Skilnaður einn hættulegasti tímapunkturinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. september 2023 19:03 Ragna Björg Guðbrandsdóttir er sérfræðingur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. arnar halldórsson Sérfræðingur hjá sýslumanni segir að það geti verið stórhættulegur tímapunktur í lífi þolanda að skilja við ofbeldismann og að undirbúningur sé nauðsynlegur. Heimilisofbeldismál séu orðin hættulegri og grófari. Varahéraðssaksóknari segir að í slíkum málum komi steranotkun oft við sögu. Á evrópskri ráðstefnu um heimilisofbeldi hér á landi mun Ragna Björg Guðbrandsdóttir sérfræðingur hjá Sýslumanni, fjalla um það hættuástand sem getur skapast þegar þolandi ákveður að skilja því það sé sá tímapunktur sem ofbeldismaður finni að hann sé að missa tökin. „Það getur oft verið mjög hættulegt og orðið stigmögnun á ofbeldinu. Það getur lýst sér í eltihrellahegðun þar sem verið er að sitja fyrir fólki, þar sem verið er að njósna um það. Þar sem er verið að hræða fólk og mikið er um hótanir,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, sérfræðingur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Það sé fyrir öllu fagaðilar séu meðvitaðir og að þolendur heimilisofbeldis fái viðeigandi undirbúning og fræðslu um leiðir til að tryggja eigið öryggi við skilnað. Hún segir að ofbeldismenn notfæri sér í auknum mæli tæknina til að sitja um fyrir og kúga. Þrátt fyrir að búið sé að útiloka þá frá öllum samfélagsmiðlum þá finni þeir leiðir til að hrella. „Eins og millifærslur á bankareikningi, þeir setja inn lítinn pening, tíu krónur, og setja skilaboð með: „Farðu og dreptu þig“ eða „þú ert hóra,“ og eitthvað slíkt.“ Tæknin færi ofbeldið á annað stig Fræðslustýra hjá Kvennaathvarfinu segir tæknina færa ofbeldið á annað stig, þeir noti gjarnan búnað til að rekja ferðir, til dæmis á bifreið. „Það eru dæmi um að konur hafa verið: „Ég veit ég er að hljóma eins og ég sé ímyndunarveik en hann er að fylgjast með mér,“ en svo hefur bara komið í ljós myndavél sem var falin inn á heimilinu hennar,“ segir Ísól Björk Karlsdóttir, fræðslustýra Kvennaathvarfsins. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.Vísir/Einar Sterar og örvandi efni algeng Varahéraðssaksóknari segir að á síðustu árum og áratugum hafi þessi mál orðið grimmari. „Við erum með dæmi um að menn eru ákærðir fyrir tilraun til manndráps eða aðferðir sem eru notaðar sem eru taldar sérstaklega hættulegar, þá er ég að tala um kyrkingatak eða viðkomandi er að stappa jafnvel á líkama sem veldur miklum rifbrotum og jafnvel innvortis blæðingum. Við erum farin að sjá mikið af ljótum málum,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. En á þessum ljótu málum sé gjarnan samnefnari. „Það er svo algengt og það eru vísbendingar um það, jafnvel liggur fyrir að þeir sem eru að beita ofbeldi í nánum samböndum nota annað hvort örvandi efni eða stera. Eða bæði.“ Heimilisofbeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn. 4. september 2023 19:33 Átta ára fangelsi fyrir hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni Karlmaður var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi yfir fjögurra ára tímabil. Hann þarf að greiða eiginkonu sinni fyrrverandi sjö milljónir króna í miskabætur. 4. september 2023 16:48 Meirihluti gerenda og þolenda heimilisofbeldis yngri en 36 ára Rúmlega helmingur þeirra sem beitti og varð fyrir heimilisofbeldi á fyrsta fjórðungi ársins var yngri en 36 ára samkvæmt tölum lögreglunnar. Afgerandi meirihluti gerenda var karlar og konur yfirleitt þolendur. 22. maí 2023 15:38 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Á evrópskri ráðstefnu um heimilisofbeldi hér á landi mun Ragna Björg Guðbrandsdóttir sérfræðingur hjá Sýslumanni, fjalla um það hættuástand sem getur skapast þegar þolandi ákveður að skilja því það sé sá tímapunktur sem ofbeldismaður finni að hann sé að missa tökin. „Það getur oft verið mjög hættulegt og orðið stigmögnun á ofbeldinu. Það getur lýst sér í eltihrellahegðun þar sem verið er að sitja fyrir fólki, þar sem verið er að njósna um það. Þar sem er verið að hræða fólk og mikið er um hótanir,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, sérfræðingur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Það sé fyrir öllu fagaðilar séu meðvitaðir og að þolendur heimilisofbeldis fái viðeigandi undirbúning og fræðslu um leiðir til að tryggja eigið öryggi við skilnað. Hún segir að ofbeldismenn notfæri sér í auknum mæli tæknina til að sitja um fyrir og kúga. Þrátt fyrir að búið sé að útiloka þá frá öllum samfélagsmiðlum þá finni þeir leiðir til að hrella. „Eins og millifærslur á bankareikningi, þeir setja inn lítinn pening, tíu krónur, og setja skilaboð með: „Farðu og dreptu þig“ eða „þú ert hóra,“ og eitthvað slíkt.“ Tæknin færi ofbeldið á annað stig Fræðslustýra hjá Kvennaathvarfinu segir tæknina færa ofbeldið á annað stig, þeir noti gjarnan búnað til að rekja ferðir, til dæmis á bifreið. „Það eru dæmi um að konur hafa verið: „Ég veit ég er að hljóma eins og ég sé ímyndunarveik en hann er að fylgjast með mér,“ en svo hefur bara komið í ljós myndavél sem var falin inn á heimilinu hennar,“ segir Ísól Björk Karlsdóttir, fræðslustýra Kvennaathvarfsins. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.Vísir/Einar Sterar og örvandi efni algeng Varahéraðssaksóknari segir að á síðustu árum og áratugum hafi þessi mál orðið grimmari. „Við erum með dæmi um að menn eru ákærðir fyrir tilraun til manndráps eða aðferðir sem eru notaðar sem eru taldar sérstaklega hættulegar, þá er ég að tala um kyrkingatak eða viðkomandi er að stappa jafnvel á líkama sem veldur miklum rifbrotum og jafnvel innvortis blæðingum. Við erum farin að sjá mikið af ljótum málum,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. En á þessum ljótu málum sé gjarnan samnefnari. „Það er svo algengt og það eru vísbendingar um það, jafnvel liggur fyrir að þeir sem eru að beita ofbeldi í nánum samböndum nota annað hvort örvandi efni eða stera. Eða bæði.“
Heimilisofbeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn. 4. september 2023 19:33 Átta ára fangelsi fyrir hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni Karlmaður var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi yfir fjögurra ára tímabil. Hann þarf að greiða eiginkonu sinni fyrrverandi sjö milljónir króna í miskabætur. 4. september 2023 16:48 Meirihluti gerenda og þolenda heimilisofbeldis yngri en 36 ára Rúmlega helmingur þeirra sem beitti og varð fyrir heimilisofbeldi á fyrsta fjórðungi ársins var yngri en 36 ára samkvæmt tölum lögreglunnar. Afgerandi meirihluti gerenda var karlar og konur yfirleitt þolendur. 22. maí 2023 15:38 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn. 4. september 2023 19:33
Átta ára fangelsi fyrir hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni Karlmaður var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi yfir fjögurra ára tímabil. Hann þarf að greiða eiginkonu sinni fyrrverandi sjö milljónir króna í miskabætur. 4. september 2023 16:48
Meirihluti gerenda og þolenda heimilisofbeldis yngri en 36 ára Rúmlega helmingur þeirra sem beitti og varð fyrir heimilisofbeldi á fyrsta fjórðungi ársins var yngri en 36 ára samkvæmt tölum lögreglunnar. Afgerandi meirihluti gerenda var karlar og konur yfirleitt þolendur. 22. maí 2023 15:38