Náðu aftur ekki að rannsaka áhrif hrauns á innviði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2023 17:01 Ármann segir að næst verði að stökkva fyrr til svo hægt sé að klára þetta stig rannsóknarinnar. Vísir/Arnar Hraun rann ekki yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrúti, þar sem rannsaka átti hvaða áhrif hraunið hefði á innviði, áður en hlé varð á eldgosinu. Rannsóknarprófessor segi greinilegt að bregðast þurfi fyrr við þegar næsta eldgos hefst til þess að hægt sé að ljúka þessu stigi rannsóknarinnar. Fyrir viku síðan var greint frá því í kvöldfréttum á Stöð 2 að vísindamenn við Háskóla Íslands biðu þess í ofvæni að hraun rynni yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrút en þar átti að kanna hvaða áhrif hraunið hefur á mikilvæga innviði sem liggja bæði ofan í jörðu og eru ofan hennar. Á laugardag lýsti Veðurstofa Íslands því yfir að hlé væri komið á eldgosið en enginn órói hefur mælst þar síðan um þrjú síðdegis þann dag. Óvíst er hvort gosinu sé lokið eða hvort aðeins sé komið á það hlé. „Þetta náttúrulega gengur ekki. Tilraunin var sett upp en við fengum ekki hraun yfir. Þá bíðum við bara eftir næsta gosi,“ segir Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknirnar miðast aðallega að því að mæla hita og hvernig og hvenær hann hefur áhrif á lagnir og kapla sem bæði liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. Sömu tilraunir átti að gera árið 2021 en leyfi fékkst of seint. „Við verðum bara að vera sneggri til næst,“ segir Ármann. „Ákvörðun var tekin í seinna fallinu. Það verður bara að taka þessa ákvörðun fyrr næst þannig að við getum komið græjunum fyrir þar sem hraunið rennur örugglega yfir þær.“ Þó að þessi tilraun hafi ekki tekist að þessu sinni sé nóg af gögnum að vinna úr að næsta gosi. „Um breytileika á eðliseiginleikum hraunsins frá upphafi við gígasvæði og fram að jöðrum. Það nýtum við líka í þessi hraunrennslimódel. Þetta hefst eitt skref í einu og vonandi verðum við komin með nokkuð góð módel þegar þetta fer að færast nær okkur,“ segir Ármann. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar taka goshléi fagnandi Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. 6. ágúst 2023 11:01 Engar vísbendingar um að önnur sprunga sé að opnast Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni verða á Reykjanesskaga á næstunni. 6. ágúst 2023 10:38 Lýsa yfir goshléi Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, allavega í bili. 5. ágúst 2023 16:25 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Fyrir viku síðan var greint frá því í kvöldfréttum á Stöð 2 að vísindamenn við Háskóla Íslands biðu þess í ofvæni að hraun rynni yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrút en þar átti að kanna hvaða áhrif hraunið hefur á mikilvæga innviði sem liggja bæði ofan í jörðu og eru ofan hennar. Á laugardag lýsti Veðurstofa Íslands því yfir að hlé væri komið á eldgosið en enginn órói hefur mælst þar síðan um þrjú síðdegis þann dag. Óvíst er hvort gosinu sé lokið eða hvort aðeins sé komið á það hlé. „Þetta náttúrulega gengur ekki. Tilraunin var sett upp en við fengum ekki hraun yfir. Þá bíðum við bara eftir næsta gosi,“ segir Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknirnar miðast aðallega að því að mæla hita og hvernig og hvenær hann hefur áhrif á lagnir og kapla sem bæði liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. Sömu tilraunir átti að gera árið 2021 en leyfi fékkst of seint. „Við verðum bara að vera sneggri til næst,“ segir Ármann. „Ákvörðun var tekin í seinna fallinu. Það verður bara að taka þessa ákvörðun fyrr næst þannig að við getum komið græjunum fyrir þar sem hraunið rennur örugglega yfir þær.“ Þó að þessi tilraun hafi ekki tekist að þessu sinni sé nóg af gögnum að vinna úr að næsta gosi. „Um breytileika á eðliseiginleikum hraunsins frá upphafi við gígasvæði og fram að jöðrum. Það nýtum við líka í þessi hraunrennslimódel. Þetta hefst eitt skref í einu og vonandi verðum við komin með nokkuð góð módel þegar þetta fer að færast nær okkur,“ segir Ármann.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar taka goshléi fagnandi Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. 6. ágúst 2023 11:01 Engar vísbendingar um að önnur sprunga sé að opnast Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni verða á Reykjanesskaga á næstunni. 6. ágúst 2023 10:38 Lýsa yfir goshléi Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, allavega í bili. 5. ágúst 2023 16:25 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Viðbragðsaðilar taka goshléi fagnandi Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. 6. ágúst 2023 11:01
Engar vísbendingar um að önnur sprunga sé að opnast Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni verða á Reykjanesskaga á næstunni. 6. ágúst 2023 10:38