Kynbundinn launamunur kom framkvæmdastjóranum á óvart Árni Sæberg skrifar 11. ágúst 2023 14:01 Kristín S. Hjálmtýsdóttir er framkvæmdastjóri Rauða krossins. Vísir/Baldur Kærunefnd jafnréttismála komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Rauði krossinn hefði gerst sekur um kynbundinn launamun gagnvart konu sem starfaði sem talsmaður hælisleitenda. Heimildir herma að það hafi gerst í fleiri tilvikum. Kristín S. Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Rauða Krossins, segir að úrskurður kærunefndarinnar hafi komið sér á óvart. Samtökin hafi lagt sig í líma til að tryggja jöfn laun kynjanna lengi. „Á þessum tíma árið 2011 þegar við vorum að innleiða jafnlaunavottun, þá er niðurstaða fyrstu vottunarinnar að óútskýrður launamunur kynjanna hjá Rauða krossinum var þrjú prósent, sem er langt undir landsmeðaltali á þessum tíma, og nú höfum við farið í gegnum vottunina þrisvar án athugasemda. Þannig að auðvitað kom þetta okkur á óvart þessi úrskurður,“ segir hún. Ætlar að hafa samband við hinar tvær Heimildir fréttastofu herma að tvær aðrar konur í sömu deild hafi einnig orðið fyrir barðinu á kynbundnum launamun í störfum sínum fyrir rauða krossinn. „Við erum náttúrlega að skoða þetta mál núna og það sem ég mun gera eftir helgi er að hafa samband við þessa starfsmenn, fara yfir málin með þeim. Komast að því hvað það er sem út af stendur eftir þeirra starfsfólk. Við erum bara að skoða þetta núna af því að, í rauninni, það séu fleiri sem eru ósáttir við starfslok hjá Rauða krossinum, fyrir að verða tveimur árum, það kom mér töluvert á óvart.“ segir Kristín. Sambandið hafi alltaf verið gott Þá herma heimildir að konurnar tvær hafi ekki treyst sér til þess að fara með málið til kærunefndar jafnréttismála og þær hafi hvorki fengið afturvirka leiðréttingu né afsökunarbeiðni. Kristín segist ekki geta rætt mál einstakra starfsmanna „Samband okkar við starfsfólkið var alltaf mjög gott, við kvöddumst í gleði þegar samningnum lauk við dómsmálaráðuneytið. Þess vegna hættu fimmtán manns úr þessum talsmannahópi.“ Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, baðst undan viðtali vegna málsins. Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Kristín S. Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Rauða Krossins, segir að úrskurður kærunefndarinnar hafi komið sér á óvart. Samtökin hafi lagt sig í líma til að tryggja jöfn laun kynjanna lengi. „Á þessum tíma árið 2011 þegar við vorum að innleiða jafnlaunavottun, þá er niðurstaða fyrstu vottunarinnar að óútskýrður launamunur kynjanna hjá Rauða krossinum var þrjú prósent, sem er langt undir landsmeðaltali á þessum tíma, og nú höfum við farið í gegnum vottunina þrisvar án athugasemda. Þannig að auðvitað kom þetta okkur á óvart þessi úrskurður,“ segir hún. Ætlar að hafa samband við hinar tvær Heimildir fréttastofu herma að tvær aðrar konur í sömu deild hafi einnig orðið fyrir barðinu á kynbundnum launamun í störfum sínum fyrir rauða krossinn. „Við erum náttúrlega að skoða þetta mál núna og það sem ég mun gera eftir helgi er að hafa samband við þessa starfsmenn, fara yfir málin með þeim. Komast að því hvað það er sem út af stendur eftir þeirra starfsfólk. Við erum bara að skoða þetta núna af því að, í rauninni, það séu fleiri sem eru ósáttir við starfslok hjá Rauða krossinum, fyrir að verða tveimur árum, það kom mér töluvert á óvart.“ segir Kristín. Sambandið hafi alltaf verið gott Þá herma heimildir að konurnar tvær hafi ekki treyst sér til þess að fara með málið til kærunefndar jafnréttismála og þær hafi hvorki fengið afturvirka leiðréttingu né afsökunarbeiðni. Kristín segist ekki geta rætt mál einstakra starfsmanna „Samband okkar við starfsfólkið var alltaf mjög gott, við kvöddumst í gleði þegar samningnum lauk við dómsmálaráðuneytið. Þess vegna hættu fimmtán manns úr þessum talsmannahópi.“ Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, baðst undan viðtali vegna málsins.
Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira