„Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. ágúst 2023 06:31 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir stöðu leikskólamála í borginni betri en í flestum öðrum sveitarfélögum. Vísir/Vilhelm Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk Leikskólar hefja nú margir starfsemi sína eftir sumarfrí en ekki er ljóst hversu mörg börn bíða innritunar að sögn borgarstjóra. Búið sé að kalla eftir þeim upplýsingum og muni málið skýrast á næstu vikum. Foreldrar hafa löngum kallað eftir aðgerðum vegna þess úrræðaleysis sem hefur verið í leikskólamálum borgarinnar og stóðu þau meðal annars fyrir fjölmörgum mótmælum síðasta vetur vegna stöðunnar. Borgarfulltrúi minnihlutans í skóla- og frístundaráði sagði í byrjun ágúst að allt stefndi í enn verra ástand í leikskólamálum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Meðalaldur barna sem hæfu leikskólagöngu væri sífellt að hækka og að staðan væri grafalvarleg. Borgarstjóri á ekki von á miklum breytingum í vetur. „Ég á von á því að staðan verði svipuð í Reykjavík og undanfarin ár en betri en í flestum öðrum sveitarfélögum,“ segir Dagur. „Við verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk eins og Reykjavík hefur verið undanfarin ár.“ Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Ólga hefur verið meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Dagur segir ekkert slíkt í kortunum hjá borginni. Aðspurður hvort það komi til greina að ráðast í sambærilegar aðgerðir og Kópavogsbær hristir Dagur höfuðið. „Að hækka gjöldin þannig að þeir sem hafa minnst á milli handanna nýti sér ekki leikskóla? Nei það er ekki okkar stefna og við förum ekki þá leið. Þvert á móti held ég að það sé ofboðslega mikilvægt að koma til móts við barnafjölskyldur í verðbólgu.“ Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. 3. ágúst 2023 06:45 Augljóst að eitthvað sé að þegar veikindadagar eru 39 á ári Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 3. ágúst 2023 13:06 Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Leikskólar hefja nú margir starfsemi sína eftir sumarfrí en ekki er ljóst hversu mörg börn bíða innritunar að sögn borgarstjóra. Búið sé að kalla eftir þeim upplýsingum og muni málið skýrast á næstu vikum. Foreldrar hafa löngum kallað eftir aðgerðum vegna þess úrræðaleysis sem hefur verið í leikskólamálum borgarinnar og stóðu þau meðal annars fyrir fjölmörgum mótmælum síðasta vetur vegna stöðunnar. Borgarfulltrúi minnihlutans í skóla- og frístundaráði sagði í byrjun ágúst að allt stefndi í enn verra ástand í leikskólamálum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Meðalaldur barna sem hæfu leikskólagöngu væri sífellt að hækka og að staðan væri grafalvarleg. Borgarstjóri á ekki von á miklum breytingum í vetur. „Ég á von á því að staðan verði svipuð í Reykjavík og undanfarin ár en betri en í flestum öðrum sveitarfélögum,“ segir Dagur. „Við verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk eins og Reykjavík hefur verið undanfarin ár.“ Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Ólga hefur verið meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Dagur segir ekkert slíkt í kortunum hjá borginni. Aðspurður hvort það komi til greina að ráðast í sambærilegar aðgerðir og Kópavogsbær hristir Dagur höfuðið. „Að hækka gjöldin þannig að þeir sem hafa minnst á milli handanna nýti sér ekki leikskóla? Nei það er ekki okkar stefna og við förum ekki þá leið. Þvert á móti held ég að það sé ofboðslega mikilvægt að koma til móts við barnafjölskyldur í verðbólgu.“
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. 3. ágúst 2023 06:45 Augljóst að eitthvað sé að þegar veikindadagar eru 39 á ári Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 3. ágúst 2023 13:06 Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. 3. ágúst 2023 06:45
Augljóst að eitthvað sé að þegar veikindadagar eru 39 á ári Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 3. ágúst 2023 13:06
Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00