Segir Vinstri græn hafa gert brotthvarf sitt að skilyrði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 18:38 Jón Gunnarsson þegar hann kvaddi dómsmálaráðuneytið í júní. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna hafi gert kröfu um það að hann viki úr ríkisstjórn gegn því að verja hann gegn vantrauststillögu sem lögð var fram á þingi í vor. Hann segist ekki ætla að vera meðsekur með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra í hvalveiðimálinu og telur hana hafa gerst brotlega við lög. Jón var gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar segir hann Vinstri græn skorta heilindi en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jóni sem dómsmálaráðherra í júní síðastliðnum, en boðað hafði verið að hún myndi taka við af honum átján mánuðum eftir að ríkisstjórn var mynduð. Jón segir í hlaðvarpinu að þegar stjórnarandstaðan hafi lagt fram vantrauststillögu gegn honum á Alþingi í lok mars hafi Vinstri græn ekki verið tilbúin til að styðja hann nema með miklum trega. Hann segist sjálfur alltaf meta forsendur fyrir slíkri tillögu. „Ég fékk nú á mig vantrauststillögu í vor og heilmiklar yfirlýsingar um það að ég væri búinn að brjóta lög og á grundvelli þess var borin á mig vantrauststillaga,“ segir Jón. „Og samstarfsflokkarnir, meðal annars Vinstri græn, sem að Svandís er nú í, þau, með miklum trega, vörðu mig gagnvart þessu vantrausti og sögðu mér að það væri nú ekkert sjálfsagt að þau væru að gera það. Það voru bara skilaboðin sem að ég fékk beint frá þeim. Og mér var sagt það að þau hafi sett það sem skilyrði að ef að ég yrði varinn þessu vantrausti af þeirra hálfu að þá yrði ég að víkja úr ríkisstjórninni í vor.“ Vinstri græn hafi ekki starfað af heilindum Jón segir að þegar ráðherra gerist sekur um að brjóta gegn stjórnarskrá, sé það sjálfsagt að viðkomandi ráðherra víki. Hann segir allt benda til þess að Svandís hafi gerst brotleg við lög. Sjálfur telur hann sig ekki hefði komist upp með slík vinnubrögð. Hann segist ekki ætla að taka ábyrgð á vegferð Svandísar í hvalveiðimálinu. Þá segir Jón að Vinstri græn hafi sýnt óheilindi í stjórnarsamstarfinu á þessu kjörtímabili. „Ég var nú í eitt ár í samningaviðræðum við Vinstri græn um afgreiðslu útlendingalaganna, þar sem mér eiginlega sveið mest í samstarfi við þau á þessu kjörtímabili, sem ég held að hafi verið svolítil nýlunda, að það er að mér finnst skorta heilindi og mér fannst það öfugmæli þegar forsætisráðherra kom í fjölmiðla um daginn og sagði að þau störfuðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi af heilindum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Jón var gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar segir hann Vinstri græn skorta heilindi en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jóni sem dómsmálaráðherra í júní síðastliðnum, en boðað hafði verið að hún myndi taka við af honum átján mánuðum eftir að ríkisstjórn var mynduð. Jón segir í hlaðvarpinu að þegar stjórnarandstaðan hafi lagt fram vantrauststillögu gegn honum á Alþingi í lok mars hafi Vinstri græn ekki verið tilbúin til að styðja hann nema með miklum trega. Hann segist sjálfur alltaf meta forsendur fyrir slíkri tillögu. „Ég fékk nú á mig vantrauststillögu í vor og heilmiklar yfirlýsingar um það að ég væri búinn að brjóta lög og á grundvelli þess var borin á mig vantrauststillaga,“ segir Jón. „Og samstarfsflokkarnir, meðal annars Vinstri græn, sem að Svandís er nú í, þau, með miklum trega, vörðu mig gagnvart þessu vantrausti og sögðu mér að það væri nú ekkert sjálfsagt að þau væru að gera það. Það voru bara skilaboðin sem að ég fékk beint frá þeim. Og mér var sagt það að þau hafi sett það sem skilyrði að ef að ég yrði varinn þessu vantrausti af þeirra hálfu að þá yrði ég að víkja úr ríkisstjórninni í vor.“ Vinstri græn hafi ekki starfað af heilindum Jón segir að þegar ráðherra gerist sekur um að brjóta gegn stjórnarskrá, sé það sjálfsagt að viðkomandi ráðherra víki. Hann segir allt benda til þess að Svandís hafi gerst brotleg við lög. Sjálfur telur hann sig ekki hefði komist upp með slík vinnubrögð. Hann segist ekki ætla að taka ábyrgð á vegferð Svandísar í hvalveiðimálinu. Þá segir Jón að Vinstri græn hafi sýnt óheilindi í stjórnarsamstarfinu á þessu kjörtímabili. „Ég var nú í eitt ár í samningaviðræðum við Vinstri græn um afgreiðslu útlendingalaganna, þar sem mér eiginlega sveið mest í samstarfi við þau á þessu kjörtímabili, sem ég held að hafi verið svolítil nýlunda, að það er að mér finnst skorta heilindi og mér fannst það öfugmæli þegar forsætisráðherra kom í fjölmiðla um daginn og sagði að þau störfuðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi af heilindum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira