„Lögin eru að virka sem skyldi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2023 17:13 Dómsmálaráðherra ræddi við fréttastofu við Alþingishúsið nú síðdegis. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. Í dag hefur verið fjallað um mál flóttafólks sem var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Þeirra á meðal er Blessing Newton, sem hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Hún og fleira fólk í sömu stöðu sér nú fram á að enda á götunni. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir útlendingalögin, sem samþykkt voru í mars á þessu ári, virka sem skyldi. Samkvæmt ákvæði laganna fellur öll þjónusta fólks niður, 30 dögum eftir að því hefur borist endanleg synjun um alþjóðlega vernd. „Á þessum 30 dögum ber fólki að yfirgefa landið, því það hefur ekki leyfi til að búa hér á landinu. Við væntum þess að lang, langflestir muni vilja fara í sjálfviljugri brottför,“ sagði Guðrún í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Fæstir fara Fréttastofa hefur fengið þau svör frá Embætti ríkislögreglustjóra að dæmi séu um að fólk fari ekki úr landi, heldur hafi „látið sig hverfa úr þjónustu“ eins og það er orðað í skriflegu svari embættisins. Af þeim 53 sem hefur verið tilkynnt um lok á þjónustu frá 1. júlí hafa tíu farið með lögreglu úr landi eða eru að undirbúa brottför. Þá hafa 30 fullnýtt dagana í úrræðinu eða yfirgefið úrræðið innan 30 daga rammans. Guðrún segir fólk sem fer ekki sjálfviljugt úr landi vera á eigin ábyrgð hér á landi. „Það er erfitt að eiga við það þegar fólk sýnir ekki samstarfsvilja, og þegar fólk gerir það ekki þá á það ekki rétt á þjónustu hér á landi.“ Eins eru dæmi um að fólk komi hingað til lands án gildra ferðaskilríkja, sem geri stjórnvöldum erfitt fyrir að senda það til heimalanda sinna. Guðrún segir sömuleiðis að það sé á ábyrgð fólks að afla þeirra. „Það eru einnig dæmi um það að það séu ekki framsalssamningar á milli landa. Ég geri mér grein fyrir því að það geti skapað vandamál, en það er í algjörum undantekningartilfellum og við munum skoða það í ráðuneytinu hvernig við leysum það.“ Samstarfsvilji forði fólki frá götunni Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið sem síðar varð að núgildandi útlendingalögum voru viðraðar áhyggjur af því að heimilislausum mynd fjölga og mansal aukast, ef breytingin sem hér er til umfjöllunar yrði að veruleika. Aðspurð hvort hún telji hættu á því segir Guðrún alveg skýrt að ef fólk sýni samstarfsvilja og yfirgefi landið sjálfviljugt innan tilsetts frests, þá muni það ekki enda á götunni. „Það er hér búsetuúrræði sem er á hendi Ríkislögreglustjóra, þannig að fólk fær fæði og húsaskjól, en þarf að sýna samstarfsvilja,“ segir Guðrún. Aðspurð hvort gera þyrfti breytingar á útfærslu laganna sagði Guðrún það verða að koma í ljós. „Lögin eru að virka sem skyldi og vitaskuld geta við ný lög komið fram einhverjir agnúar. Við munum bara sjá hvernig því flýtur fram í fyllingu tímans.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Í dag hefur verið fjallað um mál flóttafólks sem var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Þeirra á meðal er Blessing Newton, sem hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Hún og fleira fólk í sömu stöðu sér nú fram á að enda á götunni. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir útlendingalögin, sem samþykkt voru í mars á þessu ári, virka sem skyldi. Samkvæmt ákvæði laganna fellur öll þjónusta fólks niður, 30 dögum eftir að því hefur borist endanleg synjun um alþjóðlega vernd. „Á þessum 30 dögum ber fólki að yfirgefa landið, því það hefur ekki leyfi til að búa hér á landinu. Við væntum þess að lang, langflestir muni vilja fara í sjálfviljugri brottför,“ sagði Guðrún í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Fæstir fara Fréttastofa hefur fengið þau svör frá Embætti ríkislögreglustjóra að dæmi séu um að fólk fari ekki úr landi, heldur hafi „látið sig hverfa úr þjónustu“ eins og það er orðað í skriflegu svari embættisins. Af þeim 53 sem hefur verið tilkynnt um lok á þjónustu frá 1. júlí hafa tíu farið með lögreglu úr landi eða eru að undirbúa brottför. Þá hafa 30 fullnýtt dagana í úrræðinu eða yfirgefið úrræðið innan 30 daga rammans. Guðrún segir fólk sem fer ekki sjálfviljugt úr landi vera á eigin ábyrgð hér á landi. „Það er erfitt að eiga við það þegar fólk sýnir ekki samstarfsvilja, og þegar fólk gerir það ekki þá á það ekki rétt á þjónustu hér á landi.“ Eins eru dæmi um að fólk komi hingað til lands án gildra ferðaskilríkja, sem geri stjórnvöldum erfitt fyrir að senda það til heimalanda sinna. Guðrún segir sömuleiðis að það sé á ábyrgð fólks að afla þeirra. „Það eru einnig dæmi um það að það séu ekki framsalssamningar á milli landa. Ég geri mér grein fyrir því að það geti skapað vandamál, en það er í algjörum undantekningartilfellum og við munum skoða það í ráðuneytinu hvernig við leysum það.“ Samstarfsvilji forði fólki frá götunni Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið sem síðar varð að núgildandi útlendingalögum voru viðraðar áhyggjur af því að heimilislausum mynd fjölga og mansal aukast, ef breytingin sem hér er til umfjöllunar yrði að veruleika. Aðspurð hvort hún telji hættu á því segir Guðrún alveg skýrt að ef fólk sýni samstarfsvilja og yfirgefi landið sjálfviljugt innan tilsetts frests, þá muni það ekki enda á götunni. „Það er hér búsetuúrræði sem er á hendi Ríkislögreglustjóra, þannig að fólk fær fæði og húsaskjól, en þarf að sýna samstarfsvilja,“ segir Guðrún. Aðspurð hvort gera þyrfti breytingar á útfærslu laganna sagði Guðrún það verða að koma í ljós. „Lögin eru að virka sem skyldi og vitaskuld geta við ný lög komið fram einhverjir agnúar. Við munum bara sjá hvernig því flýtur fram í fyllingu tímans.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01
„Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09
Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53