Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. september 2023 22:30 Birgitta Líf og Enok eyddu greinilega miklu púðri í kynjaveisluna í kvöld. Instagram Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng. Birgitta Líf, sem er markaðsstjóri World Class, og kærasti hennar, Enok , greindu frá því 16. ágúst að þau ættu von á barni. Parið byrjaði að rugla saman reytum í ársbyrjun 2022 en þó nokkur aldursmunur er á parinu þar sem Birgitta er nýorðin þrítug og Enok er 21 árs. Foreldrarnir leituðu á náðir gesta með nafnakassa. Þar gat fólk skrifað tillögur að nöfnum á miða og sett í kassann.Instagram Parið hélt í kvöld svokallaða kynjaveisla að bandarískri fyrirmynd þar sem þau greindu frá kyni barnsins ófædda. Í slíkum veislum er opinberun kynsins aðalmálið og á netinu má sjá hvernig fólk hefur fundið stöðugt frumlegri leiðir til þess að greina frá kyninu. Í kynjatvíhyggjunni táknar bleikur að von sé á stelpu en blár að það sé strákur á leiðinni. Í hefðbundnustu kynjaveislum skera foreldrarnir köku sem er annað hvort blá eða bleik að innan, aðrir sprengja innibombur með lituðum glitpappír en í tilfelli Birgittu og Enoks var það þyrla sem dreifði bláum reyk úr lofti. Það var greinilega mikið lagt í veitingar og skraut í kynjaveislunni.Instagram Verknaðurinn vakti mikla athygli nágranna parsins og hafa sumir hneykslast á því að parið hafi eytt svo miklu púðri í tilkynninguna. Einn netverji deildi mynd af þyrlunni á Twitter og skrifaði við hana „Á meðan flestir rembast við að flokka, nota bílinn minna, borða minna kjöt etc. heldur Birgitta Líf gender reveal með þyrlu. Eðlilega.“ Á meðan flestir rembast við að flokka, nota bílinn minna, borða minna kjöt etc. heldur Birgitta Líf gender reveal með þyrlu. Eðlilega pic.twitter.com/1MjQOHtIid— Hekla Finns (@Heklaf) September 17, 2023 Í upphaflegu fréttinni stóð að um blátt duft væri að ræða þegar hið rétta er að um bláan reyk var að ræða. Tímamót Ástin og lífið Barnalán Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira
Birgitta Líf, sem er markaðsstjóri World Class, og kærasti hennar, Enok , greindu frá því 16. ágúst að þau ættu von á barni. Parið byrjaði að rugla saman reytum í ársbyrjun 2022 en þó nokkur aldursmunur er á parinu þar sem Birgitta er nýorðin þrítug og Enok er 21 árs. Foreldrarnir leituðu á náðir gesta með nafnakassa. Þar gat fólk skrifað tillögur að nöfnum á miða og sett í kassann.Instagram Parið hélt í kvöld svokallaða kynjaveisla að bandarískri fyrirmynd þar sem þau greindu frá kyni barnsins ófædda. Í slíkum veislum er opinberun kynsins aðalmálið og á netinu má sjá hvernig fólk hefur fundið stöðugt frumlegri leiðir til þess að greina frá kyninu. Í kynjatvíhyggjunni táknar bleikur að von sé á stelpu en blár að það sé strákur á leiðinni. Í hefðbundnustu kynjaveislum skera foreldrarnir köku sem er annað hvort blá eða bleik að innan, aðrir sprengja innibombur með lituðum glitpappír en í tilfelli Birgittu og Enoks var það þyrla sem dreifði bláum reyk úr lofti. Það var greinilega mikið lagt í veitingar og skraut í kynjaveislunni.Instagram Verknaðurinn vakti mikla athygli nágranna parsins og hafa sumir hneykslast á því að parið hafi eytt svo miklu púðri í tilkynninguna. Einn netverji deildi mynd af þyrlunni á Twitter og skrifaði við hana „Á meðan flestir rembast við að flokka, nota bílinn minna, borða minna kjöt etc. heldur Birgitta Líf gender reveal með þyrlu. Eðlilega.“ Á meðan flestir rembast við að flokka, nota bílinn minna, borða minna kjöt etc. heldur Birgitta Líf gender reveal með þyrlu. Eðlilega pic.twitter.com/1MjQOHtIid— Hekla Finns (@Heklaf) September 17, 2023 Í upphaflegu fréttinni stóð að um blátt duft væri að ræða þegar hið rétta er að um bláan reyk var að ræða.
Tímamót Ástin og lífið Barnalán Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira