans allt annað og erfiðara líf. „Að vera á götunni í Gana er ekki öruggt,“ segir Isaac.
Innflytjendamál Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira