Hæstánægð með metvinsældir sem þó komi mikið á óvart Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. september 2023 18:50 Frá tónleikum Laufeyjar á tónlistarhátíð í Washington í síðasta mánuði. Astrida Valigorsky/Getty „Ég er mjög ánægð. Það er mjög skemmtilegt að sjá svona tölur,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir, innt eftir viðbrögðum við fréttum af því að hún hafi slegið stórstjörnum á borð við Tony Bennett og Lady Gaga við, með útgáfu djassplötu sinnar. Metið sem um ræðir snýr að fjölda spilana á fyrsta sólarhring, en plötunni Bewitched sem Laufey gaf út fyrir helgi var streymt 5,7 milljón sinnum á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Það eru fleiri spilanir en nokkur önnur djassplata hefur fengið á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Eins og áður sagði áttu Lady Gaga og Tony Bennett fyrra metið, eftir að plata þeirra Love for Sale kom út fyrir tveimur árum síðan. Henni var streymt 1,1 milljón sinnum á fyrsta sólarhring, og metið því hríðfallið. „Ég reyni að hugsa ekki of mikið um tölurnar og reyni bara að búa til tónlist, og gera það sem best. En svo þegar platan kemur út og tölurnar fara að streyma inn þá kemur þetta alltaf frekar mikið á óvart,“ sagði Laufey, en rætt var við hana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Leitaði í ræturnar Laufey segir plötuna, sem er hennar önnur plata, vera ástarplötu í bland við annað. „Persónulega myndi ég segja að mér sé búið að fara fram í lagasmíðum, þannig að ég held að lögin séu miklu betri en á síðustu plötu,“ segir Laufey og bætir við hún sé orðin sjálfsöruggari í tónlistinni. „Ég ákvað fyrir þessa plötu að fara virkilega inn í djass- og klassísku hliðina mína. Ég hafði það alltaf að markmiði að koma djasstónlist sérstaklega, en líka klassískri, á framfæri við sérstaklega ungan aldurshóp,“ segir Laufey. Hún hafi verið óviss um hversu langt hún gæti teygt sig inn á það svið áður en hún færi að missa unga hlustendur. „En ég fann eftir fyrstu plötuna að vinsælustu lögin voru lögin sem voru mest eins og gömul djasslög, eða lög sem voru tekin upp með sinfóníuhljómsveit. Þannig að ég ákvað fyrir þessa plötu að fara mikið inn í ræturnar mínar, djass- og klassísku ræturnar.“ Vinnur náið með systur sinni Laufey segist ekki vita hvað búi að baki gríðarlegum vinsældum nýjustu plötunnar. „Ég er hægt og rólega búin að vera að byggja þetta upp. Gefa út lög, byggja upp á Instagram og TikTok og svona. Ég veit það ekki. Ég held það hafi vantað djasssöngkonu fyrir minn aldurshóp. Þetta var bara eitthvað nýtt fyrir þeim. Það er erfitt að svara þessu,“ segir Laufey og hlær. Laufey hefur unnið mikið með tvíburasystur sinni, Júníu Lín, sem er listrænn stjórnandi hjá henni. „Hún hefur hjálpað mér mikið að byggja upp heiminn á bak við Laufey. Tónlistarmyndbönd, myndatökur, allt svona sem maður sér, það er Júnía.“ Tónleikar í Kína, Bandaríkjunum og Hörpu Laufey er búsett í Los Angeles og segist dreyma um að semja tónlist fyrir kvikmyndir. „Það er alveg á planinu. Stærsti draumurinn er að semja eitthvað eins og Lala-land, eða lagið fyrir James Bond. Það er markmiðið, en sjáum til. Tónlistarbransinn í Bandaríkjunum er að mestu leyti í Los Angeles. Ég flutti hingað til að vinna með pródúsentum og allir artistarnir eru hér. Það er aðalástæðan fyrir því að ég bý hér,“ segir Laufey. Hún segir erlenda fjölmiðla hafa haft mikinn áhuga á plötunni og vinsældum hennar. Laufey ætlar að fylgja plötunni eftir með tónleikum, meðal annars á Íslandi. „Það verða tónleikar í Eldborg 9. mars og við erum að fara að setja upp aukatónleika 10. mars.