Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. júlí 2023 20:30 Knútur Ármann og Helena, eigendur Friðheima í Bláskógabyggð, sem eru alsæl með ferðasumarið 2023 og nýju Vínstofuna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti. Friðheimar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins enda við Gullna hringinn. Á síðasta ári komu þangað um 280 þúsund ferðamenn og það met verður örugglega slegið í ár. 15% gesta eru Íslendingar. Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar, sem gestir fá að smakka og svo er tómatsúpa veitingastaðarins með brauði, sem slær alltaf í gegn. 80 starfsmenn vinna í Friðheimum. Friðheimar er mjög vinsæll ferðamannastaður í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera met sumar og búin að vera ótrúleg veðurblíða núna í júlí, þannig að hér er búið að vera mikið líf og mikið fjör. Við erum bara orðin þannig að við erum fullbókuð frá miðjum febrúar og fram í miðjan nóvember og það er bara mjög þægilegt því það er gott að vinna út frá því,” segir Knútur Rafn Ármann, eigandi Friðheima. „Já, eða þannig séð, það þarf bara að bóka með góðum fyrirvara,” segir Knútur. Það er meira og minna allt fullt af ferðamönnum í Friðheimum alla daga vikunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný og glæsileg Vínstofa Friðheimafjölskyldan opnaði nýlega Vínstofu, nýjan og glæsilegan veitingastað inn í elsta gróðurhúsinu, sem var byggt 1976. Þar eru líka þrjú fundarherbergi, svið, glæsileg bókahilla og 50 ára gömul vínberjaplanta og veitingar og drykkir svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er þyngsti bar landsins, ég fullyrði það, um 10 tonn úr grjóti hérna í sveitinni,“ segir Knútur stoltur af nýja barnum og Vínstofunni. Nýja Vínstofan hefur heldur betur slegið í gegn í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er sumarið ekki búið að vera algjör klikkun? „Nei, nei, það fer bara vel af stað, það er bara virkilega gaman. Ef það væri ekki mikið að gera núna, þá veit ég ekki hvenær ætti að vera mikið að gera,” segir Helena Hermundardóttir, eigandi Friðheima hlægjandi. „Það gengur rosalega vel hjá okkur því það er búið að vera alveg óstöðvandi traffík hjá okkur frá því að við opnuðum fyrir þremur vikum síðan og skemmtilegast er hvað það er búið að koma mikið af fólki úr sveitinni. Sérstaklega úr bústöðum, frá tjaldsvæðinu í Reykholti og hótelinu hérna, sem er bara rétt handan við hornið,” segir Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar. „Við höfum oft komið hérna og nýja Vínstofan er frábær viðbót hér,” segir Björn Víglundsson gestur í Friðheimum. Björn Víglundsson gestur í Friðheimum, sem er yfir sig hrifin af nýju Vínstofunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur hérna finnst þetta algjörlega frábært og munum koma hingað oft aftur. Ég verð hér næstu daga á nýja barnum”, segir Helga Árnadóttir, skellihlæjandi gestur í Friðheimum. Helga Árnadóttir, gestur í Friðheimum segir nýja Vínstofuna algjörlega frábæra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar, ásamt kærustu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Friðheimar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins enda við Gullna hringinn. Á síðasta ári komu þangað um 280 þúsund ferðamenn og það met verður örugglega slegið í ár. 15% gesta eru Íslendingar. Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar, sem gestir fá að smakka og svo er tómatsúpa veitingastaðarins með brauði, sem slær alltaf í gegn. 80 starfsmenn vinna í Friðheimum. Friðheimar er mjög vinsæll ferðamannastaður í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera met sumar og búin að vera ótrúleg veðurblíða núna í júlí, þannig að hér er búið að vera mikið líf og mikið fjör. Við erum bara orðin þannig að við erum fullbókuð frá miðjum febrúar og fram í miðjan nóvember og það er bara mjög þægilegt því það er gott að vinna út frá því,” segir Knútur Rafn Ármann, eigandi Friðheima. „Já, eða þannig séð, það þarf bara að bóka með góðum fyrirvara,” segir Knútur. Það er meira og minna allt fullt af ferðamönnum í Friðheimum alla daga vikunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný og glæsileg Vínstofa Friðheimafjölskyldan opnaði nýlega Vínstofu, nýjan og glæsilegan veitingastað inn í elsta gróðurhúsinu, sem var byggt 1976. Þar eru líka þrjú fundarherbergi, svið, glæsileg bókahilla og 50 ára gömul vínberjaplanta og veitingar og drykkir svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er þyngsti bar landsins, ég fullyrði það, um 10 tonn úr grjóti hérna í sveitinni,“ segir Knútur stoltur af nýja barnum og Vínstofunni. Nýja Vínstofan hefur heldur betur slegið í gegn í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er sumarið ekki búið að vera algjör klikkun? „Nei, nei, það fer bara vel af stað, það er bara virkilega gaman. Ef það væri ekki mikið að gera núna, þá veit ég ekki hvenær ætti að vera mikið að gera,” segir Helena Hermundardóttir, eigandi Friðheima hlægjandi. „Það gengur rosalega vel hjá okkur því það er búið að vera alveg óstöðvandi traffík hjá okkur frá því að við opnuðum fyrir þremur vikum síðan og skemmtilegast er hvað það er búið að koma mikið af fólki úr sveitinni. Sérstaklega úr bústöðum, frá tjaldsvæðinu í Reykholti og hótelinu hérna, sem er bara rétt handan við hornið,” segir Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar. „Við höfum oft komið hérna og nýja Vínstofan er frábær viðbót hér,” segir Björn Víglundsson gestur í Friðheimum. Björn Víglundsson gestur í Friðheimum, sem er yfir sig hrifin af nýju Vínstofunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur hérna finnst þetta algjörlega frábært og munum koma hingað oft aftur. Ég verð hér næstu daga á nýja barnum”, segir Helga Árnadóttir, skellihlæjandi gestur í Friðheimum. Helga Árnadóttir, gestur í Friðheimum segir nýja Vínstofuna algjörlega frábæra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar, ásamt kærustu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira