Hægt að mynda „hvaða stjórn sem er“ með „böggles“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2023 07:01 Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, skemmtir sér konunglega við að rýna í niðurstöður könnunar Gallup á framburði nafnsins Bugles. Vísir/Vilhelm Mikill meirihluti landsmanna ber nafn snakksins Bugles fram sem „Böggles.“ Minnihluti notar enskan framburð og kallar það „Bjúgels“ á meðan enn minni hluti landsmanna kallar það „Bugles.“ Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar. Stjórnmálafræðingur segir stuðningsmenn allra flokka á Íslandi sammála um framburðinn. „Ég hafði að vísu aldrei heyrt um þetta ágæta vörumerki, hvað þá að ég hafi haft einhverja skoðun á því hvort það ætti að segja böggles eða bjúgels, hins vegar ræddi ég þetta við dóttur mína og hún vissi allt um þetta,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, sem mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi niðurstöður könnunarinnar sem nýlega var framkvæmd var af Gallup. Þar eru landsmenn spurðir að því hvernig þeir bera fram heitið á Bugles snakki en könnunin er gerð fyrir auglýsingastofuna ENNEMM. 907 manns svöruðu könnuninni. Í ljós kemur að 80,2 prósent landsmanna segir „Böggles,“ á meðan 14,8 prósent segir „Bjúgels.“ 4,0 prósent landsmanna ber nafn snakksins fram sem „Bugles“ og 1,1 prósent segir nafnið á annan máta. Afgerandi niðurstaða „Ég hef heldur ekki neitt sérstakt vit á framburði, þannig það má spyrja sig hvern djöfulinn ég sé að gera hér og svarið er nú eiginlega það að ég hef verið að túlka skoðanakannanir í fjörutíu ár, þannig ég er ekki alveg ókunnugur því hvort að munurinn sé mikill eða lítill og svo þegar ég var beðinn um þetta þá fannst mér þetta skemmtilegt viðfangsefni.“ Ólafur segir allt hafa verið gert eftir bókinni við gerð könnunarinnar. Um sé að ræða netkönnun sem tilefni sé til til þess að taka fullt mark á. Hún sé afgerandi og valdi engilsaxneskum aðdáendum verulegum vonbrigðum. „Böggles“ sé mest sagt af öllum hópum landsins. Bugles snakkið þekkist helst á lögun snakksins sem ófáir krakkar hafa sett á fingur sér og þar með verið með „nornafingur.“Wikipedia Yngstu hallari undir enska framburðinn „Það sem er mest sláandi er að þessi mikli yfirburðarsigur „böggles“ endurspeglast í öllum þessum hópum. Á sumum þessara breytna er samt svoldill munur, ef við skoðum fyrst kyn þá er eiginlega enginn munur. Konur eru ekkert líklegri en karlar til að vera með annan hvern framburðinn.“ Munurinn sé jafnframt lítill þegar kemur að tekjum og menntun, þó að þeir sem lokið hafa grunnskólaprófi eru líklegri til þess að segja „böggles“ heldur en þeir sem lokið hafi framhaldsskólaprófi eða háskólaprófi. „Það eru fyrst og fremst þeir yngstu sem skera sig frá þegar litið er til aldurs, það kemur kannski ekki á óvart en þeir eru miklu hallari undir það að nota enska framburðinn og um fjórðungur sem segir „bjúgels“ miðað við að það er 10 til 15 prósent í flestum öðrum hópum.“ „Böggles“ stærsta sameiningartáknið Ólafur segir þá sjást greinilegan landshlutamun í könnuninni. 72 prósent Reykvíkinga segi „böggels“ en 25 prósent „bjúgels.“ „Á meðan að þeir sem segja „bjúgels“ á landsbyggðinni eru bara sjö prósent. Þannig að landsbyggðarmennirnir eru íslensku skotnari ef að svo má segja.“ Þegar viðkemur stjórnmálaskoðunum fólks segir Ólafur ekki eins greinilegan mun á því hvernig fólk ber fram nafn snakksins. „Stuðningsmenn allra flokka eru yfirgnæfandi með íslenska framburðinum. Þannig að þegar að kemur að því, sem verður nú áreiðanlega fljótlega, að þegar það verður myndað ríkisstjórn á grundvelli þessa mikilvæga klofningsþáttar þá er í rauninni hægt að mynda hvaða stjórn sem er. Þeir sem helst yrðu í stjórnarandstæðu væru, sörpræs sörpræs, Píratar en samt eru næstum því tveir þriðju Pírata sem eru með íslenska framburðinum. Hins vegar skera þeir sig úr því þriðjungur Píratanna eru með enska framburðinn.“ Könnunina má skoða hér fyrir neðan. Bugles-Gallup-1_(2)PDF166KBSækja skjal Skoðanakannanir Matur Íslensk tunga Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Ég hafði að vísu aldrei heyrt um þetta ágæta vörumerki, hvað þá að ég hafi haft einhverja skoðun á því hvort það ætti að segja böggles eða bjúgels, hins vegar ræddi ég þetta við dóttur mína og hún vissi allt um þetta,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, sem mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi niðurstöður könnunarinnar sem nýlega var framkvæmd var af Gallup. Þar eru landsmenn spurðir að því hvernig þeir bera fram heitið á Bugles snakki en könnunin er gerð fyrir auglýsingastofuna ENNEMM. 907 manns svöruðu könnuninni. Í ljós kemur að 80,2 prósent landsmanna segir „Böggles,“ á meðan 14,8 prósent segir „Bjúgels.“ 4,0 prósent landsmanna ber nafn snakksins fram sem „Bugles“ og 1,1 prósent segir nafnið á annan máta. Afgerandi niðurstaða „Ég hef heldur ekki neitt sérstakt vit á framburði, þannig það má spyrja sig hvern djöfulinn ég sé að gera hér og svarið er nú eiginlega það að ég hef verið að túlka skoðanakannanir í fjörutíu ár, þannig ég er ekki alveg ókunnugur því hvort að munurinn sé mikill eða lítill og svo þegar ég var beðinn um þetta þá fannst mér þetta skemmtilegt viðfangsefni.“ Ólafur segir allt hafa verið gert eftir bókinni við gerð könnunarinnar. Um sé að ræða netkönnun sem tilefni sé til til þess að taka fullt mark á. Hún sé afgerandi og valdi engilsaxneskum aðdáendum verulegum vonbrigðum. „Böggles“ sé mest sagt af öllum hópum landsins. Bugles snakkið þekkist helst á lögun snakksins sem ófáir krakkar hafa sett á fingur sér og þar með verið með „nornafingur.“Wikipedia Yngstu hallari undir enska framburðinn „Það sem er mest sláandi er að þessi mikli yfirburðarsigur „böggles“ endurspeglast í öllum þessum hópum. Á sumum þessara breytna er samt svoldill munur, ef við skoðum fyrst kyn þá er eiginlega enginn munur. Konur eru ekkert líklegri en karlar til að vera með annan hvern framburðinn.“ Munurinn sé jafnframt lítill þegar kemur að tekjum og menntun, þó að þeir sem lokið hafa grunnskólaprófi eru líklegri til þess að segja „böggles“ heldur en þeir sem lokið hafi framhaldsskólaprófi eða háskólaprófi. „Það eru fyrst og fremst þeir yngstu sem skera sig frá þegar litið er til aldurs, það kemur kannski ekki á óvart en þeir eru miklu hallari undir það að nota enska framburðinn og um fjórðungur sem segir „bjúgels“ miðað við að það er 10 til 15 prósent í flestum öðrum hópum.“ „Böggles“ stærsta sameiningartáknið Ólafur segir þá sjást greinilegan landshlutamun í könnuninni. 72 prósent Reykvíkinga segi „böggels“ en 25 prósent „bjúgels.“ „Á meðan að þeir sem segja „bjúgels“ á landsbyggðinni eru bara sjö prósent. Þannig að landsbyggðarmennirnir eru íslensku skotnari ef að svo má segja.“ Þegar viðkemur stjórnmálaskoðunum fólks segir Ólafur ekki eins greinilegan mun á því hvernig fólk ber fram nafn snakksins. „Stuðningsmenn allra flokka eru yfirgnæfandi með íslenska framburðinum. Þannig að þegar að kemur að því, sem verður nú áreiðanlega fljótlega, að þegar það verður myndað ríkisstjórn á grundvelli þessa mikilvæga klofningsþáttar þá er í rauninni hægt að mynda hvaða stjórn sem er. Þeir sem helst yrðu í stjórnarandstæðu væru, sörpræs sörpræs, Píratar en samt eru næstum því tveir þriðju Pírata sem eru með íslenska framburðinum. Hins vegar skera þeir sig úr því þriðjungur Píratanna eru með enska framburðinn.“ Könnunina má skoða hér fyrir neðan. Bugles-Gallup-1_(2)PDF166KBSækja skjal
Skoðanakannanir Matur Íslensk tunga Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið