Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2023 10:53 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að meta stöðu gossins með sjónmati á þessu stigi en von sé á nýjum hraunflæðitölum. vísir/vilhelm „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Eitthvað minna hefur farið fyrir eldgosinu á vefmyndavélum fjölmiðla en áður. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er erfitt að meta stöðuna út frá því myndefni, einkum þegar þoka hefur byrgt sýn á svæðinu eins og í nótt. Greinilegt sé að gosið malli áfram og náið verði fylgst með því hvernig dagurinn fari. Von er á niðurstöðum nýrra hraunflæðimælinga síðar í dag en um helgina var greint frá því að framleiðni gossins hafi minnkað töluvert frá því það hófst þann 10. júlí síðastliðinn. Er það mat sérfræðinga að goslok séu möguleg eftir eina til tvær vikur ef áfram dregur úr framleiðni gossins með sama hraða. Magnús Tumi segir að ef horft sé til sögunnar og þróunar fyrri eldgosa sé það líklegasta niðurstaðan að krafturinn í gosinu við Litla-Hrút minnki og það endi. „En ef að það er í 70 prósent tilfella þá eru hin 30 prósent öðruvísi svo við verðum bara að sjá.“ Of snemmt sé að segja til um það hvort hraunflæðið hafi minnkað frá því um helgina en greining sé hafin á nýjum gögnum sem safnað var á gossvæðinu í gær. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þoka víða um land: Hafa ekki séð til gossins í nótt Víða um land er lágskýjað og þoka og er lítill vindur á landinu. Flestar mælistöðvar Veðurstofu Íslands sýna minna en fjóra metra á sekúndu. Líklega mun þó birta til í dag og er von á skúrum og þá sérstaklega síðdegis. 1. ágúst 2023 07:44 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Eitthvað minna hefur farið fyrir eldgosinu á vefmyndavélum fjölmiðla en áður. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er erfitt að meta stöðuna út frá því myndefni, einkum þegar þoka hefur byrgt sýn á svæðinu eins og í nótt. Greinilegt sé að gosið malli áfram og náið verði fylgst með því hvernig dagurinn fari. Von er á niðurstöðum nýrra hraunflæðimælinga síðar í dag en um helgina var greint frá því að framleiðni gossins hafi minnkað töluvert frá því það hófst þann 10. júlí síðastliðinn. Er það mat sérfræðinga að goslok séu möguleg eftir eina til tvær vikur ef áfram dregur úr framleiðni gossins með sama hraða. Magnús Tumi segir að ef horft sé til sögunnar og þróunar fyrri eldgosa sé það líklegasta niðurstaðan að krafturinn í gosinu við Litla-Hrút minnki og það endi. „En ef að það er í 70 prósent tilfella þá eru hin 30 prósent öðruvísi svo við verðum bara að sjá.“ Of snemmt sé að segja til um það hvort hraunflæðið hafi minnkað frá því um helgina en greining sé hafin á nýjum gögnum sem safnað var á gossvæðinu í gær.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þoka víða um land: Hafa ekki séð til gossins í nótt Víða um land er lágskýjað og þoka og er lítill vindur á landinu. Flestar mælistöðvar Veðurstofu Íslands sýna minna en fjóra metra á sekúndu. Líklega mun þó birta til í dag og er von á skúrum og þá sérstaklega síðdegis. 1. ágúst 2023 07:44 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Þoka víða um land: Hafa ekki séð til gossins í nótt Víða um land er lágskýjað og þoka og er lítill vindur á landinu. Flestar mælistöðvar Veðurstofu Íslands sýna minna en fjóra metra á sekúndu. Líklega mun þó birta til í dag og er von á skúrum og þá sérstaklega síðdegis. 1. ágúst 2023 07:44