Áætlaður kostnaður við sáttmálann nú 300 milljarðar í stað 160 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. september 2023 07:03 Bjarni segir framtíðaráform þurfa að byggjast á traustum og raunhæfum forsendum. Vísir/Vilhelm Nýjustu sviðsmyndir sem kynntar hafa verið aðilum samgöngusáttmálans svokallaða sýna að áætlaður kostnaður vegna hans stendur nú í 300 milljörðum í stað 160 milljarða upphaflega. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu. „Frá sjónarhóli ríkisins hefur verkefnið því vaxið úr því að snúast um að útvega að núvirði 80 milljarða með flýti- og umferðargjöldum, eða sérstökum framlögum, yfir í að gera þarf ráð fyrir öðrum 140 milljörðum því til viðbótar vegna vanáætlunar. Þá eru ótaldir þeir 40 milljarðar sem óskað er eftir frá ríkinu í rekstur almenningssamgangna. Samanlagt er því um að ræða 260 milljarða,“ segir Bjarni meðal annars í greininni. Bjarni hnýtir meðal annars í Dag B. Eggertsson borgarstjóra og fleiri, sem hafi sagt að þrátt fyrir fjárhagslegar áskoranir væru aðrar forsendur sáttmálans þær sömu og áður. Fjármálaráðherra segir upphaflega mynd hafa verið einfalda en eftir því sem verkefninu hafi undið fram hafi komið í ljós að upphaflegar áætlanir hafi verið stórkostlega vanmetnar. „Vanáætlunin virðist eiga við um nær alla þætti sáttmálans. Stofnvegaframkvæmdir hafa verið verulega vanáætlaðar, sérstaklega hugmyndir um stokka. Hér verða aðeins tekin örfá dæmi. Gert hafði verið ráð fyrir að Arnarnesvegur kostaði 2,2 milljarða en nýlega var samið við verktaka um framkvæmd upp á 7,2 milljarða. Verðbætt framkvæmdaáætlun sáttmálans gerir ráð fyrir þriggja milljarða framkvæmd vegna Sæbrautarstokks en frumdrög hljóða nú upp á 27 milljarða. Þetta er níföldun. Framkvæmdahluti borgarlínu er undir sömu sök seldur. Nú má gera ráð fyrir rúmlega 126 milljarða framkvæmd í stað 67 milljarða,“ segir Bjarni. Hann segir að hann, líkt og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins, hafi lengi alið þá von í brjósti að hægt yrði að ráðast í stórfellda uppbyggingu samgangna á svæðinu og að samgöngusáttmálanum hafi verið ætlað að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefði ríkt. Það sé hins vegar engum greiði gerður með því að leggja fram háleit markmið ef fjárhagslegar forsendur stæðust ekki. Þess vegna hefði hann lagt áherslu á að sáttmálinn yrði endurskoðaður. „Framtíðaráform verða að byggjast á traustum, raunhæfum forsendum. Stöðunni verður tæplega lýst þannig að hún feli aðeins í sér „fjárhagslegar áskoranir“ og eitt er víst að umræða um þessa stöðu hefur ekkert með fylgiskannanir að gera. Hún snýst um raunsæi, virðingu fyrir mikilvægi verkefnisins og peningum skattgreiðenda,“ segir Bjarni. „Það gildir jafnt í stórum verkefnum sem smáum að gott er að byrja á því að svara spurningunni hvaðan peningarnir eigi að koma? Ella er hætta á að vandinn vaxi þar til maður er týndur djúpt inni í miðjum skógi ófjármagnaðra hugmynda og ratar ekki aftur heim.“ Samgöngur Reykjavík Efnahagsmál Borgarlína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu. „Frá sjónarhóli ríkisins hefur verkefnið því vaxið úr því að snúast um að útvega að núvirði 80 milljarða með flýti- og umferðargjöldum, eða sérstökum framlögum, yfir í að gera þarf ráð fyrir öðrum 140 milljörðum því til viðbótar vegna vanáætlunar. Þá eru ótaldir þeir 40 milljarðar sem óskað er eftir frá ríkinu í rekstur almenningssamgangna. Samanlagt er því um að ræða 260 milljarða,“ segir Bjarni meðal annars í greininni. Bjarni hnýtir meðal annars í Dag B. Eggertsson borgarstjóra og fleiri, sem hafi sagt að þrátt fyrir fjárhagslegar áskoranir væru aðrar forsendur sáttmálans þær sömu og áður. Fjármálaráðherra segir upphaflega mynd hafa verið einfalda en eftir því sem verkefninu hafi undið fram hafi komið í ljós að upphaflegar áætlanir hafi verið stórkostlega vanmetnar. „Vanáætlunin virðist eiga við um nær alla þætti sáttmálans. Stofnvegaframkvæmdir hafa verið verulega vanáætlaðar, sérstaklega hugmyndir um stokka. Hér verða aðeins tekin örfá dæmi. Gert hafði verið ráð fyrir að Arnarnesvegur kostaði 2,2 milljarða en nýlega var samið við verktaka um framkvæmd upp á 7,2 milljarða. Verðbætt framkvæmdaáætlun sáttmálans gerir ráð fyrir þriggja milljarða framkvæmd vegna Sæbrautarstokks en frumdrög hljóða nú upp á 27 milljarða. Þetta er níföldun. Framkvæmdahluti borgarlínu er undir sömu sök seldur. Nú má gera ráð fyrir rúmlega 126 milljarða framkvæmd í stað 67 milljarða,“ segir Bjarni. Hann segir að hann, líkt og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins, hafi lengi alið þá von í brjósti að hægt yrði að ráðast í stórfellda uppbyggingu samgangna á svæðinu og að samgöngusáttmálanum hafi verið ætlað að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefði ríkt. Það sé hins vegar engum greiði gerður með því að leggja fram háleit markmið ef fjárhagslegar forsendur stæðust ekki. Þess vegna hefði hann lagt áherslu á að sáttmálinn yrði endurskoðaður. „Framtíðaráform verða að byggjast á traustum, raunhæfum forsendum. Stöðunni verður tæplega lýst þannig að hún feli aðeins í sér „fjárhagslegar áskoranir“ og eitt er víst að umræða um þessa stöðu hefur ekkert með fylgiskannanir að gera. Hún snýst um raunsæi, virðingu fyrir mikilvægi verkefnisins og peningum skattgreiðenda,“ segir Bjarni. „Það gildir jafnt í stórum verkefnum sem smáum að gott er að byrja á því að svara spurningunni hvaðan peningarnir eigi að koma? Ella er hætta á að vandinn vaxi þar til maður er týndur djúpt inni í miðjum skógi ófjármagnaðra hugmynda og ratar ekki aftur heim.“
Samgöngur Reykjavík Efnahagsmál Borgarlína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira