Acox: Sótti innblástur í Drake í sínum fyrstu lögum Aron Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2023 09:01 Acox sendi frá sér sína fyrstu smáskífu á dögunum Aðsend mynd Kristófer Acox hefur haft í nægu að snúast undanfarna mánuði á meðan körfuboltadeildin hér heima er í fríi. Á dögunum opinberaði hann óvænta hlið á sér er hann gaf út smáskífuna Bjartar nætur undir listamannsnafninu Acox. Smáskífan inniheldur tvö lög, Hún vill koma nær og Fyrir þig. Kristófer segir að listamaðurinn hafi kannski blundað innst innra með sér í einhvern tíma. „Þetta er eitthvað sem við byrjuðum að leika okkur með í fyrra og eftir síðasta tímabil hefur maður haft meiri frítíma til þess pæla aðeins í þessu. Þetta byrjaði sem smá djók en hefur nú endað í lögum sem við ákváðum að gefa út. Ég er bara mjög stoltur af því að hafa stigið svolítið út fyrir minn þægindaramma og leyft fólki að sjá aðra hlið á mér.“ Óvíst sé þó á þessari stundu hvort þetta sé eitthvað sem hann muni taka sér fyrir hendur. „En það er aldrei að vita, ég er allavega mjög ánægður með þetta.“ Hvaðan ertu að sækja innblásturinn í þessi lög sem prýða smáskífuna? „Frá því að ég var ungur strákur hef ég alltaf verið með tónlist í gangi í kringum mig, hlustað mikið á rapp sem og R&B tónlist. Þetta eru tvö mismunandi lög, Hún vill koma nær er kannski svona meira sumarhittari með dansfíling og skírskotun í popp en í Fyrir þig sæki ég innblástur í einn af mínum uppáhalds listamönnum, Drake. Ég er mikill Drake-maður og er í sama gír og Jón Bjarni, Ásgeir og strákarnir sem eru að vinna þetta með mér. Þetta er svona svipað sound, sem maður er kannski ekki alveg vanur að heyra, sér í lagi á íslensku. Þetta er eitthvað sem er skemmtilegt að geta nýtt mína djúpu rödd í. Ég hef alltaf vitað að ég gæti sungið, kannski ekki margir sem héldu að ég gæti það en hérna er ég að stíga fram.“ Tónlist Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Smáskífan inniheldur tvö lög, Hún vill koma nær og Fyrir þig. Kristófer segir að listamaðurinn hafi kannski blundað innst innra með sér í einhvern tíma. „Þetta er eitthvað sem við byrjuðum að leika okkur með í fyrra og eftir síðasta tímabil hefur maður haft meiri frítíma til þess pæla aðeins í þessu. Þetta byrjaði sem smá djók en hefur nú endað í lögum sem við ákváðum að gefa út. Ég er bara mjög stoltur af því að hafa stigið svolítið út fyrir minn þægindaramma og leyft fólki að sjá aðra hlið á mér.“ Óvíst sé þó á þessari stundu hvort þetta sé eitthvað sem hann muni taka sér fyrir hendur. „En það er aldrei að vita, ég er allavega mjög ánægður með þetta.“ Hvaðan ertu að sækja innblásturinn í þessi lög sem prýða smáskífuna? „Frá því að ég var ungur strákur hef ég alltaf verið með tónlist í gangi í kringum mig, hlustað mikið á rapp sem og R&B tónlist. Þetta eru tvö mismunandi lög, Hún vill koma nær er kannski svona meira sumarhittari með dansfíling og skírskotun í popp en í Fyrir þig sæki ég innblástur í einn af mínum uppáhalds listamönnum, Drake. Ég er mikill Drake-maður og er í sama gír og Jón Bjarni, Ásgeir og strákarnir sem eru að vinna þetta með mér. Þetta er svona svipað sound, sem maður er kannski ekki alveg vanur að heyra, sér í lagi á íslensku. Þetta er eitthvað sem er skemmtilegt að geta nýtt mína djúpu rödd í. Ég hef alltaf vitað að ég gæti sungið, kannski ekki margir sem héldu að ég gæti það en hérna er ég að stíga fram.“
Tónlist Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira