Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 19:31 Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir tilfellum þar sem fangar fara í hungurverkfall hafa fjölgað undanfarin ár, auk þess sem tilfellin séu nú alvarlegri. Í sumum tilfellum hafa fangar verið hætt komnir vegna alvarlegs næringarskorts. Vísir/Sigurjón/Vilhelm Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. Hungurverkföll í fangelsum landsins hafa hingað til ekki verið algeng. Að sögn fangelsismálastjóra hafa komið upp eitt og eitt mál á margra ára fresti en fæst þeirra hafa varað lengi. „Þróunin hefur hinsvegar verið sú síðustu ár að þetta eru alvarlegri mál,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. „Þetta eru um það bil tvö tilvik á ári þar sem einstaklingar eru jafnvel mjög langt leiddir og eru alvarlega veikir vegna næringarskorts.“ Sláandi og erfið tilfelli Síðast fór fangi í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Að meðaltali hafa komið upp tvö mál á ári síðustu fjögur ár Páll segir sum tilfellanna hafa verið sláandi og erfið viðureignar. „Það er einfaldlega þannig að menn missa mátt, verða þreyttir og að lokum verður meðvitund skert. Það er auðvitað átakanlegt að horfa upp á það án þess að geta brugðist við. En blessunarlega hefur þetta hingað til ekki endað með andláti og vonumst til að það haldi áfram þannig. Þetta er mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma.“ Ekki um einsleitan hóp fólks að ræða Fangaverðir og fangelsismálastofnun hafa ekki heimildir til að neyða fólk til að neyta matar eða drykkjar, sé það metið andlega heilbrigt. Páll segir mjög stíft eftirlit með föngum við slíkar aðstæður. Síðast fór fangi á Hólmsheiði í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm „Við höfum samband við lækna og heilbrigðisstarfsfólk sem vinna ekki hjá okkur en þau sinna þessum málum þegar þau koma upp. Okkar verkefni er að hlúa að viðkomandi og tryggja að fyllsta öryggis sé gætt. Við vitum eftir að hafa ráðfært okkur við ýmsa aðila, hvað við megum og megum ekki.“ En hvort heilbrigðisyfirvöld eiga að fá frekari heimildir til að neyða fólk til að neita matar eða drykkjar, það er kannski ekki mitt að hafa skoðun á því. Samkvæmt heimildum fréttastofu er í sumum tilfellum um að ræða hælisleitendur að mótmæla brottvísun með þessum hætti. Páll segir fanga sem gripið hafa til hungurverkfalla undanfarin ár af ýmsum þjóðernum. Íslendingar séu þar á meðal. Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hungurverkföll í fangelsum landsins hafa hingað til ekki verið algeng. Að sögn fangelsismálastjóra hafa komið upp eitt og eitt mál á margra ára fresti en fæst þeirra hafa varað lengi. „Þróunin hefur hinsvegar verið sú síðustu ár að þetta eru alvarlegri mál,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. „Þetta eru um það bil tvö tilvik á ári þar sem einstaklingar eru jafnvel mjög langt leiddir og eru alvarlega veikir vegna næringarskorts.“ Sláandi og erfið tilfelli Síðast fór fangi í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Að meðaltali hafa komið upp tvö mál á ári síðustu fjögur ár Páll segir sum tilfellanna hafa verið sláandi og erfið viðureignar. „Það er einfaldlega þannig að menn missa mátt, verða þreyttir og að lokum verður meðvitund skert. Það er auðvitað átakanlegt að horfa upp á það án þess að geta brugðist við. En blessunarlega hefur þetta hingað til ekki endað með andláti og vonumst til að það haldi áfram þannig. Þetta er mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma.“ Ekki um einsleitan hóp fólks að ræða Fangaverðir og fangelsismálastofnun hafa ekki heimildir til að neyða fólk til að neyta matar eða drykkjar, sé það metið andlega heilbrigt. Páll segir mjög stíft eftirlit með föngum við slíkar aðstæður. Síðast fór fangi á Hólmsheiði í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm „Við höfum samband við lækna og heilbrigðisstarfsfólk sem vinna ekki hjá okkur en þau sinna þessum málum þegar þau koma upp. Okkar verkefni er að hlúa að viðkomandi og tryggja að fyllsta öryggis sé gætt. Við vitum eftir að hafa ráðfært okkur við ýmsa aðila, hvað við megum og megum ekki.“ En hvort heilbrigðisyfirvöld eiga að fá frekari heimildir til að neyða fólk til að neita matar eða drykkjar, það er kannski ekki mitt að hafa skoðun á því. Samkvæmt heimildum fréttastofu er í sumum tilfellum um að ræða hælisleitendur að mótmæla brottvísun með þessum hætti. Páll segir fanga sem gripið hafa til hungurverkfalla undanfarin ár af ýmsum þjóðernum. Íslendingar séu þar á meðal.
Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira