Fær 215 milljóna króna styrk til að rannsaka málnotkun þingmanna Árni Sæberg skrifar 5. september 2023 10:00 Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands, hefur fengið 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði um 215 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknaráðinu til verkefnis sem miðar að því að skýra hvernig málnotkun fólks breytist á lífsleiðinni. Þetta er stærsti styrkur sem fengist hefur til rannsókna á íslenskum málvísindum. Verkefnið sem er styrkt heitir EILisCh (Explaining Individual Lifespan Change) og verður því að öllu leyti stýrt við Háskóla Íslands. Það miðar að því að skilja breytta málnotkun í tengslum við atburði og aðstæður í lífi og umhverfi einstaklinga með því að tvinna saman framfarir í félagsmálfræði, megindlegri setningafræði og klínískum málvísindum. Í verkefninu verður mál íslenskra þingmanna athugað og viðtöl tekin við bæði núverandi og fyrrverandi þingmenn til að kortleggja mál þeirra og sögulegt samhengi þeirra sem einstaklinga. Fjölbreytilegar afurðir máltækniáætlunar stjórnvalda verða notaðar til að greina stór gagnasöfn með afkastameiri hætti en annars væri unnt um leið og ætlunin er að skoða sögu einstakra þingmanna í samhengi við stjórnmálasögu og atburði í lífi þeirra. Fer að mestu leyti fram hér á landi Um er að ræða fimm ára verkefni sem fer að nær öllu leyti fram á Íslandi en þó í samstarfi við alþjóðlega sérfræðinga í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fleiri munu svo tengjast verkefninu eftir því sem rannsókninni vindur fram og stúdentar munu fá tækifæri til starfsþjálfunar innan verkefnisins. Hefur komið að fjölda mikilvægra rannsókna EILisCh-verkefnið hefur einnig hagnýtar hliðar fyrir samfélagið vegna þess að nákvæm kortlagning á málfari í samhengi við heilbrigða mannsævi og öldrun er lykill að því að skilja klínísk frávik í málnotkun. Anton hefur stundað rannsóknir á því hvernig málnotkun breytist þegar taugahrörnunarsjúkdómar ágerast en slíkar athuganir geta stuðlað að nýjum og endurbættum aðferðum til sjúkdómsgreiningar. Anton hefur enn fremur komið að fleiri spennandi verkefnum, svo sem að þróa orðaforðalausn til að læra íslensku sem annað mál og kortleggja villur í íslensku ritmáli. Styrkurinn til EILisCh-verkefnisins er veittur undir hatti nýliðunaráætlunar Evrópska rannsóknaráðsins (ERC Starting Grants) sem styður unga vísindamenn á fjölbreyttum fræðasviðum í Evrópu. Samkeppni um styrki frá ERC er gríðarlega hörð og til marks um það bárust nærri 2.700 umsóknir um nýliðunarstyrki að þessu sinni en aðeins 400 verkefni hlutu stuðning. Anton er eini vísindamaðurinn hér á landi sem fær úthlutað úr sjóðnum. Íslensk tunga Háskólar Íslensk fræði Vísindi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Verkefnið sem er styrkt heitir EILisCh (Explaining Individual Lifespan Change) og verður því að öllu leyti stýrt við Háskóla Íslands. Það miðar að því að skilja breytta málnotkun í tengslum við atburði og aðstæður í lífi og umhverfi einstaklinga með því að tvinna saman framfarir í félagsmálfræði, megindlegri setningafræði og klínískum málvísindum. Í verkefninu verður mál íslenskra þingmanna athugað og viðtöl tekin við bæði núverandi og fyrrverandi þingmenn til að kortleggja mál þeirra og sögulegt samhengi þeirra sem einstaklinga. Fjölbreytilegar afurðir máltækniáætlunar stjórnvalda verða notaðar til að greina stór gagnasöfn með afkastameiri hætti en annars væri unnt um leið og ætlunin er að skoða sögu einstakra þingmanna í samhengi við stjórnmálasögu og atburði í lífi þeirra. Fer að mestu leyti fram hér á landi Um er að ræða fimm ára verkefni sem fer að nær öllu leyti fram á Íslandi en þó í samstarfi við alþjóðlega sérfræðinga í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fleiri munu svo tengjast verkefninu eftir því sem rannsókninni vindur fram og stúdentar munu fá tækifæri til starfsþjálfunar innan verkefnisins. Hefur komið að fjölda mikilvægra rannsókna EILisCh-verkefnið hefur einnig hagnýtar hliðar fyrir samfélagið vegna þess að nákvæm kortlagning á málfari í samhengi við heilbrigða mannsævi og öldrun er lykill að því að skilja klínísk frávik í málnotkun. Anton hefur stundað rannsóknir á því hvernig málnotkun breytist þegar taugahrörnunarsjúkdómar ágerast en slíkar athuganir geta stuðlað að nýjum og endurbættum aðferðum til sjúkdómsgreiningar. Anton hefur enn fremur komið að fleiri spennandi verkefnum, svo sem að þróa orðaforðalausn til að læra íslensku sem annað mál og kortleggja villur í íslensku ritmáli. Styrkurinn til EILisCh-verkefnisins er veittur undir hatti nýliðunaráætlunar Evrópska rannsóknaráðsins (ERC Starting Grants) sem styður unga vísindamenn á fjölbreyttum fræðasviðum í Evrópu. Samkeppni um styrki frá ERC er gríðarlega hörð og til marks um það bárust nærri 2.700 umsóknir um nýliðunarstyrki að þessu sinni en aðeins 400 verkefni hlutu stuðning. Anton er eini vísindamaðurinn hér á landi sem fær úthlutað úr sjóðnum.
Íslensk tunga Háskólar Íslensk fræði Vísindi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira