Andri leiðir hjá körlunum en Hulda og Ragnhildur deila forystunni kvennamegin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2023 19:48 Andri Þór Björnsson leiðir eftir fyrista hring á Íslandsmótinu í golfi. Aurelien Meunier/Getty Images Langflestir kylfingar hafa nú lokið leik á fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi. Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur leiðir á fjórum höggum undir pari, en í kvennaflokki eru þær Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur jafnar á toppnum. Andri Þór lék frábærlega á fyrri níu holunum á Urriðavelli í dag þar sem hann fékk alls fimm fugla. Hann náði þó ekki að halda þeirri frábæru spilamennsku áfram á seinni níu og er því með naumt forskot á þá Jóhannes Guðmundsson og Hákon Örn Magnússon sem léku á þremur höggum undir pari. Í kvennaflokki voru þær Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir þær einu sem léku undir pari og kláruðu þær báðar á 70 höggum, eða einu höggi undir pari vallarins. Andrea Ýr Ásmundsdóttir fylgir þó fast á hæla þeirra á einu höggi yfir pari og þar á eftir koma þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Anna Júlía Ólafsdóttir á tveimur höggum yfir pari. Íslandsmótið í golfi heldur svo áfram í fyrramálið. Fyrstu kylfingar fara af stað klukkan 07:30 og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi. Íslandsmótið í golfi Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Andri Þór lék frábærlega á fyrri níu holunum á Urriðavelli í dag þar sem hann fékk alls fimm fugla. Hann náði þó ekki að halda þeirri frábæru spilamennsku áfram á seinni níu og er því með naumt forskot á þá Jóhannes Guðmundsson og Hákon Örn Magnússon sem léku á þremur höggum undir pari. Í kvennaflokki voru þær Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir þær einu sem léku undir pari og kláruðu þær báðar á 70 höggum, eða einu höggi undir pari vallarins. Andrea Ýr Ásmundsdóttir fylgir þó fast á hæla þeirra á einu höggi yfir pari og þar á eftir koma þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Anna Júlía Ólafsdóttir á tveimur höggum yfir pari. Íslandsmótið í golfi heldur svo áfram í fyrramálið. Fyrstu kylfingar fara af stað klukkan 07:30 og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.
Íslandsmótið í golfi Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira