„Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2023 12:20 Þrátt fyrir tíðindi af landrisi við Torfajökull spáir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur því að Askja verði á undan. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir landris í Torfajökulsöskju merki um að eldstöðin sé vöknuð. Gos í Torfajökli, sem er norðan við Mýrdalsjökul, gæti haft mikil áhrif víða um land. Hann er þó á því að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju. Landrisið mælist nokkrir sendimetrar og hófst um miðjan júní. Á vef Veðurstofunnar segir að líklegasta túlkunin á þessu stigi sé sú að ný kvika sé að safnast fyrir á dýpi og valda þenslu í eldstöðinni. Erfitt að spá fyrir um hvenær muni gjósa „Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „En hversu langan tíma það tekur fyrir eldstöðina að búa sig undir gos er mjög erfitt að segja til um á þessu stigi.“ Á næstu vikum verður kapp lagt á á að greina gögnin frekar og reikna líkön til að meta dýpi og umfang kvikunnar. Gos geti haft áhrif víða um land Þorvaldur segir vitneskju liggja fyrir um Torfajökull hagar sér. „Hann getur komið með ríólít kviku innan öskjunnar, slík kvika er mjög vatnsrík og tiltölulega seig. Hún getur þá annars vegar komið uppá yfirborðið sem sprengigos eins og gerðist árið 870, rétt fyrir landnám Íslands. Þá sendi gosið gjósku til vesturs og þakti svæðið frá Torfajökli að Barðaströnd og alveg niður að Reykjaneshæð. Það var meira og minna allt Vesturland undirlagt gjóskufalli. Það getur líka orðið hraungos eins og við vitum að varð árið 870, þá myndaðist Hrafntinnuhraun. Þá varð annað gos um 1447, hraungos, sem myndaði Laugaveg í Landamannalaugum.“ Þorvaldur segir alltaf alvarlegt ef fari að gjósa en vonar að fyrirvarinn verði góður, svo hægt sé að rýma svæðið. En ljóst sé að gos frá Torfajökli geti haft mikil áhrif víða um land með gjóskufalli og mengun. Veðjar á að Askja verði næst Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um möguleikann á eldgosi í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugum hraða síðustu tvö ár. Sérfræðingar Veðurstofunnar eru nú við mælingar í Öskju og er von á niðurstöðum þeirra mælinga á morgun. Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos á Íslandi verði í Öskju. Þrátt fyrir nýjustu tíðindi á hann ekki von á að Torfajökull verði á undan. „Það er alltaf möguleiki á því en mitt atkvæði er ennþá undir á Öskju. Ég held að hún verði næst, en allar þessar eldstöðvar munu gjósa á endanum,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Skaftárhreppur Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Landrisið mælist nokkrir sendimetrar og hófst um miðjan júní. Á vef Veðurstofunnar segir að líklegasta túlkunin á þessu stigi sé sú að ný kvika sé að safnast fyrir á dýpi og valda þenslu í eldstöðinni. Erfitt að spá fyrir um hvenær muni gjósa „Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „En hversu langan tíma það tekur fyrir eldstöðina að búa sig undir gos er mjög erfitt að segja til um á þessu stigi.“ Á næstu vikum verður kapp lagt á á að greina gögnin frekar og reikna líkön til að meta dýpi og umfang kvikunnar. Gos geti haft áhrif víða um land Þorvaldur segir vitneskju liggja fyrir um Torfajökull hagar sér. „Hann getur komið með ríólít kviku innan öskjunnar, slík kvika er mjög vatnsrík og tiltölulega seig. Hún getur þá annars vegar komið uppá yfirborðið sem sprengigos eins og gerðist árið 870, rétt fyrir landnám Íslands. Þá sendi gosið gjósku til vesturs og þakti svæðið frá Torfajökli að Barðaströnd og alveg niður að Reykjaneshæð. Það var meira og minna allt Vesturland undirlagt gjóskufalli. Það getur líka orðið hraungos eins og við vitum að varð árið 870, þá myndaðist Hrafntinnuhraun. Þá varð annað gos um 1447, hraungos, sem myndaði Laugaveg í Landamannalaugum.“ Þorvaldur segir alltaf alvarlegt ef fari að gjósa en vonar að fyrirvarinn verði góður, svo hægt sé að rýma svæðið. En ljóst sé að gos frá Torfajökli geti haft mikil áhrif víða um land með gjóskufalli og mengun. Veðjar á að Askja verði næst Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um möguleikann á eldgosi í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugum hraða síðustu tvö ár. Sérfræðingar Veðurstofunnar eru nú við mælingar í Öskju og er von á niðurstöðum þeirra mælinga á morgun. Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos á Íslandi verði í Öskju. Þrátt fyrir nýjustu tíðindi á hann ekki von á að Torfajökull verði á undan. „Það er alltaf möguleiki á því en mitt atkvæði er ennþá undir á Öskju. Ég held að hún verði næst, en allar þessar eldstöðvar munu gjósa á endanum,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur.
Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Skaftárhreppur Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira