Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2023 14:26 Fánunum var flaggað við bæjarskrifstofurnar í gær. Arnar Jónsson Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir málið afar leitt. Hún segir að nýjum fánum verði flaggað seinna í dag. „Þetta sýnir okkur mikilvægi þess að halda þessari baráttu á lofti,“ segir Regína í samtali við Vísi. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Egill Heiðar Reyr Ágústsson, sem rekur fyrirtækið Á. Óskarsson, flaggaði hinsegin fána á fánastöng fyrirtækisins á sunnudag. Við honum blasti leiðinleg sjón í morgun þegar búið var að skera niður fánann. „Bandið á stönginni var tekið niður líka, þannig að það var erfitt að flagga nýjum fána, við þurftum að taka stöngina niður til þess,“ segir Heiðar. Hópurinn Saman við stöndum, sem Heiðar tilheyrir, ætlar að vera með vagn í gleðigöngunni á laugardaginn. Heiðar segir hópinn hafa ætlað að skreyta vagninn með fánanum því hann væri óvenju stór og fallegur. Nú sé það ekki hægt vegna þess að hann var tekinn. Að sögn Heiðars hefur atvikið verið kært til lögreglu, en engar upplýsingar var að fá frá lögreglunni í tengslum við málið. Ófá dæmi Það sama gerðist á dögunum þegar hinsegin fánar voru skornir niður við bensínstöð Orkunnar við Bústaðaveg. „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð,“ sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga um málið. „Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Þá var hinseginfáni við bensínstöð Orkunnar við Suðurfell sömuleiðis skorinn niður í fyrra. Á sunnudaginn greindi Vísir frá því að poka fullum af hundaskít hafði verið komið fyrir undir hinseginfána í Sandgerði. Regnbogagata máluð í gær Í gær, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, var regnbogagata máluð fyrir framan félagsheimilið Hlégarð af bæjarfulltrúum í tilefni hinsegin daga og afmælisins. „Síðustu misseri hefur orðið vart bakslags í þeirri mannréttindabaráttu sem hinsegin samfélagið hefur leitt og á það sérstaklega við um málefni og hagsmuni trans fólks,“ segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Bæjarráð hvetur íbúa til þess að sýna mannréttindabaráttu hinsegin fólks mikilvægan stuðning með því að taka þátt í dagskrá hinsegin daga. Mosfellsbær Hinsegin dagar hófust á mánudaginn. Fjölbreytt dagskrá hefur verið síðan þá og á laugardaginn klukkan tvö verður gleðigangan gengin í 23. skiptið. Fréttin hefur verið uppfærð. Hinsegin Mosfellsbær Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir málið afar leitt. Hún segir að nýjum fánum verði flaggað seinna í dag. „Þetta sýnir okkur mikilvægi þess að halda þessari baráttu á lofti,“ segir Regína í samtali við Vísi. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Egill Heiðar Reyr Ágústsson, sem rekur fyrirtækið Á. Óskarsson, flaggaði hinsegin fána á fánastöng fyrirtækisins á sunnudag. Við honum blasti leiðinleg sjón í morgun þegar búið var að skera niður fánann. „Bandið á stönginni var tekið niður líka, þannig að það var erfitt að flagga nýjum fána, við þurftum að taka stöngina niður til þess,“ segir Heiðar. Hópurinn Saman við stöndum, sem Heiðar tilheyrir, ætlar að vera með vagn í gleðigöngunni á laugardaginn. Heiðar segir hópinn hafa ætlað að skreyta vagninn með fánanum því hann væri óvenju stór og fallegur. Nú sé það ekki hægt vegna þess að hann var tekinn. Að sögn Heiðars hefur atvikið verið kært til lögreglu, en engar upplýsingar var að fá frá lögreglunni í tengslum við málið. Ófá dæmi Það sama gerðist á dögunum þegar hinsegin fánar voru skornir niður við bensínstöð Orkunnar við Bústaðaveg. „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð,“ sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga um málið. „Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Þá var hinseginfáni við bensínstöð Orkunnar við Suðurfell sömuleiðis skorinn niður í fyrra. Á sunnudaginn greindi Vísir frá því að poka fullum af hundaskít hafði verið komið fyrir undir hinseginfána í Sandgerði. Regnbogagata máluð í gær Í gær, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, var regnbogagata máluð fyrir framan félagsheimilið Hlégarð af bæjarfulltrúum í tilefni hinsegin daga og afmælisins. „Síðustu misseri hefur orðið vart bakslags í þeirri mannréttindabaráttu sem hinsegin samfélagið hefur leitt og á það sérstaklega við um málefni og hagsmuni trans fólks,“ segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Bæjarráð hvetur íbúa til þess að sýna mannréttindabaráttu hinsegin fólks mikilvægan stuðning með því að taka þátt í dagskrá hinsegin daga. Mosfellsbær Hinsegin dagar hófust á mánudaginn. Fjölbreytt dagskrá hefur verið síðan þá og á laugardaginn klukkan tvö verður gleðigangan gengin í 23. skiptið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hinsegin Mosfellsbær Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent