„Tónlistin er það sem gerir lífið þess virði að lifa því“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2023 07:01 Unnur Sara Eldjárn er búsett í suðurhluta Frakklands þar sem hún lætur tónlistardrauminn rætast. Blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið. Marina Boussin „Tónlist hefur alltaf verið svo sjálfsagður partur af lífi mínu. Það hafði auðvitað mikil áhrif á mig að pabbi minn, Kristján Eldjárn heitinn, starfaði sem gítarleikari þannig að tónlistin var alltaf mjög stór partur af heimilislífinu og það er eitthvað sem ég er mjög þakklát fyrir,“ segir tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn. Blaðamaður ræddi við hana um tónlistina og lífið í Suður Frakklandi, þar sem hún er búsett. Draumur að flytja til Frakklands Unnur Sara er búsett í Montpellier í suðurhluta Frakklands og er með mörg járn í eldinum. Hún hefur gefið út heilmikið af tónlist bæði á frönsku og íslensku samhliða því að sinna ráðgjöf um tónlistarbransann og markaðssetningu. „Ég fluttist út fyrir um tveimur árum síðan. Mig hafði langað til að flytja til Frakklands frá því ég var unglingur. Ég var strax þá orðin mjög heilluð af tónlistinni, menningunni og tungumálinu.“ Hún segir að loks hafi rétti tíminn komið og árið 2019 prófaði hún að búa í Nice í fjóra mánuði. „Það reyndist vera svo miklu magnaðra en ég hefði getað trúað þannig að í kjölfarið tók ég ákvörðun um að flytja til lengri tíma til Montpellier, sem er líka í suðurhlutanum. Nice er frábær borg og ég mæli 100 prósent með því að heimsækja hana en það er aðeins meira um að vera fyrir ungt fólk á öðrum svæðum. Þess vegna valdi ég Montpellier sem er lífleg námsmannaborg, stutt á ströndina og stutt ferðalag til Spánar.“ Unni Söru líður vel í Montpellier. Aðsend Tónlistin alltaf stór hluti af heimilislífinu Aðspurð hvenær ástríðan fyrir tónlistinni hafi kviknað segir Unnur Sara: „Tónlist hefur alltaf verið svo sjálfsagður partur af lífi mínu. Mér hefur verið sagt að ég hafi byrjað að syngja mjög snemma og hafði mikla þörf til að hlusta á tónlist, ég er greinilega ekki búin að breytast mikið síðan þá. Það hafði auðvitað mikil áhrif á mig að pabbi minn, Kristján Eldjárn heitinn, starfaði sem gítarleikari þannig að tónlistin var alltaf mjög stór partur af heimilislífinu og það er eitthvað sem ég er mjög þakklát fyrir. Í fyrra gerði ég útvarpsþátt ásamt Brynhildi Björnsdóttur um pabba í tilefni dagsins þegar hann hefði fagnað fimmtugsafmæli. Það var ótrúlega dýrmætt fyrir mig að fá að kynnast honum upp á nýtt og skilja betur þessa ástríðu fyrir tónlist og nýsköpun sem ég á sameiginlegt með honum.“ Alltaf hægt að finna lag sem skilur mann Unnur Sara segir tónlistina magnaðan tjáningarmáta sem fólk getur alltaf tengt við út frá eigin lífsreynslu. „Þegar enginn virðist skilja hvað maður er að fara í gegnum þá getur maður alltaf fundið eitthvað lag sem skilur mann. Jafnvel þótt það hafi upprunalega verið samið um eitthvað allt annað en lífsreynsluna sem maður er sjálfur að fara í gegnum á þeim tímapunkti. Það er svo magnað. Tónlistin er alltaf til staðar fyrir okkur. Ég hlusta yfirleitt á tónlist í nokkra klukkutíma á dag og get eiginlega ekki ímyndað mér lífið án þess. Þrátt fyrir að það endurspeglist ekki úti í samfélaginu í launum eða fjárframlögum þá er listin svo ótrúlega mikilvæg, ef ekki það mikilvægasta. Fyrir marga er hápunkturinn tilverunnar að fá að ferðast langa vegalengd til að sjá uppáhalds tónlistarmanninn sinn. Tónlistin og önnur listform eru það sem gerir lífið þess virði að lifa því.