“ Eftir viku heldur Laufey til Kína, þar sem hún mun halda tónleika í Peking og Hong Kong, en Laufey er hálfkínversk. Um er að ræða fyrstu tónleika hennar í landinu. „Og 10. október þá byrja ég á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Kanada. Það verða 30 tónleikar,“ segir Laufey. Viðtalið við hana í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Tónlist Menning Spotify Laufey Lín Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Metið sem um ræðir snýr að fjölda spilana á fyrsta sólarhring, en plötunni Bewitched sem Laufey gaf út fyrir helgi var streymt 5,7 milljón sinnum á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Það eru fleiri spilanir en nokkur önnur djassplata hefur fengið á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Eins og áður sagði áttu Lady Gaga og Tony Bennett fyrra metið, eftir að plata þeirra Love for Sale kom út fyrir tveimur árum síðan. Henni var streymt 1,1 milljón sinnum á fyrsta sólarhring, og metið því hríðfallið. „Ég reyni að hugsa ekki of mikið um tölurnar og reyni bara að búa til tónlist, og gera það sem best. En svo þegar platan kemur út og tölurnar fara að streyma inn þá kemur þetta alltaf frekar mikið á óvart,“ sagði Laufey, en rætt var við hana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Leitaði í ræturnar Laufey segir plötuna, sem er hennar önnur plata, vera ástarplötu í bland við annað. „Persónulega myndi ég segja að mér sé búið að fara fram í lagasmíðum, þannig að ég held að lögin séu miklu betri en á síðustu plötu,“ segir Laufey og bætir við hún sé orðin sjálfsöruggari í tónlistinni. „Ég ákvað fyrir þessa plötu að fara virkilega inn í djass- og klassísku hliðina mína. Ég hafði það alltaf að markmiði að koma djasstónlist sérstaklega, en líka klassískri, á framfæri við sérstaklega ungan aldurshóp,“ segir Laufey. Hún hafi verið óviss um hversu langt hún gæti teygt sig inn á það svið áður en hún færi að missa unga hlustendur. „En ég fann eftir fyrstu plötuna að vinsælustu lögin voru lögin sem voru mest eins og gömul djasslög, eða lög sem voru tekin upp með sinfóníuhljómsveit. Þannig að ég ákvað fyrir þessa plötu að fara mikið inn í ræturnar mínar, djass- og klassísku ræturnar.“ Vinnur náið með systur sinni Laufey segist ekki vita hvað búi að baki gríðarlegum vinsældum nýjustu plötunnar. „Ég er hægt og rólega búin að vera að byggja þetta upp. Gefa út lög, byggja upp á Instagram og TikTok og svona. Ég veit það ekki. Ég held það hafi vantað djasssöngkonu fyrir minn aldurshóp. Þetta var bara eitthvað nýtt fyrir þeim. Það er erfitt að svara þessu,“ segir Laufey og hlær. Laufey hefur unnið mikið með tvíburasystur sinni, Júníu Lín, sem er listrænn stjórnandi hjá henni. „Hún hefur hjálpað mér mikið að byggja upp heiminn á bak við Laufey. Tónlistarmyndbönd, myndatökur, allt svona sem maður sér, það er Júnía.“ Tónleikar í Kína, Bandaríkjunum og Hörpu Laufey er búsett í Los Angeles og segist dreyma um að semja tónlist fyrir kvikmyndir. „Það er alveg á planinu. Stærsti draumurinn er að semja eitthvað eins og Lala-land, eða lagið fyrir James Bond. Það er markmiðið, en sjáum til. Tónlistarbransinn í Bandaríkjunum er að mestu leyti í Los Angeles. Ég flutti hingað til að vinna með pródúsentum og allir artistarnir eru hér. Það er aðalástæðan fyrir því að ég bý hér,“ segir Laufey. Hún segir erlenda fjölmiðla hafa haft mikinn áhuga á plötunni og vinsældum hennar. Laufey ætlar að fylgja plötunni eftir með tónleikum, meðal annars á Íslandi. „Það verða tónleikar í Eldborg 9. mars og við erum að fara að setja upp aukatónleika 10. mars.“ Eftir viku heldur Laufey til Kína, þar sem hún mun halda tónleika í Peking og Hong Kong, en Laufey er hálfkínversk. Um er að ræða fyrstu tónleika hennar í landinu. „Og 10. október þá byrja ég á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Kanada. Það verða 30 tónleikar,“ segir Laufey. Viðtalið við hana í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Tónlist Menning Spotify Laufey Lín Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira