Fyrsti breytti rafmagnsjeppi landsins til sýnis um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2023 12:32 Um 130 4x4 jeppar eru á sýningu helgarinnar. Aðsend Um hundrað og þrjátíu jeppar af öllum stærðum og gerðum eru til sýnis um helgina í Fífunni í Kópavogi í tilefni af 40 ára afmæli ferðaklúbbsins 4x4. Fyrsti breytti rafmagnsjeppi landsins er meðal annars á sýningunni og nokkrir gamlir Willis jeppar svo ekki sé minnst á nýbreyttan sex hjóla Ford trukk, sem er að fara á Suðurpólinn Sýningin opnaði formlega síðdegis í gær og verður opin fram á sunnudagskvöld. Sýningin er fyrst og fremst sýning á bílum félagsfólks í 4x4 ferðaklúbbnum og er reynt er að höfða til allra þeirra sem hafa áhuga á útivist og ferðamennsku bæði á lítið og mikið breyttum bílum. Jafnframt mun klúbburinn kynna starfsemi sína, haldnir verða stuttir fyrirlestrar um spennandi málefni sem allir geta haft gaman af. Ferðaklúbburinn 4x4 var stofnaður 10. mars 1983 af áhugafólki á ferðamennsku og fjórhjóladrifsbílum. Þeir lögðu grunninn að því að í dag er hægt að ferðast um landið á breyttum bílum. Sveinbjörn Halldórsson er formaður 4x4 og veit allt um sýningu helgarinnar og um starfsemi ferðaklúbbsins. „Þetta er útivistasýning þar sem við erum að sýna tæki og tól og ýmislegt varðandi útivist, sem sagt útivist á fjórhjóladrifs bílum. Á sýningunni er til dæmis fyrsti breytti rafmagnsjeppinn og svo er hérna nýbreyttur sex hjóla Ford stór trukkur, sem er að fara á Suðurpólinn. Þá má ekki gleyma gömlu Willys jeppunum á sýningunni, sem að höktu hér um landið í kringum 1940,” segir Sveinbjörn. Sveinbjörn Halldórsson, sem er formaður Ferðaklúbbsins 4x4, sem fangar 40 ára afmæli sínu með glæsilegri sýningu um helgina í Fífunni í Kópavogi.Aðsend Við stofnun félagsins voru félagar 50 talsins en nú 40 árum síðar eru þeir um 6000. Félagið er með virka starfsemi í Reykjavík og í 10 deildum víðs vegar um landið. Áttu ekki von á góðri stemming og góðri aðsókn um helgina? „Jú, það er bara það sem að við erum að láta okkur dreyma um, að það verði bara mjög gaman hérna hjá okkur og fjölmennt. Í snjó á hálendi Íslands.Aðsend Sýningin í Fífunni er opin til klukkan 18:00 í dag og á morgun verður opið frá klukkan 11:00 til 18:00, sunnudaginn 17. september. Um sex þúsund félagar eru í 4x4 klúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan Kópavogur Bílar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Sýningin opnaði formlega síðdegis í gær og verður opin fram á sunnudagskvöld. Sýningin er fyrst og fremst sýning á bílum félagsfólks í 4x4 ferðaklúbbnum og er reynt er að höfða til allra þeirra sem hafa áhuga á útivist og ferðamennsku bæði á lítið og mikið breyttum bílum. Jafnframt mun klúbburinn kynna starfsemi sína, haldnir verða stuttir fyrirlestrar um spennandi málefni sem allir geta haft gaman af. Ferðaklúbburinn 4x4 var stofnaður 10. mars 1983 af áhugafólki á ferðamennsku og fjórhjóladrifsbílum. Þeir lögðu grunninn að því að í dag er hægt að ferðast um landið á breyttum bílum. Sveinbjörn Halldórsson er formaður 4x4 og veit allt um sýningu helgarinnar og um starfsemi ferðaklúbbsins. „Þetta er útivistasýning þar sem við erum að sýna tæki og tól og ýmislegt varðandi útivist, sem sagt útivist á fjórhjóladrifs bílum. Á sýningunni er til dæmis fyrsti breytti rafmagnsjeppinn og svo er hérna nýbreyttur sex hjóla Ford stór trukkur, sem er að fara á Suðurpólinn. Þá má ekki gleyma gömlu Willys jeppunum á sýningunni, sem að höktu hér um landið í kringum 1940,” segir Sveinbjörn. Sveinbjörn Halldórsson, sem er formaður Ferðaklúbbsins 4x4, sem fangar 40 ára afmæli sínu með glæsilegri sýningu um helgina í Fífunni í Kópavogi.Aðsend Við stofnun félagsins voru félagar 50 talsins en nú 40 árum síðar eru þeir um 6000. Félagið er með virka starfsemi í Reykjavík og í 10 deildum víðs vegar um landið. Áttu ekki von á góðri stemming og góðri aðsókn um helgina? „Jú, það er bara það sem að við erum að láta okkur dreyma um, að það verði bara mjög gaman hérna hjá okkur og fjölmennt. Í snjó á hálendi Íslands.Aðsend Sýningin í Fífunni er opin til klukkan 18:00 í dag og á morgun verður opið frá klukkan 11:00 til 18:00, sunnudaginn 17. september. Um sex þúsund félagar eru í 4x4 klúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan
Kópavogur Bílar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira