Megi segja að eldgosið sé að lognast út af Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2023 14:03 Eldgosið við Litla-Hrút er ekkert sérstaklega tilkomumikið lengur. Stöð 2/Arnar Verulega hefur dregið úr gosóróa í eldgosinu við Litla-Hrút og að óbreyttu má gera ráð fyrir því að því ljúki á allra næstu dögum. „Óróinn heldur áfram að minnka sem sýnir að það er enn þá eitthvað til að draga úr. Ef það er eitthvað að draga úr þá er enn þá eitthvað í gangi, maður myndi halda það. En það er rosalega lítil virkni þannig það má segja að þetta sé að lognast út af,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Í gosmyndavél Vísis má sjá að lítil sem engin virkni er í gosinu: Vendingar geti alltaf orðið Hún segir þó að vert sé að hafa í huga að í eldgosinu í Fagradalsfjalli árið 2021 hafi komið hlé á gosinu sem vörðu í allt að viku. „Þannig að við erum ekki tilbúin til að gefa út goslok alveg strax. Þetta verður endurmetið núna í næstu viku,“ segir Salóme Jórunn. Nýtt hættumat verði gefið út í komandi viku en hún áréttar að þangað til sé hættumat í fullu gildi. „En ef það verða engar vendingar þá má segja að þetta sé að deyja út. En það geta orðið vendingar, það er kannski varnaglinn. En það lítur ekki út fyrir neitt annað núna en að það sé að deyja út.“ Engin dánarvottorð gefin út fyrir eldgos Salóme Jórunn segir að almennt séð hafi ekki verið gefin út dánarvottorð fyrir eldgos. Formlegum goslokum hafi þó stundum verið lýst yfir, meðal annars í eldgosinu á Heimaey enda hafi verið beðið eftir þeim. Þá hafi goslokum verið lýst yfir nokkuð seint í eldgosinu árið 2021 vegna áðurnefndra goshléa. „Það hefur ekki verið neitt goshlé á þessu. Þetta byrjaði bara og er búið að standa yfir í þessar rétt rúmu þrjár vikur. Þannig að ef það verða engar vendingar þá má ætlast til þess að við getum sagt að gosinu sé lokið eftir einhverja daga eða vikur. En það er alltaf betra að horfa á þetta í baksýnisspeglinum. Það er verra að gefa út goslok og vera svo gripinn í bólinu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gosið í dauðateygjunum Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. 4. ágúst 2023 08:19 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
„Óróinn heldur áfram að minnka sem sýnir að það er enn þá eitthvað til að draga úr. Ef það er eitthvað að draga úr þá er enn þá eitthvað í gangi, maður myndi halda það. En það er rosalega lítil virkni þannig það má segja að þetta sé að lognast út af,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Í gosmyndavél Vísis má sjá að lítil sem engin virkni er í gosinu: Vendingar geti alltaf orðið Hún segir þó að vert sé að hafa í huga að í eldgosinu í Fagradalsfjalli árið 2021 hafi komið hlé á gosinu sem vörðu í allt að viku. „Þannig að við erum ekki tilbúin til að gefa út goslok alveg strax. Þetta verður endurmetið núna í næstu viku,“ segir Salóme Jórunn. Nýtt hættumat verði gefið út í komandi viku en hún áréttar að þangað til sé hættumat í fullu gildi. „En ef það verða engar vendingar þá má segja að þetta sé að deyja út. En það geta orðið vendingar, það er kannski varnaglinn. En það lítur ekki út fyrir neitt annað núna en að það sé að deyja út.“ Engin dánarvottorð gefin út fyrir eldgos Salóme Jórunn segir að almennt séð hafi ekki verið gefin út dánarvottorð fyrir eldgos. Formlegum goslokum hafi þó stundum verið lýst yfir, meðal annars í eldgosinu á Heimaey enda hafi verið beðið eftir þeim. Þá hafi goslokum verið lýst yfir nokkuð seint í eldgosinu árið 2021 vegna áðurnefndra goshléa. „Það hefur ekki verið neitt goshlé á þessu. Þetta byrjaði bara og er búið að standa yfir í þessar rétt rúmu þrjár vikur. Þannig að ef það verða engar vendingar þá má ætlast til þess að við getum sagt að gosinu sé lokið eftir einhverja daga eða vikur. En það er alltaf betra að horfa á þetta í baksýnisspeglinum. Það er verra að gefa út goslok og vera svo gripinn í bólinu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gosið í dauðateygjunum Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. 4. ágúst 2023 08:19 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Gosið í dauðateygjunum Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. 4. ágúst 2023 08:19