“ Unnur Sara segir tónlistina og listina yfir höfuð vera það sem gerir lífið þess virði að lifa því.Aðsend Óvæntur ferill í markaðssetningu Þegar Unnur Sara hóf feril sinn í tónlist fannst henni bæði erfitt og berskjaldandi að markaðssetja sig. Hún fékk aðstoð frá vini sínum, Inga Vífli, sem rekur fyrirtækið Læf studios og upplifði ákveðinn viðsnúning í kjölfarið. „Hann kenndi mér svo margt, náði að sýna mér að þetta gæti verið skapandi vinna og þetta væri eitthvað sem ég þyrfti ekki að vera neikvæð gagnvart, því ég gæti alveg orðið góð í þessu og meira að segja haft gaman af því. Síðan þá hefur mér þótt áhugavert að pæla í markaðssetningu og nýsköpun og prófa mig áfram.“ Það þróaðist heldur betur í óvænta átt og hefur Unnur Sara meðal annars verið með einkatímaráðgjöf á heimasíðu sinni. Hún hélt námskeiðið „Hvernig kemst ég inn á Spotify playlista?“ og segir að í kjölfarið hafi allt sprungið út hjá sér. „Út frá því þróaði ég svo vefsíðuna mína Wrap My Music sem inniheldur annað fræðsluefni um markaðssetningu á tónlist svo sem Útgáfuráð Unnar Söru og Vörumerkið Ég. Þetta eru fyrirlestrar, myndbönd og lesefni sem íslenskt tónlistarfólk getur nálgast á íslensku hvenær sem þeim hentar.“ Lífið tók óvænta stefnu hjá Unni Söru þegar Covid faraldurinn hófst. Aðsend Örlögin gripu í taumana Hún segist ekki endilega hafa séð fyrir sér að vinna við þetta en lífið komi stöðugt á óvart. „Mér finnst gott að vera ekki með of fastmótaðar hugmyndir heldur leyfa lífinu að sýna mér hvert það vill taka mig og hvar ég get nýtt krafta mína til góðs. Það var ekki ætlunin mín að gera neitt meira með þetta en örlögin gripu svo í taumana vorið 2020 þegar ég mátti hvorki vinna sem tónmenntakennari né söngkona og þurfti að finna mér eitthvað að gera á daginn. Ég æfði mig í frönsku og svo ákvað ég að sjá hvort ég gæti komið mér inn á fleiri Spotify lagalista og séð streymin og tekjurnar aukast enn frekar. Það gekk svo vel að á einhverju nokkra mánaða tímabili var ég að fá þúsundir streyma á hverjum degi og eru streymin nú að detta í þrjár milljónir. Það fóru margir íslenskir tónlistarmenn að spyrja mig hvernig ég færi að þessu, þannig ég setti upp námskeiðið á Zoom sem sló í gegn og hlaut Nýsköpunarverðlaun á Degi íslenskrar tónlistar árið 2021. Mig langaði mjög mikið til að skapa vettvang þar sem ég kæmi allri minni vitneskju á framfæri á einum, aðgengilegum stað sem fólk getur nálgast hvenær sem þeim hentar. Það varð loksins að veruleika á þessu ári þegar ég setti upp vefsíðuna mína.“ Unnur Sara hefur gert það gott með frönskum ábreiðum en er nú að vinna að sóló efni þar sem hún færir sig í nýja átt. Katla Sólnes Syngur lög franskra kanóna Unnur Sara vinnur nú að nýju sóló efni sem kemur út á næstu misserum en hingað til hefur hún sent frá sér ýmsar ábreiður af frönskum smellum eftir tónlistarmenn á borð við Edith Piaf, Jacques Brel, Serge Gainsbourg og France Gall. „Ég hef verið svolítið feimin að deila þessu með Frökkunum því þetta er auðvitað þeirra menningararfur. Flestir virðast hins vegar hafa mjög gaman af þessu framtaki og þá sérstaklega þegar ég syng lögin á íslensku. Nú er ég komin með flotta hljómsveit til að spila þessi lög með mér og ég hlakka mikið til að fara almennilega af stað með það.