Jöfn barátta á toppnum á Urriðavelli Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 16:07 Andri Þór Björnsson lék frábærlega fyrstu níu holurnar á Íslandsmótinu í dag. mynd/golf.is Stór hópur kylfinga hefur nú lokið eða er langt kominn með fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi, á Urriðavelli. Baráttan er jöfn á toppnum. Andri Þór Björnsson og Hákon Örn Magnússon, báðir úr GR, eru efstir þegar þetta er skrifað á -4 höggum, eftir 17 og 16 holur. Andri fékk heila fimm fugla á fyrri níu holunum en hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir á seinni hlutanum. Af þeim sem komnir eru í hús er Jóhannes Guðmundsson efstur á -3 höggum. Hann fékk sjö fugla á hringnum en einnig tvöfaldan skolla og tvo skolla. Guðmundur Rúnar Hallg´rimsson og Logi Sigurðsson luku deginum á -2 höggum, líkt og atvinnumaðurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leikið fyrstu 15 holurnar á. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Kristján Þór Einarsson, er hins vegar í 35. sæti á +3 höggum eftir 15 holur, eftir að hafa fengið tvöfaldan skolla á fimmtándu holunni. Hjá konunum er engin búin með fyrsta hring en toppbaráttan jöfn og spennandi. Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir hafa leikið best eða á -1 höggi, eftir 15 holur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á pari eftir sama holufjölda, eftir að hafa fengið þrjá skolla á fyrri níu holunum en svo fugla á 11., 14. og 15. holu. Stöðuna á mótinu má finna hér. Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Andri Þór Björnsson og Hákon Örn Magnússon, báðir úr GR, eru efstir þegar þetta er skrifað á -4 höggum, eftir 17 og 16 holur. Andri fékk heila fimm fugla á fyrri níu holunum en hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir á seinni hlutanum. Af þeim sem komnir eru í hús er Jóhannes Guðmundsson efstur á -3 höggum. Hann fékk sjö fugla á hringnum en einnig tvöfaldan skolla og tvo skolla. Guðmundur Rúnar Hallg´rimsson og Logi Sigurðsson luku deginum á -2 höggum, líkt og atvinnumaðurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leikið fyrstu 15 holurnar á. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Kristján Þór Einarsson, er hins vegar í 35. sæti á +3 höggum eftir 15 holur, eftir að hafa fengið tvöfaldan skolla á fimmtándu holunni. Hjá konunum er engin búin með fyrsta hring en toppbaráttan jöfn og spennandi. Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir hafa leikið best eða á -1 höggi, eftir 15 holur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á pari eftir sama holufjölda, eftir að hafa fengið þrjá skolla á fyrri níu holunum en svo fugla á 11., 14. og 15. holu. Stöðuna á mótinu má finna hér.
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira