Níu ára strákur í Kópavogi ætlar að verða heimsfrægur söngvari Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. ágúst 2023 20:07 Herbergið hjá Alex Óla er fullt af bikurum og verðlaunapeningum, sem hann hefur fengið í samkvæmisdönsum með Ísabellu Birtu. Alex Óli hefur vakið mikla athygli eftir að hann sigraði í söngvakeppni barna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég ætla að verða heimsfrægur söngvari og mjög góður dansari “, segir níu ára strákur í Kópavogi, sem vann söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það er ekki nóg með að strákurinn sé góður að syngja því hann hefur fengið fimmtán bikara og þrjátíu verðlaunapeninga í keppnum í samkvæmisdansi. Hér erum við að tala um Alex Óla Jónsson, sem kom sá og sigraði í söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu helgi í flokknum níu til þrettán ára. Hann söng lagið „Lítil drengur“ og sló algjörlega í gegn með fallegum og einlægum flutningi. „Ég fæddist með svo flotta rödd. Ég byrjaði að syngja þegar ég var eitthvað lítill og ég söng líka í brúðkaupinu hjá mömmu minni og pabba, þar söng ég „Maístjörnuna“, segir Alex Óli. Og brekkan söng með þér og klappaði í Vestmannaeyjum? „Já, ég vildi að ég gæti gert þetta alveg hundrað milljón sinnum, þetta var geðveikt.“ Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla bara að vera frægur söngvari, heimsfrægur og mjög góður dansari,“ segir Alex Óli brosandi. Það er ekki nóg með að Alex Óli sé góður að syngja því hann er líka að læra samkvæmisdans og hefur unnið til fjölda verðlauna í dansinum með dansfélaga sínum, sem heitir Ísabella Birta Unnarsdóttir og er líka níu ára. „Við erum búin að keppa á rosalega mörgum mótum og alveg fullt í útlöndum,“ segir Alex Óli. Foreldrar Alex Óla og litli bróðir hans, Erik Óli, sjö ára eru að rifna úr stolti af söngvaranum og dansaranum á heimilinu. Hvernig leið ykkur í Eyjum þegar hann var að syngja? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því, maður var með tárin í augunum og ótrúlega stolt bara,“ segir Þórunn Anna Ólafsdóttir. „Hann vaknar syngjandi og sofnar syngjandi og svo er hann að dansa, hann er ótrúlega hæfileikaríkur,“ segir Jón Rúnar Gíslason. Og Alex Óli tekur stundum lagið með pabba sínum, sem spilar þá á gítar og þá er stundum sungið á ensku. Kópavogur Þjóðhátíð í Eyjum Dans Krakkar Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Alex Óla Jónsson, sem kom sá og sigraði í söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu helgi í flokknum níu til þrettán ára. Hann söng lagið „Lítil drengur“ og sló algjörlega í gegn með fallegum og einlægum flutningi. „Ég fæddist með svo flotta rödd. Ég byrjaði að syngja þegar ég var eitthvað lítill og ég söng líka í brúðkaupinu hjá mömmu minni og pabba, þar söng ég „Maístjörnuna“, segir Alex Óli. Og brekkan söng með þér og klappaði í Vestmannaeyjum? „Já, ég vildi að ég gæti gert þetta alveg hundrað milljón sinnum, þetta var geðveikt.“ Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla bara að vera frægur söngvari, heimsfrægur og mjög góður dansari,“ segir Alex Óli brosandi. Það er ekki nóg með að Alex Óli sé góður að syngja því hann er líka að læra samkvæmisdans og hefur unnið til fjölda verðlauna í dansinum með dansfélaga sínum, sem heitir Ísabella Birta Unnarsdóttir og er líka níu ára. „Við erum búin að keppa á rosalega mörgum mótum og alveg fullt í útlöndum,“ segir Alex Óli. Foreldrar Alex Óla og litli bróðir hans, Erik Óli, sjö ára eru að rifna úr stolti af söngvaranum og dansaranum á heimilinu. Hvernig leið ykkur í Eyjum þegar hann var að syngja? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því, maður var með tárin í augunum og ótrúlega stolt bara,“ segir Þórunn Anna Ólafsdóttir. „Hann vaknar syngjandi og sofnar syngjandi og svo er hann að dansa, hann er ótrúlega hæfileikaríkur,“ segir Jón Rúnar Gíslason. Og Alex Óli tekur stundum lagið með pabba sínum, sem spilar þá á gítar og þá er stundum sungið á ensku.
Kópavogur Þjóðhátíð í Eyjum Dans Krakkar Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira