Fortíðin og flugeldar renna í eitt á nýrri plötu Auðar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. júlí 2023 14:33 Auðunn Lúthersson er fæddur í Bandaríkjunum þar sem foreldrar hans voru búsettir um tíma. Fyrir vikið er hann bandarískur ríkisborgari. Aðsend Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, gaf út plötuna Útvarp úlala á miðnætti. Platan inniheldur fimm lög úr ólíkum áttum sem Auður samdi og tók upp. „Lögin, tónlistarstefnurnar, fortíðin og flugeldar renna í eitt á Útvarp Úlala,“ segir Auður sem samdi lögin víðsvegar um landið og í Los Angeles Bandaríkjunum þar sem hann býr. Plötumslag Útvarps Úlálá vann Auður með ljósmyndaranum Ari Michelson í Los Angeles en hann hefur unnið með listamönnum á borð við Justin Timberlake, Timbaland, Lenny Kravitz, Brendan Fraser og Mindy Kaling. Myndvinnsla var unnin af Emerald M og Ágúst Elí.Aðsend Fjöldi tónlistarmanna komu að gerð plötunnar. Þar á meðal Rubin Pollock úr Kaleo, Ari Bragi Kárason, Sigtryggur Baldursson, Ellert Björgvin Schram, Daníel Friðrik Böðvarsson, Eygló Hilmarsdóttir, Magnús Öder og Arnar Guðjónsson. Þá komu Magnúss Öder og Arnar Guðjónsson og mastering hjá Glenn Schick að hljóðblöndun. Ekki á leið heim Auður flutti vestur um haf í byrjun árs og segist ekki vera á heimleið. Hann er með mörg járn í eldinum um þessar mundir þar á meðal samtarf með söngkonunni Diarra Sylla, sömuleiðis Sally Han, útsetningu fyrir hljómsveitina Bella Dose ásamt því að koma fram sjálfur. Hann segir Los Angeles höfuðborg hugverkanna þar sem fyrirmyndir hans í tónlist starfa. Auður keypti sér farmiða aðra leið út fyrir heimsfaraldur. Hann er með bandarískan ríkisborgararétt og getur því dvalið vestanhafs eins og hann lystir. „Ég er þakklátur fyrir að vera kominn út og er spenntur fyrir framhaldinu þar sem ég er sífellt að kynnast nýju hæfileikaríku fólki,“ segir Auður sem starfar við lagasmíð og framleiðslu dag frá degi. Lítill heimur fullur af tækifærum „Það er ekkert þak á því sem maður getur gert hérna úti,“ segir Auður. Hann hafi hitað upp fyrir vini sína á nokkrum litlum stöðum á Venice Beach og miðbæ LA. Þá hefur hann einnig gengið í nokkur verkefni sem gítarleikari. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Auður gaf út lagið Tárin falla hægt með Bubba Morthens í fyrra. Lagið hefur notið mikilla vinsælda. Hægt er að hlusta á plötuna Útvarp úlala á öllu helstu streymisveitum. Tónlist Tengdar fréttir Talar minna eftir að gamall draumur rættist Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúhersson, betur þekktur undirlistamannanafninu Auður, segir gamlan draum hafa ræst þegar hann flutti til Los Angeles nýlega. 8. maí 2023 14:30 Auður leggur land undir fót og er kominn með íbúð í L.A. Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson er fluttur til Los Angeles í Bandaríkjunum ef marka má mynd sem hann deildi á Instagram síðu sinni í gær. 17. febrúar 2023 10:32 „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14 Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira
„Lögin, tónlistarstefnurnar, fortíðin og flugeldar renna í eitt á Útvarp Úlala,“ segir Auður sem samdi lögin víðsvegar um landið og í Los Angeles Bandaríkjunum þar sem hann býr. Plötumslag Útvarps Úlálá vann Auður með ljósmyndaranum Ari Michelson í Los Angeles en hann hefur unnið með listamönnum á borð við Justin Timberlake, Timbaland, Lenny Kravitz, Brendan Fraser og Mindy Kaling. Myndvinnsla var unnin af Emerald M og Ágúst Elí.Aðsend Fjöldi tónlistarmanna komu að gerð plötunnar. Þar á meðal Rubin Pollock úr Kaleo, Ari Bragi Kárason, Sigtryggur Baldursson, Ellert Björgvin Schram, Daníel Friðrik Böðvarsson, Eygló Hilmarsdóttir, Magnús Öder og Arnar Guðjónsson. Þá komu Magnúss Öder og Arnar Guðjónsson og mastering hjá Glenn Schick að hljóðblöndun. Ekki á leið heim Auður flutti vestur um haf í byrjun árs og segist ekki vera á heimleið. Hann er með mörg járn í eldinum um þessar mundir þar á meðal samtarf með söngkonunni Diarra Sylla, sömuleiðis Sally Han, útsetningu fyrir hljómsveitina Bella Dose ásamt því að koma fram sjálfur. Hann segir Los Angeles höfuðborg hugverkanna þar sem fyrirmyndir hans í tónlist starfa. Auður keypti sér farmiða aðra leið út fyrir heimsfaraldur. Hann er með bandarískan ríkisborgararétt og getur því dvalið vestanhafs eins og hann lystir. „Ég er þakklátur fyrir að vera kominn út og er spenntur fyrir framhaldinu þar sem ég er sífellt að kynnast nýju hæfileikaríku fólki,“ segir Auður sem starfar við lagasmíð og framleiðslu dag frá degi. Lítill heimur fullur af tækifærum „Það er ekkert þak á því sem maður getur gert hérna úti,“ segir Auður. Hann hafi hitað upp fyrir vini sína á nokkrum litlum stöðum á Venice Beach og miðbæ LA. Þá hefur hann einnig gengið í nokkur verkefni sem gítarleikari. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Auður gaf út lagið Tárin falla hægt með Bubba Morthens í fyrra. Lagið hefur notið mikilla vinsælda. Hægt er að hlusta á plötuna Útvarp úlala á öllu helstu streymisveitum.
Tónlist Tengdar fréttir Talar minna eftir að gamall draumur rættist Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúhersson, betur þekktur undirlistamannanafninu Auður, segir gamlan draum hafa ræst þegar hann flutti til Los Angeles nýlega. 8. maí 2023 14:30 Auður leggur land undir fót og er kominn með íbúð í L.A. Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson er fluttur til Los Angeles í Bandaríkjunum ef marka má mynd sem hann deildi á Instagram síðu sinni í gær. 17. febrúar 2023 10:32 „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14 Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira
Talar minna eftir að gamall draumur rættist Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúhersson, betur þekktur undirlistamannanafninu Auður, segir gamlan draum hafa ræst þegar hann flutti til Los Angeles nýlega. 8. maí 2023 14:30
Auður leggur land undir fót og er kominn með íbúð í L.A. Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson er fluttur til Los Angeles í Bandaríkjunum ef marka má mynd sem hann deildi á Instagram síðu sinni í gær. 17. febrúar 2023 10:32
„Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14
Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14