„Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2023 19:54 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra skoði nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. Guðrún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag og tók þar fyrir að um væri að ræða fínna orð yfir flóttamannabúðir en sagði þó að íbúar úrræðisins myndu væntanlega búa við skert ferðafrelsi að einhverju leyti. Þekkist alls staðar í nágrannalöndum Guðrún segir að það sé skylda samkvæmt Brussel-samningnum um Schengen-samstarfið, sem Ísland á aðild að, að halda úti lokuðu búsetuúrræði. „Við erum eina landið í þessu samstarfi sem uppfyllir ekki þetta skilyrði. Þar með erum við að veikja samstarfið og þátttöku okkar innan Schengen samstarfsins.“ Fólk dvelji jafnvel í nokkur ár Hún segir að ekki sé búið að útfæra hvernig búsetuúrræðið verður takmarkað en segir þó að væntanlega verði íbúar þess sviptir ferðafrelsi að einhverju leyti. Þar nefnir hún til dæmis hugmyndir um að fólk þurfi að melda sig við brottför á morgnanna og heimkomu á kvöldin. „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi, það er hér í ólögmætri dvöl,“ segir Guðrún. En hvað getur fólk verið lengi í slíku úrræði? „Það eru dæmi um það í löndunum í kringum okkur að fólk hefur verið töluvert lengi, jafnvel nokkur ár og nágrannaþjóðir okkar allar eru með svona úrræði. Nágrannaþjóðir okkar allar, og þá er ég að tala um Norðurlöndin, eru sömuleiðis öll með svona þjónustuskerðingar eins og við erum hér að taka upp og við erum ekki að gera neitt annað hér núna, íslensk stjórnvöld, en að samræma okkar útlendingalög því sem er að gerast í nágrannalöndunum og löndunum í kringum okkur.“ Viðtal við Guðrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra skoði nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. Guðrún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag og tók þar fyrir að um væri að ræða fínna orð yfir flóttamannabúðir en sagði þó að íbúar úrræðisins myndu væntanlega búa við skert ferðafrelsi að einhverju leyti. Þekkist alls staðar í nágrannalöndum Guðrún segir að það sé skylda samkvæmt Brussel-samningnum um Schengen-samstarfið, sem Ísland á aðild að, að halda úti lokuðu búsetuúrræði. „Við erum eina landið í þessu samstarfi sem uppfyllir ekki þetta skilyrði. Þar með erum við að veikja samstarfið og þátttöku okkar innan Schengen samstarfsins.“ Fólk dvelji jafnvel í nokkur ár Hún segir að ekki sé búið að útfæra hvernig búsetuúrræðið verður takmarkað en segir þó að væntanlega verði íbúar þess sviptir ferðafrelsi að einhverju leyti. Þar nefnir hún til dæmis hugmyndir um að fólk þurfi að melda sig við brottför á morgnanna og heimkomu á kvöldin. „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi, það er hér í ólögmætri dvöl,“ segir Guðrún. En hvað getur fólk verið lengi í slíku úrræði? „Það eru dæmi um það í löndunum í kringum okkur að fólk hefur verið töluvert lengi, jafnvel nokkur ár og nágrannaþjóðir okkar allar eru með svona úrræði. Nágrannaþjóðir okkar allar, og þá er ég að tala um Norðurlöndin, eru sömuleiðis öll með svona þjónustuskerðingar eins og við erum hér að taka upp og við erum ekki að gera neitt annað hér núna, íslensk stjórnvöld, en að samræma okkar útlendingalög því sem er að gerast í nágrannalöndunum og löndunum í kringum okkur.“ Viðtal við Guðrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19
„Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13