Enski boltinn

Klopp með létt skot á stefnu Chelsea

Aron Guðmundsson skrifar
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á hliðarlínunni gegn Chelsea í gær
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á hliðarlínunni gegn Chelsea í gær Vísir/Getty

Jur­gen Klopp, knatt­spyrnu­stjóri enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Liver­pool skaut létt á Chelsea á blaða­manna­fundi eftir jafn­tefli liðanna í fyrstu um­ferð deildarinnar í gær og gaf það í skyn að kollegi sinn Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea gæti fengið allt það sem hann vildi á fé­lags­skipta­markaðnum.

Nú bendir allt til þess að miðju­maðurinn Moi­sés Ca­icedo sé á leið til Chelsea fremur en Liver­pool og mun hann verða dýrasti leik­maður sem fer á milli enskra úr­vals­deildar­fé­laga.

Chelsea gerir afar langan samning við Ca­icedo og hefur verið ansi öflugt á leik­manna­markaðnum undir eignar­haldi Todd Boehly og fé­laga.

Klopp var spurður út í stöðu mála á blaða­manna­fundi eftir 1-1 jafn­tefli Chelsea og Liver­pool í gær og þá stað­reynd að Pochettino vilji fleiri leik­menn til Chelsea í yfir­standandi fé­lags­skipta­glugga.

„Þetta er það sem knatt­spyrnu­stjórar Chelsea vilja og yfir­leitt fá þeir það sem þeir vilja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×