Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 19:11 Svali eða Sigvaldi Kaldalóns rekur ferðaþjónustu á Tenerife. Hann segir hræðilegt að horfa upp á furuskóginn brenna. vísir/Magnús Hlynur Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. Eldarnir loga við fjallið Teide á norðausturhluta eyjunnar, líkt og sést á þessu kortinu hér fyrir neðan. Þeir eru því ansi langt frá Amerísku ströndinni þar sem talið er að um tvö þúsund Íslendingar séu að jafnaði í viku hverri. Ekki er talin hætta á því að eldurinn breiðist þangað. „Eldurinn er fyrst og fremst í furuskóginum sem er töluvert ofar, alveg í þúsund metra hæð. Það er mikið minna fyrir eldinn til að brenna hérna suður frá,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, sem er búsettur á Tenerife og rekur þar ferðaþjónustu. Hann segir hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá Íslendingum á leið til eyjunnar sem hafi áhyggjur af stöðu mála en bendir á að eldarnir hafi lítil sem engin áhrif á fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife. Skógurinn lífæð fyrir eyjuna Eldurinn virðist stjórnlaus upp til fjalla og um fjögur þúsund íbúar nokkurra þorpa hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Slökkvistörf eru flókin þar sem eldurinn logar í bröttum gilum og jaðar skógareldanna mældist í dag um þrjátíu kílómetrar. „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag. Það er svo ofboðslega heitt, það er um þrjátíu stiga hiti og enginn raki í loftinu. Og vindáttin er óhagstæð fyrir slökkvilið og herinn og alla þá sem eru að berjast við eldana. Þannig þeir hafa raunverulegar áhyggjur af því að fólk í þessum litlu þorpum og sveitarbæjum uppi í fjöllum sé bara í stórkostlegri hættu,“ segir Svali. Jaðar skógareldanna mælist um þrjátíu kílómetra langur.Vísir/AP Vegna hitans gufar vatnið upp sem kastað er úr þyrlum áður en það lendir og yfirvöld hafa óskað eftir aukinni aðstoð. Svali segir viðbúið að mun stærra svæði verði eldi að bráð. Hræðilegt sé að horfa upp á furuskóginn brenna. „Hann er svona ákveðin lífæð fyrir eyjuna því fururnar safna svo miklu vatni. Svo eru allir bændurnir í kring og uppskeran, þannig það er verið að leggja allt kapp á að bjarga því og maður fær auðvitað sting í hjartað þegar maður sér þetta,“ segir Svali. Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Gróðureldar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Eldarnir loga við fjallið Teide á norðausturhluta eyjunnar, líkt og sést á þessu kortinu hér fyrir neðan. Þeir eru því ansi langt frá Amerísku ströndinni þar sem talið er að um tvö þúsund Íslendingar séu að jafnaði í viku hverri. Ekki er talin hætta á því að eldurinn breiðist þangað. „Eldurinn er fyrst og fremst í furuskóginum sem er töluvert ofar, alveg í þúsund metra hæð. Það er mikið minna fyrir eldinn til að brenna hérna suður frá,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, sem er búsettur á Tenerife og rekur þar ferðaþjónustu. Hann segir hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá Íslendingum á leið til eyjunnar sem hafi áhyggjur af stöðu mála en bendir á að eldarnir hafi lítil sem engin áhrif á fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife. Skógurinn lífæð fyrir eyjuna Eldurinn virðist stjórnlaus upp til fjalla og um fjögur þúsund íbúar nokkurra þorpa hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Slökkvistörf eru flókin þar sem eldurinn logar í bröttum gilum og jaðar skógareldanna mældist í dag um þrjátíu kílómetrar. „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag. Það er svo ofboðslega heitt, það er um þrjátíu stiga hiti og enginn raki í loftinu. Og vindáttin er óhagstæð fyrir slökkvilið og herinn og alla þá sem eru að berjast við eldana. Þannig þeir hafa raunverulegar áhyggjur af því að fólk í þessum litlu þorpum og sveitarbæjum uppi í fjöllum sé bara í stórkostlegri hættu,“ segir Svali. Jaðar skógareldanna mælist um þrjátíu kílómetra langur.Vísir/AP Vegna hitans gufar vatnið upp sem kastað er úr þyrlum áður en það lendir og yfirvöld hafa óskað eftir aukinni aðstoð. Svali segir viðbúið að mun stærra svæði verði eldi að bráð. Hræðilegt sé að horfa upp á furuskóginn brenna. „Hann er svona ákveðin lífæð fyrir eyjuna því fururnar safna svo miklu vatni. Svo eru allir bændurnir í kring og uppskeran, þannig það er verið að leggja allt kapp á að bjarga því og maður fær auðvitað sting í hjartað þegar maður sér þetta,“ segir Svali.
Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Gróðureldar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira