Fær 215 milljóna króna styrk til að rannsaka málnotkun þingmanna Árni Sæberg skrifar 5. september 2023 10:00 Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands, hefur fengið 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði um 215 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknaráðinu til verkefnis sem miðar að því að skýra hvernig málnotkun fólks breytist á lífsleiðinni. Þetta er stærsti styrkur sem fengist hefur til rannsókna á íslenskum málvísindum. Verkefnið sem er styrkt heitir EILisCh (Explaining Individual Lifespan Change) og verður því að öllu leyti stýrt við Háskóla Íslands. Það miðar að því að skilja breytta málnotkun í tengslum við atburði og aðstæður í lífi og umhverfi einstaklinga með því að tvinna saman framfarir í félagsmálfræði, megindlegri setningafræði og klínískum málvísindum. Í verkefninu verður mál íslenskra þingmanna athugað og viðtöl tekin við bæði núverandi og fyrrverandi þingmenn til að kortleggja mál þeirra og sögulegt samhengi þeirra sem einstaklinga. Fjölbreytilegar afurðir máltækniáætlunar stjórnvalda verða notaðar til að greina stór gagnasöfn með afkastameiri hætti en annars væri unnt um leið og ætlunin er að skoða sögu einstakra þingmanna í samhengi við stjórnmálasögu og atburði í lífi þeirra. Fer að mestu leyti fram hér á landi Um er að ræða fimm ára verkefni sem fer að nær öllu leyti fram á Íslandi en þó í samstarfi við alþjóðlega sérfræðinga í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fleiri munu svo tengjast verkefninu eftir því sem rannsókninni vindur fram og stúdentar munu fá tækifæri til starfsþjálfunar innan verkefnisins. Hefur komið að fjölda mikilvægra rannsókna EILisCh-verkefnið hefur einnig hagnýtar hliðar fyrir samfélagið vegna þess að nákvæm kortlagning á málfari í samhengi við heilbrigða mannsævi og öldrun er lykill að því að skilja klínísk frávik í málnotkun. Anton hefur stundað rannsóknir á því hvernig málnotkun breytist þegar taugahrörnunarsjúkdómar ágerast en slíkar athuganir geta stuðlað að nýjum og endurbættum aðferðum til sjúkdómsgreiningar. Anton hefur enn fremur komið að fleiri spennandi verkefnum, svo sem að þróa orðaforðalausn til að læra íslensku sem annað mál og kortleggja villur í íslensku ritmáli. Styrkurinn til EILisCh-verkefnisins er veittur undir hatti nýliðunaráætlunar Evrópska rannsóknaráðsins (ERC Starting Grants) sem styður unga vísindamenn á fjölbreyttum fræðasviðum í Evrópu. Samkeppni um styrki frá ERC er gríðarlega hörð og til marks um það bárust nærri 2.700 umsóknir um nýliðunarstyrki að þessu sinni en aðeins 400 verkefni hlutu stuðning. Anton er eini vísindamaðurinn hér á landi sem fær úthlutað úr sjóðnum. Íslensk tunga Háskólar Íslensk fræði Vísindi Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Verkefnið sem er styrkt heitir EILisCh (Explaining Individual Lifespan Change) og verður því að öllu leyti stýrt við Háskóla Íslands. Það miðar að því að skilja breytta málnotkun í tengslum við atburði og aðstæður í lífi og umhverfi einstaklinga með því að tvinna saman framfarir í félagsmálfræði, megindlegri setningafræði og klínískum málvísindum. Í verkefninu verður mál íslenskra þingmanna athugað og viðtöl tekin við bæði núverandi og fyrrverandi þingmenn til að kortleggja mál þeirra og sögulegt samhengi þeirra sem einstaklinga. Fjölbreytilegar afurðir máltækniáætlunar stjórnvalda verða notaðar til að greina stór gagnasöfn með afkastameiri hætti en annars væri unnt um leið og ætlunin er að skoða sögu einstakra þingmanna í samhengi við stjórnmálasögu og atburði í lífi þeirra. Fer að mestu leyti fram hér á landi Um er að ræða fimm ára verkefni sem fer að nær öllu leyti fram á Íslandi en þó í samstarfi við alþjóðlega sérfræðinga í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fleiri munu svo tengjast verkefninu eftir því sem rannsókninni vindur fram og stúdentar munu fá tækifæri til starfsþjálfunar innan verkefnisins. Hefur komið að fjölda mikilvægra rannsókna EILisCh-verkefnið hefur einnig hagnýtar hliðar fyrir samfélagið vegna þess að nákvæm kortlagning á málfari í samhengi við heilbrigða mannsævi og öldrun er lykill að því að skilja klínísk frávik í málnotkun. Anton hefur stundað rannsóknir á því hvernig málnotkun breytist þegar taugahrörnunarsjúkdómar ágerast en slíkar athuganir geta stuðlað að nýjum og endurbættum aðferðum til sjúkdómsgreiningar. Anton hefur enn fremur komið að fleiri spennandi verkefnum, svo sem að þróa orðaforðalausn til að læra íslensku sem annað mál og kortleggja villur í íslensku ritmáli. Styrkurinn til EILisCh-verkefnisins er veittur undir hatti nýliðunaráætlunar Evrópska rannsóknaráðsins (ERC Starting Grants) sem styður unga vísindamenn á fjölbreyttum fræðasviðum í Evrópu. Samkeppni um styrki frá ERC er gríðarlega hörð og til marks um það bárust nærri 2.700 umsóknir um nýliðunarstyrki að þessu sinni en aðeins 400 verkefni hlutu stuðning. Anton er eini vísindamaðurinn hér á landi sem fær úthlutað úr sjóðnum.
Íslensk tunga Háskólar Íslensk fræði Vísindi Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira