Frosti hleypur með hryssuna Gjöf í taumi út um allt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2023 20:04 Frosti að teyma Gjöf í hesthúsahverfinu í Grindavík. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Samband hundsins Frosta og hryssunnar Gjafar í Grindavík er einstakt því Frosti sér um að halda Gjöf í formi með því að láta hana hlaupa á eftir sér með tauminn hennar í munninum. Þá er eigandi Gjafar búin að kenna henni að brosa. Sylvía Sól Magnúsdóttir er mögnuð stelpa í Grindavík, sem er með nokkra hesta í hesthúsahverfi bæjarins og svo á hún hundinn Frosta, sem er þriggja ára. Mamma Sylvíu, Jóhanna er með hestaleigu þar sem alltaf er nóg að gera og hún er líka með reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Hryssan Gjöf er ansi mögnuð og Frosti ekki síður því þau fara daglega út að hlaupa saman og stundum nokkrum sinnum á dag. Hann er þá með taum hryssunnar í munninum. „Honum finnst mjög gaman að teyma hross yfirhöfuð. Ég á til dæmis myndband af honum gera þetta þegar hann var þriggja mánaða með Gjöf, þannig að hann hefur haft áhuga á þessu lengi,” segir Sylvía Sól. Frosti elskar að fara á hestbak á Gjöf. Hér eru þau með eiganda sínum, Sylvíu Sól Magnúsdóttur í Grindavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Frosti alltaf spenntur að fara út að hlaupa með hryssuna ? „Já, alltaf spenntur, maður sér það því ef maður setur múlinn á Gjöf þá er hann alltaf tilbúin að taka við taumnum.” Og hvað finnst hestunum um þetta? „Gjöf finnst þetta ekkert mál en þau taka þessu mismunandi, það eru ekkert allir sem geta þetta, ekki allir sem vilja láta hann teyma sig,” segir Sylvía Sól En þetta hlýtur að létta á þínum störfum að þurfa ekki að hreyfa hrossið jafn mikið ? „Já, það er fínt að geta sent hann bara út að skokka með hrossin”, segir hún hlægjandi. Sylvía Sól segir Frosta magnaðan og skemmtilegan hund. „Já, hann er mjög skemmtilegur og orkumikill hundur alveg fluggáfaður, rosalega fljótur að læra. Mér finnst það lýsa honum best. Svo finnst honum mjög gaman að fara á hestbak eins og mér,” segir Sylvía montinn með Frosta sinn. En hvað finnst mömmu Sylvíu um þessa hæfileika Frosta og Gjafar? „Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og gaman að fylgjast með þeim og Sylvíu og hundinum saman, þau eru bara eitt. Hryssan er líka bara einstök að leyfa Frosta þetta, ég myndi ekki treysta hvaða hesti, sem er að fara með honum, það yrði örugglega akkúrat í hina áttina,” segir Jóhanna Harðardóttir. Jóhanna mamma Sylvíu er mjög stolt af henni og því, sem hún hefur kennt Frosta og hestunum, ekki síst henni Gjöf.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki allt búið því Sylvía hefur kennt Gjöf að brosa þegar hún biður hana um það og fær hún hryssan sérstök verðlaun í staðinn. Það er gott að brosa hvort sem þú ert hestur eða maður eins og Gjöf sýnir hér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sylvía segir að það hafi ekki verið neitt mál að kenna Gjöf að "brosa" enda sé hún æðisleg hryssa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Hestar Landbúnaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Sjá meira
Sylvía Sól Magnúsdóttir er mögnuð stelpa í Grindavík, sem er með nokkra hesta í hesthúsahverfi bæjarins og svo á hún hundinn Frosta, sem er þriggja ára. Mamma Sylvíu, Jóhanna er með hestaleigu þar sem alltaf er nóg að gera og hún er líka með reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Hryssan Gjöf er ansi mögnuð og Frosti ekki síður því þau fara daglega út að hlaupa saman og stundum nokkrum sinnum á dag. Hann er þá með taum hryssunnar í munninum. „Honum finnst mjög gaman að teyma hross yfirhöfuð. Ég á til dæmis myndband af honum gera þetta þegar hann var þriggja mánaða með Gjöf, þannig að hann hefur haft áhuga á þessu lengi,” segir Sylvía Sól. Frosti elskar að fara á hestbak á Gjöf. Hér eru þau með eiganda sínum, Sylvíu Sól Magnúsdóttur í Grindavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Frosti alltaf spenntur að fara út að hlaupa með hryssuna ? „Já, alltaf spenntur, maður sér það því ef maður setur múlinn á Gjöf þá er hann alltaf tilbúin að taka við taumnum.” Og hvað finnst hestunum um þetta? „Gjöf finnst þetta ekkert mál en þau taka þessu mismunandi, það eru ekkert allir sem geta þetta, ekki allir sem vilja láta hann teyma sig,” segir Sylvía Sól En þetta hlýtur að létta á þínum störfum að þurfa ekki að hreyfa hrossið jafn mikið ? „Já, það er fínt að geta sent hann bara út að skokka með hrossin”, segir hún hlægjandi. Sylvía Sól segir Frosta magnaðan og skemmtilegan hund. „Já, hann er mjög skemmtilegur og orkumikill hundur alveg fluggáfaður, rosalega fljótur að læra. Mér finnst það lýsa honum best. Svo finnst honum mjög gaman að fara á hestbak eins og mér,” segir Sylvía montinn með Frosta sinn. En hvað finnst mömmu Sylvíu um þessa hæfileika Frosta og Gjafar? „Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og gaman að fylgjast með þeim og Sylvíu og hundinum saman, þau eru bara eitt. Hryssan er líka bara einstök að leyfa Frosta þetta, ég myndi ekki treysta hvaða hesti, sem er að fara með honum, það yrði örugglega akkúrat í hina áttina,” segir Jóhanna Harðardóttir. Jóhanna mamma Sylvíu er mjög stolt af henni og því, sem hún hefur kennt Frosta og hestunum, ekki síst henni Gjöf.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki allt búið því Sylvía hefur kennt Gjöf að brosa þegar hún biður hana um það og fær hún hryssan sérstök verðlaun í staðinn. Það er gott að brosa hvort sem þú ert hestur eða maður eins og Gjöf sýnir hér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sylvía segir að það hafi ekki verið neitt mál að kenna Gjöf að "brosa" enda sé hún æðisleg hryssa.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Hestar Landbúnaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Sjá meira