“ Hún segir umhverfið úti gjörólíkt Íslandi, sérstaklega þegar það kemur að tónleikahaldi. „Veðráttan gerir það að verkum að það eru töluvert fleiri tónleikar og aðrir viðburðir utandyra sem býr til svo skemmtilega stemningu. Eitt af því sem mig dreymir um er að syngja á L’estivales en það er sérstakt suður-franskt fyrirbæri, stórir viðburðir sem fara fram á vínekrum þar sem gestir og gangandi hafa tækifæri til að smakka góð vín og mat.“ View this post on Instagram A post shared by SARA OCÉAN (@saraoceanofficial) Sló í gegn á TikTok Unnur Sara notast við listamannsnafnið Sara Océan á streymisveitunni Spotify en þar hafa nokkur lög frá henni fengið hundruði þúsunda spilanna. „Zou Bisou Bisou er eitt vinsælasta lagið sem ég hef gefið út. Margir halda að það sé eftir mig en þetta er í alvöru gamall sixties smellur. Ég uppgötvaði þetta lag í sjónvarsþáttunum Mad Men og gaf það út á síðustu plötunni minni, Bisous.“ Hún segir ákveðin „snjóboltaáhrif“ hafa orðið út frá velgengni lagsins á Spotify. „Nú má finna þúsundir myndbanda bæði á TikTok og Instagram þar sem mín útgáfa er notuð. Oft eru þetta krúttleg myndbönd af gæludýrum og börnum, tísku og förðunarmyndbönd og líka mjög mikið af veitingastöðum sem nota lagið til að auglýsa staðinn. Ég hef haft mjög gaman af því að fylgjast með þessu. Það er eins og þetta hafi orðið eitthvað ofur vinsælt í Filippseyjum, því megnið af myndböndunum á TikTok eru tekin upp þar.“ Henni hefur þó ekki enn tekist að rekja upphaf vinsælda lagsins. „Ég mun sennilega aldrei vita hvort það hafi verið einhver áhrifavaldur í Filippseyjum sem hafi byrjað að nota lagið mitt í myndbandi og aðrir fylgt á eftir, eða hvort þetta lag hafi komist á stóran Spotify lagalista þar og þaðan dreifst yfir á samfélagsmiðlana. En þetta er það sem er svo skemmtilegt, heimurinn er svo stór og það eru svo margir möguleikar til að tengjast hlustendum hvaðanæva að.“ @saraoceanofficial Thank you all around 2.000 creators for using my song in your videos, I thought it was time to make my own version! #emilyinparis #emilyinparisseason2 #zoubisoubisou #frenchgirl #frenchgirlvibes #paris #cute #amoureuse #kisses #bisous #60s Zou Bisou Bisou - Sara Océan Heilluð af danstónlistinni Unnur Sara hóf ferilinn sinn með því að flytja sitt eigið sólóefni en lagði það á hilluna um tíma til að sinna flutningi á franskri tónlist. „Ég fann að ég gat ekki gert bæði á sama tíma þannig ég valdi frönsku tónlistina í nokkur ár og þarf alls ekki að sjá eftir því. Að marinera sig í svona spennandi tónlist með því að syngja hana mjög reglulega hefur bara gert mig að sterkari lagahöfundi.“ Nú segist hún aftur á móti tilbúin til að sinna eigin lagasmíðum aftur og hlakkar mikið til að gefa út sitt nýjasta lag. „Það er innblásið af danstónlist hér á meginlandinu og er því allt öðruvísi en þau lög sem ég hef sent frá mér áður. Ég kynntist svo yndislegum danshöfundi hér í Montpellier um daginn og við smullum svo vel saman að ég fékk hana til að semja dans við nýja lagið. Það er bara með því skemmtilegasta sem ég hef upplifað, þannig það verður klárlega stór partur af þessu fyrir mig. Ég hlakka mikið til að þróa prógram þar sem ég er með dansara með mér á sviðinu sem er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður,“ segir Unnur Sara að lokum. Hér má hlusta á Unni Söru á streymisveitunni Spotify. Tónlist Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Draumur að flytja til Frakklands Unnur Sara er búsett í Montpellier í suðurhluta Frakklands og er með mörg járn í eldinum. Hún hefur gefið út heilmikið af tónlist bæði á frönsku og íslensku samhliða því að sinna ráðgjöf um tónlistarbransann og markaðssetningu. „Ég fluttist út fyrir um tveimur árum síðan. Mig hafði langað til að flytja til Frakklands frá því ég var unglingur. Ég var strax þá orðin mjög heilluð af tónlistinni, menningunni og tungumálinu.“ Hún segir að loks hafi rétti tíminn komið og árið 2019 prófaði hún að búa í Nice í fjóra mánuði. „Það reyndist vera svo miklu magnaðra en ég hefði getað trúað þannig að í kjölfarið tók ég ákvörðun um að flytja til lengri tíma til Montpellier, sem er líka í suðurhlutanum. Nice er frábær borg og ég mæli 100 prósent með því að heimsækja hana en það er aðeins meira um að vera fyrir ungt fólk á öðrum svæðum. Þess vegna valdi ég Montpellier sem er lífleg námsmannaborg, stutt á ströndina og stutt ferðalag til Spánar.“ Unni Söru líður vel í Montpellier. Aðsend Tónlistin alltaf stór hluti af heimilislífinu Aðspurð hvenær ástríðan fyrir tónlistinni hafi kviknað segir Unnur Sara: „Tónlist hefur alltaf verið svo sjálfsagður partur af lífi mínu. Mér hefur verið sagt að ég hafi byrjað að syngja mjög snemma og hafði mikla þörf til að hlusta á tónlist, ég er greinilega ekki búin að breytast mikið síðan þá. Það hafði auðvitað mikil áhrif á mig að pabbi minn, Kristján Eldjárn heitinn, starfaði sem gítarleikari þannig að tónlistin var alltaf mjög stór partur af heimilislífinu og það er eitthvað sem ég er mjög þakklát fyrir. Í fyrra gerði ég útvarpsþátt ásamt Brynhildi Björnsdóttur um pabba í tilefni dagsins þegar hann hefði fagnað fimmtugsafmæli. Það var ótrúlega dýrmætt fyrir mig að fá að kynnast honum upp á nýtt og skilja betur þessa ástríðu fyrir tónlist og nýsköpun sem ég á sameiginlegt með honum.“ Alltaf hægt að finna lag sem skilur mann Unnur Sara segir tónlistina magnaðan tjáningarmáta sem fólk getur alltaf tengt við út frá eigin lífsreynslu. „Þegar enginn virðist skilja hvað maður er að fara í gegnum þá getur maður alltaf fundið eitthvað lag sem skilur mann. Jafnvel þótt það hafi upprunalega verið samið um eitthvað allt annað en lífsreynsluna sem maður er sjálfur að fara í gegnum á þeim tímapunkti. Það er svo magnað. Tónlistin er alltaf til staðar fyrir okkur. Ég hlusta yfirleitt á tónlist í nokkra klukkutíma á dag og get eiginlega ekki ímyndað mér lífið án þess. Þrátt fyrir að það endurspeglist ekki úti í samfélaginu í launum eða fjárframlögum þá er listin svo ótrúlega mikilvæg, ef ekki það mikilvægasta. Fyrir marga er hápunkturinn tilverunnar að fá að ferðast langa vegalengd til að sjá uppáhalds tónlistarmanninn sinn. Tónlistin og önnur listform eru það sem gerir lífið þess virði að lifa því.“ Unnur Sara segir tónlistina og listina yfir höfuð vera það sem gerir lífið þess virði að lifa því.Aðsend Óvæntur ferill í markaðssetningu Þegar Unnur Sara hóf feril sinn í tónlist fannst henni bæði erfitt og berskjaldandi að markaðssetja sig. Hún fékk aðstoð frá vini sínum, Inga Vífli, sem rekur fyrirtækið Læf studios og upplifði ákveðinn viðsnúning í kjölfarið. „Hann kenndi mér svo margt, náði að sýna mér að þetta gæti verið skapandi vinna og þetta væri eitthvað sem ég þyrfti ekki að vera neikvæð gagnvart, því ég gæti alveg orðið góð í þessu og meira að segja haft gaman af því. Síðan þá hefur mér þótt áhugavert að pæla í markaðssetningu og nýsköpun og prófa mig áfram.“ Það þróaðist heldur betur í óvænta átt og hefur Unnur Sara meðal annars verið með einkatímaráðgjöf á heimasíðu sinni. Hún hélt námskeiðið „Hvernig kemst ég inn á Spotify playlista?“ og segir að í kjölfarið hafi allt sprungið út hjá sér. „Út frá því þróaði ég svo vefsíðuna mína Wrap My Music sem inniheldur annað fræðsluefni um markaðssetningu á tónlist svo sem Útgáfuráð Unnar Söru og Vörumerkið Ég. Þetta eru fyrirlestrar, myndbönd og lesefni sem íslenskt tónlistarfólk getur nálgast á íslensku hvenær sem þeim hentar.“ Lífið tók óvænta stefnu hjá Unni Söru þegar Covid faraldurinn hófst. Aðsend Örlögin gripu í taumana Hún segist ekki endilega hafa séð fyrir sér að vinna við þetta en lífið komi stöðugt á óvart. „Mér finnst gott að vera ekki með of fastmótaðar hugmyndir heldur leyfa lífinu að sýna mér hvert það vill taka mig og hvar ég get nýtt krafta mína til góðs. Það var ekki ætlunin mín að gera neitt meira með þetta en örlögin gripu svo í taumana vorið 2020 þegar ég mátti hvorki vinna sem tónmenntakennari né söngkona og þurfti að finna mér eitthvað að gera á daginn. Ég æfði mig í frönsku og svo ákvað ég að sjá hvort ég gæti komið mér inn á fleiri Spotify lagalista og séð streymin og tekjurnar aukast enn frekar. Það gekk svo vel að á einhverju nokkra mánaða tímabili var ég að fá þúsundir streyma á hverjum degi og eru streymin nú að detta í þrjár milljónir. Það fóru margir íslenskir tónlistarmenn að spyrja mig hvernig ég færi að þessu, þannig ég setti upp námskeiðið á Zoom sem sló í gegn og hlaut Nýsköpunarverðlaun á Degi íslenskrar tónlistar árið 2021. Mig langaði mjög mikið til að skapa vettvang þar sem ég kæmi allri minni vitneskju á framfæri á einum, aðgengilegum stað sem fólk getur nálgast hvenær sem þeim hentar. Það varð loksins að veruleika á þessu ári þegar ég setti upp vefsíðuna mína.“ Unnur Sara hefur gert það gott með frönskum ábreiðum en er nú að vinna að sóló efni þar sem hún færir sig í nýja átt. Katla Sólnes Syngur lög franskra kanóna Unnur Sara vinnur nú að nýju sóló efni sem kemur út á næstu misserum en hingað til hefur hún sent frá sér ýmsar ábreiður af frönskum smellum eftir tónlistarmenn á borð við Edith Piaf, Jacques Brel, Serge Gainsbourg og France Gall. „Ég hef verið svolítið feimin að deila þessu með Frökkunum því þetta er auðvitað þeirra menningararfur. Flestir virðast hins vegar hafa mjög gaman af þessu framtaki og þá sérstaklega þegar ég syng lögin á íslensku. Nú er ég komin með flotta hljómsveit til að spila þessi lög með mér og ég hlakka mikið til að fara almennilega af stað með það.“ Hún segir umhverfið úti gjörólíkt Íslandi, sérstaklega þegar það kemur að tónleikahaldi. „Veðráttan gerir það að verkum að það eru töluvert fleiri tónleikar og aðrir viðburðir utandyra sem býr til svo skemmtilega stemningu. Eitt af því sem mig dreymir um er að syngja á L’estivales en það er sérstakt suður-franskt fyrirbæri, stórir viðburðir sem fara fram á vínekrum þar sem gestir og gangandi hafa tækifæri til að smakka góð vín og mat.“ View this post on Instagram A post shared by SARA OCÉAN (@saraoceanofficial) Sló í gegn á TikTok Unnur Sara notast við listamannsnafnið Sara Océan á streymisveitunni Spotify en þar hafa nokkur lög frá henni fengið hundruði þúsunda spilanna. „Zou Bisou Bisou er eitt vinsælasta lagið sem ég hef gefið út. Margir halda að það sé eftir mig en þetta er í alvöru gamall sixties smellur. Ég uppgötvaði þetta lag í sjónvarsþáttunum Mad Men og gaf það út á síðustu plötunni minni, Bisous.“ Hún segir ákveðin „snjóboltaáhrif“ hafa orðið út frá velgengni lagsins á Spotify. „Nú má finna þúsundir myndbanda bæði á TikTok og Instagram þar sem mín útgáfa er notuð. Oft eru þetta krúttleg myndbönd af gæludýrum og börnum, tísku og förðunarmyndbönd og líka mjög mikið af veitingastöðum sem nota lagið til að auglýsa staðinn. Ég hef haft mjög gaman af því að fylgjast með þessu. Það er eins og þetta hafi orðið eitthvað ofur vinsælt í Filippseyjum, því megnið af myndböndunum á TikTok eru tekin upp þar.“ Henni hefur þó ekki enn tekist að rekja upphaf vinsælda lagsins. „Ég mun sennilega aldrei vita hvort það hafi verið einhver áhrifavaldur í Filippseyjum sem hafi byrjað að nota lagið mitt í myndbandi og aðrir fylgt á eftir, eða hvort þetta lag hafi komist á stóran Spotify lagalista þar og þaðan dreifst yfir á samfélagsmiðlana. En þetta er það sem er svo skemmtilegt, heimurinn er svo stór og það eru svo margir möguleikar til að tengjast hlustendum hvaðanæva að.“ @saraoceanofficial Thank you all around 2.000 creators for using my song in your videos, I thought it was time to make my own version! #emilyinparis #emilyinparisseason2 #zoubisoubisou #frenchgirl #frenchgirlvibes #paris #cute #amoureuse #kisses #bisous #60s Zou Bisou Bisou - Sara Océan Heilluð af danstónlistinni Unnur Sara hóf ferilinn sinn með því að flytja sitt eigið sólóefni en lagði það á hilluna um tíma til að sinna flutningi á franskri tónlist. „Ég fann að ég gat ekki gert bæði á sama tíma þannig ég valdi frönsku tónlistina í nokkur ár og þarf alls ekki að sjá eftir því. Að marinera sig í svona spennandi tónlist með því að syngja hana mjög reglulega hefur bara gert mig að sterkari lagahöfundi.“ Nú segist hún aftur á móti tilbúin til að sinna eigin lagasmíðum aftur og hlakkar mikið til að gefa út sitt nýjasta lag. „Það er innblásið af danstónlist hér á meginlandinu og er því allt öðruvísi en þau lög sem ég hef sent frá mér áður. Ég kynntist svo yndislegum danshöfundi hér í Montpellier um daginn og við smullum svo vel saman að ég fékk hana til að semja dans við nýja lagið. Það er bara með því skemmtilegasta sem ég hef upplifað, þannig það verður klárlega stór partur af þessu fyrir mig. Ég hlakka mikið til að þróa prógram þar sem ég er með dansara með mér á sviðinu sem er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður,“ segir Unnur Sara að lokum. Hér má hlusta á Unni Söru á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira