Fótbolti

Andri Fannar: Fannst ég skulda liðinu þetta

Hjörvar Ólafsson skrifar
Andri Fannar Baldursson spilaði feykilega vel inni á miðsvæðinu. 
Andri Fannar Baldursson spilaði feykilega vel inni á miðsvæðinu.  Vísir/Getty

Andri Fannar Baldursson skoraði sigurmark af dýrari gerðinni þegar íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta karla bar sigurorð af því tékkneska í undankeppni EM 2025 á Víkingsvellinum í dag. 

„Það er gríðarlega ljúft að ná að landa þessum sigri og tilfinningin var geggjuð þegar ég sá boltann í netinu. Ég fann það strax að ég hafði hitt boltann vel og var viss um að hann myndi lenda í netinu. Þetta var alveg frábært,“ sagði Andri Fannar Baldursson, hetja íslenska liðsins. 

„Mér fannst ég skulda liðinu aðeins eftir að hafa átt nokkur slök horn og föst leikatriði. Það var gott að geta lagt sitt að mökrum og ánægjulegast er auðvitað bara að hafa landað þessum sigri sem við unnum vel fyrir,“ sagði hann auðmjúkur.

„Við vorum þéttir til baka og gáfum fá færi á okkur í þessum leik. Við getum svo sem alveg gert betur en það er öflugt að byrja undankeppnina á þremur stigum,“ sagði Andri Fannar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×