Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Karl Lúðvíksson skrifar 14. ágúst 2023 08:28 Fallegur lax úr Grímsá Mynd: Hreggnasi FB Veiðimenn á suður og vesturlandi hafa ekki átt dagana sæla í vatnlitlum ám og endalausri blíðu en núna spáir loksins rigningu. Árnar eru margar hverjar orðnar mjög vatnslitlar og það er erfitt að veiða þær við þau skilyrði. Núna er komin veðurspá það sem töluverðri rigningu er spáð á fimmtudag og föstudag á vesturlandi og þá gæti komið ágætis kippur í veiðitölurnar í ánum þar. Þeir sem eiga eftir að verða svo heppnir að vera við árnar dagana eftir rigningu gætu verið í fínum málum en málið er að það er ekki gott að vera við ánna þegar hún er að hækka en frábært þegar hún nær jafnvægi eftir miklar rigningar. Það hefur reynsla undirritaðs verið síðustu þrjá áratugi við bakkann en með einhverjum undantekningum þó. Við vonum bara að þessi spá standi og það komist smá líf í veiðina svona á seinni hlutanum eftir næstum því sex vikur af þurrki. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði
Árnar eru margar hverjar orðnar mjög vatnslitlar og það er erfitt að veiða þær við þau skilyrði. Núna er komin veðurspá það sem töluverðri rigningu er spáð á fimmtudag og föstudag á vesturlandi og þá gæti komið ágætis kippur í veiðitölurnar í ánum þar. Þeir sem eiga eftir að verða svo heppnir að vera við árnar dagana eftir rigningu gætu verið í fínum málum en málið er að það er ekki gott að vera við ánna þegar hún er að hækka en frábært þegar hún nær jafnvægi eftir miklar rigningar. Það hefur reynsla undirritaðs verið síðustu þrjá áratugi við bakkann en með einhverjum undantekningum þó. Við vonum bara að þessi spá standi og það komist smá líf í veiðina svona á seinni hlutanum eftir næstum því sex vikur af þurrki.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði