Hvorki pirraður nágranni né hrekkjóttur unglingur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2023 16:37 Curver (til vinstri) og Einar í góðum gír eftir að búið var að finna út úr stóra hátalaravíramálinu, ef svo má að orði komast. Cuver Thoroddsen Listamaðurinn Curver Thoroddsen hefur eignast nýjan vin eftir leystist farsællega úr óvæntri uppákomu á Hamraborgarhátíðinni í Kópavogi. Það sem talið var hafa verið skemmdarverk pirraðs nágranna reyndist hafa verið umsjónarmaður húsnæðisins að vinna vinnuna sína. Hamraborg Festival 2023 lýkur í dag en meðal verka á sýningunni er hljóðinnsetning Curvers í bílakjallara í Hamraborginni. Þema hátíðarinnar í ár er pönk og Curver tefldi fram verkinu Andskotans hávaði. Verkið samanstendur af tíu hátölurum sem eru dreifðir um rýmið. Í hverjum hátalara hljómar eitt gítarriff úr íslensku pönklagi síendurtekið. Saman mynda riffin „andskotans hávaða“ sem er frasi sem oft hefur verið notaður af fólki til að lýsa pönktónlist með neikvæðum hætti. Curver brá í brún þegar hann tók eftir því á mánudaginn að klippt hafði verið á víra hátalaranna í kjallaranum. Mbl greindi frá og ræddi við Curver sem sagði pönkara hafa hangið í bílakjallaranum í gamla daga. Hann taldi líklegast að ósáttur nágranni eða einhver sem kunni ekki að meta pönk hefði í pirringskasti klippt á vírana. Svo reyndist ekki vera heldur var um að ræða Einar nokkurn sem vill svo til að er umsjónarmaður húsnæðisins. Curver segir frá á Facebook-síðu sinni. Leystur út með konfekti „Ég fékk símtal seint í gær frá Einari, kurteisum eldri manni sem að klippti á víranna. Hann er umsjónarmaður húsnæðisins í Hamraborg og þetta var alls ekki gert í illu eða pirringi. Heldur höfðu skilaboðin um hátíðina greinilega ekki náð alla leið inn til umsjónarmannsins sem hafði engar upplýsingar um af hverju þetta væri þarna,“ segir Curver. „Hann hélt að þetta væri einhver hrekkur gerður af unglingum. Klippti á einn hátalara sem að hann fann og skildi ekki afhverju hljóðið hélt áfram. Fann þá annan og klippti á hann og svo framvegis. Hann heyrir illa og átti erfitt með að skynja hvaðan allur þessi hávaði var að koma. Var alveg hissa yfir því hvað þetta væru margir hátalarar,“ segir Curver á léttum nótum. Allt er gott sem endar vel. „Þannig að allt er í góðu og mér er bara mjög létt að þetta hafi ekki verið gert í einhverjum illindum og pirring,“ segir Curver. Hann nefnir að viðgerð á verkinu hafi ekki reynst erfitt verk og allir séu sáttir. „Ég gaf Einari konfekt og allir aðilar eru sáttir.“ Kópavogur Tónlist Menning Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Hamraborg Festival 2023 lýkur í dag en meðal verka á sýningunni er hljóðinnsetning Curvers í bílakjallara í Hamraborginni. Þema hátíðarinnar í ár er pönk og Curver tefldi fram verkinu Andskotans hávaði. Verkið samanstendur af tíu hátölurum sem eru dreifðir um rýmið. Í hverjum hátalara hljómar eitt gítarriff úr íslensku pönklagi síendurtekið. Saman mynda riffin „andskotans hávaða“ sem er frasi sem oft hefur verið notaður af fólki til að lýsa pönktónlist með neikvæðum hætti. Curver brá í brún þegar hann tók eftir því á mánudaginn að klippt hafði verið á víra hátalaranna í kjallaranum. Mbl greindi frá og ræddi við Curver sem sagði pönkara hafa hangið í bílakjallaranum í gamla daga. Hann taldi líklegast að ósáttur nágranni eða einhver sem kunni ekki að meta pönk hefði í pirringskasti klippt á vírana. Svo reyndist ekki vera heldur var um að ræða Einar nokkurn sem vill svo til að er umsjónarmaður húsnæðisins. Curver segir frá á Facebook-síðu sinni. Leystur út með konfekti „Ég fékk símtal seint í gær frá Einari, kurteisum eldri manni sem að klippti á víranna. Hann er umsjónarmaður húsnæðisins í Hamraborg og þetta var alls ekki gert í illu eða pirringi. Heldur höfðu skilaboðin um hátíðina greinilega ekki náð alla leið inn til umsjónarmannsins sem hafði engar upplýsingar um af hverju þetta væri þarna,“ segir Curver. „Hann hélt að þetta væri einhver hrekkur gerður af unglingum. Klippti á einn hátalara sem að hann fann og skildi ekki afhverju hljóðið hélt áfram. Fann þá annan og klippti á hann og svo framvegis. Hann heyrir illa og átti erfitt með að skynja hvaðan allur þessi hávaði var að koma. Var alveg hissa yfir því hvað þetta væru margir hátalarar,“ segir Curver á léttum nótum. Allt er gott sem endar vel. „Þannig að allt er í góðu og mér er bara mjög létt að þetta hafi ekki verið gert í einhverjum illindum og pirring,“ segir Curver. Hann nefnir að viðgerð á verkinu hafi ekki reynst erfitt verk og allir séu sáttir. „Ég gaf Einari konfekt og allir aðilar eru sáttir.“
Kópavogur Tónlist Menning Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira