„Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. ágúst 2023 16:20 „Við eigum reglur um úthlutun lóða hér í Kópavogi og með þessu er algjörlega verið að fara á skjön við þær,“ segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir um Reit 13. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. „Við eigum reglur um úthlutun lóða hér í Kópavogi og með þessu er algjörlega verið að fara á skjön við þær,“ segir Sigurbjörg í samtali við Vísi og minnist þar með á reglur um að lóðir skuli auglýstar í að minnsta kosti tvær vikur áður en þeim sé úthlutað. „Aðalatriðið er auðvitað að aðrir eigi kost á því að fá þessar lóðir. Þarna er þetta bara afhent án þess að nokkur annar aðili eigi nokkurn séns á aðkomu að þessum feita bita,“ Reitur 13 er stórt svæði sem liggur við sjóinn. DV fjallaði fyrst um samþykktina í dag og þar er bent á að Fjallasól ehf. geri samkomulagið við Kópavogsbæ, en félagið er í eigu Langasjávar ehf. sem er í eigu systkinanna Eggerts, Eddu, Halldórs, Guðnýjar og Gunnars Gíslabarna. Þau eiga meðal annars Ölmu leigufélag. Gert til að standa vörð um hagsmuni Kópavogs Í bókun meirihlutans í fundargerð bæjarstjórnar frá því á þriðjudag segir að samkomulagið byggi á samþykktu deiliskipulagi bæjarstjórnar. „Til að standa vörð um hagsmuni Kópavogsbæjar er nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um byggingarréttargjald áður en deiliskipulagið er sett í auglýsingu. Með þessu samkomulagi er tryggt að uppbyggingaraðilar taka þátt í kostnaði á innviðauppbyggingu á svæðinu.“ segir í bókuninni. Þar er jafnframt tekið fram að við úthlutunina haf verið tekið mið af markaðsverði og það gert vandlega. „Algjört einsdæmi“ Sigurbjörg er einnig ósátt með málið þar sem hún telur að þarna verði byggðar lúxusíbúðir frekar en félagslegt húsnæði. „Þetta fer á svig við aðalskipulag Kópavogs sem að felur í sér að það eigi tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum fyrir ólíka hópa. En það er ekkert verið að ávarpa það í þessu. Þetta verða bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk,“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka fyrir minnihlutann úr því sem komið er segist hún óttast að svo sé ekki. „Þetta samkomulag var þegar undirritað þegar við fáum það í hendurnar í bæjarráði. Það er algjört einsdæmi. Þegar Kópavogur hefur áður gerð samkomulög um uppbyggingu þá höfum við fengið drögin fyrst inn í bæjarráð og það hefur verið til umræðu og jafnvel tekið breytingum. En það var ekkert samtal um þetta mál.“ bætir hún við. Hægt er að lesa samkomulagið hér. Kópavogur Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. „Við eigum reglur um úthlutun lóða hér í Kópavogi og með þessu er algjörlega verið að fara á skjön við þær,“ segir Sigurbjörg í samtali við Vísi og minnist þar með á reglur um að lóðir skuli auglýstar í að minnsta kosti tvær vikur áður en þeim sé úthlutað. „Aðalatriðið er auðvitað að aðrir eigi kost á því að fá þessar lóðir. Þarna er þetta bara afhent án þess að nokkur annar aðili eigi nokkurn séns á aðkomu að þessum feita bita,“ Reitur 13 er stórt svæði sem liggur við sjóinn. DV fjallaði fyrst um samþykktina í dag og þar er bent á að Fjallasól ehf. geri samkomulagið við Kópavogsbæ, en félagið er í eigu Langasjávar ehf. sem er í eigu systkinanna Eggerts, Eddu, Halldórs, Guðnýjar og Gunnars Gíslabarna. Þau eiga meðal annars Ölmu leigufélag. Gert til að standa vörð um hagsmuni Kópavogs Í bókun meirihlutans í fundargerð bæjarstjórnar frá því á þriðjudag segir að samkomulagið byggi á samþykktu deiliskipulagi bæjarstjórnar. „Til að standa vörð um hagsmuni Kópavogsbæjar er nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um byggingarréttargjald áður en deiliskipulagið er sett í auglýsingu. Með þessu samkomulagi er tryggt að uppbyggingaraðilar taka þátt í kostnaði á innviðauppbyggingu á svæðinu.“ segir í bókuninni. Þar er jafnframt tekið fram að við úthlutunina haf verið tekið mið af markaðsverði og það gert vandlega. „Algjört einsdæmi“ Sigurbjörg er einnig ósátt með málið þar sem hún telur að þarna verði byggðar lúxusíbúðir frekar en félagslegt húsnæði. „Þetta fer á svig við aðalskipulag Kópavogs sem að felur í sér að það eigi tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum fyrir ólíka hópa. En það er ekkert verið að ávarpa það í þessu. Þetta verða bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk,“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka fyrir minnihlutann úr því sem komið er segist hún óttast að svo sé ekki. „Þetta samkomulag var þegar undirritað þegar við fáum það í hendurnar í bæjarráði. Það er algjört einsdæmi. Þegar Kópavogur hefur áður gerð samkomulög um uppbyggingu þá höfum við fengið drögin fyrst inn í bæjarráð og það hefur verið til umræðu og jafnvel tekið breytingum. En það var ekkert samtal um þetta mál.“ bætir hún við. Hægt er að lesa samkomulagið hér.
Kópavogur Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira