„Þóttist oft vera veik til að sleppa við skólann“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2023 10:32 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mun að líkindum standa í ströngu í vetur enda skammtímasamningar að losna. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir það undarlega lífsreynslu að vita af því að einhver vilji drepa hana. Sólveig, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segir síðustu ár hafa tekið mikið á. Það hafi svo náð ákveðnu hámarki þegar upplýsingar láku um að ungir menn hefðu hug á að fremja hryðjuverk og lífláta Sólveigu Önnu. „Þetta gerðist á mjög sérstökum tímapunkti þar sem margt annað hafði gengið á. Mér hafði verið hótað og því hótað að það yrði komið á heimili mitt. Og ég tilkynnti það til lögreglu. Þannig að þegar að það komu upplýsingar um óra þessarra drengja sem sögðust ætla að fremja hryðjuverk og ég væri ein þeirra sem ætti að drepa var ég búin að vera á frekar klikkuðum stað. Ég var hálfflissandi þegar ég sagði fjölskyldunni minni frá þessu, en áttaði mig á sama tíma á því að þetta væri ekkert fyndið. Svo átti ég sérstakt augnablik þegar ég var í viðtali nokkrum dögum síðar. Fréttakonan spurði mig út í þetta og allt í einu var ég við það að fara að gráta. Ég harkaði af mér og þegar hún var elskuleg við mig fór ég aftur næstum því að gráta. En þetta fór inn í alla þessa hrúgu af atburðum sem höfðu átt sér stað á svipuðu tímabili,“ segir Sólveig. Glaðari áður en hún fór í þessa slagi Hún segir þetta tímabil hafa tekið talsverðan toll: „Ég var hressari og það var meiri fíflagangur og grín í mér áður en ég fór í þessa baráttu og sérstaklega fyrir þetta erfiðasta tímabil. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu yfirgengilega stórt þetta verkefni yrði. Ég hugsa stundum til baka og skil ekki alveg hvernig ég hef farið að þessu. Ég veit að þarf oft að færa fórnir í pólitískri baráttu, en sumt af þessu var hálfhræðilegt þegar ég lít til baka,“ segir Sólveig, sem segist hafa þurft að brynja sig í öllum átökum undanfarinna ára. Það hafi tekið hana tíma að átta sig á því að hún yrði að finna leiðir til að verja sjálfa sig: „Ég hafði enga brynju til að byrja með nema mína pólitísku sannfæringu. Ég hef með tímanum þurft að brynja mig, en maður má heldur ekki ganga of langt í því og láta eins og hlutir snerti mann ekki. Ég get aldrei látið eins og ekkert sé og er í raun friðlaus þangað til ég er búin að koma frá mér upplýsingum sem ég tel að fólk verði að heyra.“ Sólveig segist hafa þurft að læra að finna leiðir til að draga úr streitu eftir að hún tók við sem formaður Eflingar. Eitt af því sé að hún hafi í fyrsta sinn á ævinni lært að meta hreyfingu. Sólveig á hjólinu „Mér finnst frábært að hjóla eða labba. Ég reyni að vera sem mest á hjóli og ef ég get farið í og úr vinnu á hjóli eða gengið á milli staða vil ég helst gera það. Það er frábær leið til að hreinsa til eftir erfiða daga og ná streitunni niður. Það er eins og heilinn nái að flokka hlutina betur þegar maður hreyfir sig og er úti í fersku lofti. Ég er loksins byrjuð að kunna að meta hreyfingu eftir öll þessi ár. Mér fannst íþróttir og öll hreyfing hrikalega glötuð lengi,“ segir Sólveig, sem segist hafa verið antisportisti sem unglingur: „Ég var svona „counter culture“ unglingur og las mikið sem barn. Ég var ung þegar mér var farið að finnast leiðinlegt að fara í skólann og þar byrjaði ég að finna óráðþægnina í mér. Ég var stillt og prúð að mestu, en það var erfitt að fá mig til að gera hluti sem ég vildi ekki gera. Smám saman byrjaði að virkjast í mér þessi uppreisnarandi, þar sem mér féll mjög illa í geð að láta undan pressu um hvernig ég átti að vera. Ég passaði illa inn í skólakerfið og fannst agalegt að fara í skólann. Það sem gekk vel, það gekk mjög vel, en það sem ég vildi ekki læra gekk illa. En ég lenti aldrei í átökum við kennara eða var ókurteis. En ég tilheyri þeim hópi fólks sem horfir til baka á tímann í skóla og sér að það passaði ekki inn. Ég þóttist oft vera veik og fleira í þeim dúr.“ Sólveig Anna bjó um tíma í Bandaríkjunum og segir að þar hafi sýn hennar á samfélög og stjórnmál breyst mjög mikið. Uppreisnarandinn styrktist vestan hafs „Eftir því sem ég fylgdist meira með stjórnmálunum í Bandaríkjunum og stríðsrekstrinum þar fékk ég meiri og dýpri áhuga. Ég hafði verið róttæk manneskja og sósíalisti, án þess að hafa farið mikið ofan í hvað það nákvæmlega þýddi. Ég varð á þessum tíma mjög andkapítalísk og andheimsvaldasinnuð og kom miklu róttækari heim en ég hafði verið áður en ég fór út,” segir Sólveig og heldur áfram: „Þegar ég fór að fá skýrari sýn á samfélagið sá ég að það þyrfti að breyta miklu á Íslandi. Skert kjör setja fólk í hlekki og eru aðför að heilsu þess. Viðvarandi fjárhagsáhyggjur hafa alvarleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks og þeir sem ekki þekkja að vera í þessari stöðu eiga mjög erfitt með að skilja hversu alvarlegt þetta er. Ég fékk staðfestingu á þessu þegar ég hóf störf hjá Eflingu og fékk fyrir alvöru sýn inn í líf láglaunafólks.“ Sólveig segir lykilatriði í baráttunni að vera umvafin góðu fólki og það sé eitt það stærsta í að halda baráttuandanum á lífi: „Ég er mjög stolt af árangri okkar og því sem við höfum náð að gera. Það er mikil hughreysting að vita af frábæru fólki sem treystir mér og kýs að starfa með mér. Það er ómetanlegt og engin manneskja kæmist í gegnum svona ein síns liðs.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Sólveigu og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is. Podcast með Sölva Tryggva Kjaramál Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira
„Þetta gerðist á mjög sérstökum tímapunkti þar sem margt annað hafði gengið á. Mér hafði verið hótað og því hótað að það yrði komið á heimili mitt. Og ég tilkynnti það til lögreglu. Þannig að þegar að það komu upplýsingar um óra þessarra drengja sem sögðust ætla að fremja hryðjuverk og ég væri ein þeirra sem ætti að drepa var ég búin að vera á frekar klikkuðum stað. Ég var hálfflissandi þegar ég sagði fjölskyldunni minni frá þessu, en áttaði mig á sama tíma á því að þetta væri ekkert fyndið. Svo átti ég sérstakt augnablik þegar ég var í viðtali nokkrum dögum síðar. Fréttakonan spurði mig út í þetta og allt í einu var ég við það að fara að gráta. Ég harkaði af mér og þegar hún var elskuleg við mig fór ég aftur næstum því að gráta. En þetta fór inn í alla þessa hrúgu af atburðum sem höfðu átt sér stað á svipuðu tímabili,“ segir Sólveig. Glaðari áður en hún fór í þessa slagi Hún segir þetta tímabil hafa tekið talsverðan toll: „Ég var hressari og það var meiri fíflagangur og grín í mér áður en ég fór í þessa baráttu og sérstaklega fyrir þetta erfiðasta tímabil. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu yfirgengilega stórt þetta verkefni yrði. Ég hugsa stundum til baka og skil ekki alveg hvernig ég hef farið að þessu. Ég veit að þarf oft að færa fórnir í pólitískri baráttu, en sumt af þessu var hálfhræðilegt þegar ég lít til baka,“ segir Sólveig, sem segist hafa þurft að brynja sig í öllum átökum undanfarinna ára. Það hafi tekið hana tíma að átta sig á því að hún yrði að finna leiðir til að verja sjálfa sig: „Ég hafði enga brynju til að byrja með nema mína pólitísku sannfæringu. Ég hef með tímanum þurft að brynja mig, en maður má heldur ekki ganga of langt í því og láta eins og hlutir snerti mann ekki. Ég get aldrei látið eins og ekkert sé og er í raun friðlaus þangað til ég er búin að koma frá mér upplýsingum sem ég tel að fólk verði að heyra.“ Sólveig segist hafa þurft að læra að finna leiðir til að draga úr streitu eftir að hún tók við sem formaður Eflingar. Eitt af því sé að hún hafi í fyrsta sinn á ævinni lært að meta hreyfingu. Sólveig á hjólinu „Mér finnst frábært að hjóla eða labba. Ég reyni að vera sem mest á hjóli og ef ég get farið í og úr vinnu á hjóli eða gengið á milli staða vil ég helst gera það. Það er frábær leið til að hreinsa til eftir erfiða daga og ná streitunni niður. Það er eins og heilinn nái að flokka hlutina betur þegar maður hreyfir sig og er úti í fersku lofti. Ég er loksins byrjuð að kunna að meta hreyfingu eftir öll þessi ár. Mér fannst íþróttir og öll hreyfing hrikalega glötuð lengi,“ segir Sólveig, sem segist hafa verið antisportisti sem unglingur: „Ég var svona „counter culture“ unglingur og las mikið sem barn. Ég var ung þegar mér var farið að finnast leiðinlegt að fara í skólann og þar byrjaði ég að finna óráðþægnina í mér. Ég var stillt og prúð að mestu, en það var erfitt að fá mig til að gera hluti sem ég vildi ekki gera. Smám saman byrjaði að virkjast í mér þessi uppreisnarandi, þar sem mér féll mjög illa í geð að láta undan pressu um hvernig ég átti að vera. Ég passaði illa inn í skólakerfið og fannst agalegt að fara í skólann. Það sem gekk vel, það gekk mjög vel, en það sem ég vildi ekki læra gekk illa. En ég lenti aldrei í átökum við kennara eða var ókurteis. En ég tilheyri þeim hópi fólks sem horfir til baka á tímann í skóla og sér að það passaði ekki inn. Ég þóttist oft vera veik og fleira í þeim dúr.“ Sólveig Anna bjó um tíma í Bandaríkjunum og segir að þar hafi sýn hennar á samfélög og stjórnmál breyst mjög mikið. Uppreisnarandinn styrktist vestan hafs „Eftir því sem ég fylgdist meira með stjórnmálunum í Bandaríkjunum og stríðsrekstrinum þar fékk ég meiri og dýpri áhuga. Ég hafði verið róttæk manneskja og sósíalisti, án þess að hafa farið mikið ofan í hvað það nákvæmlega þýddi. Ég varð á þessum tíma mjög andkapítalísk og andheimsvaldasinnuð og kom miklu róttækari heim en ég hafði verið áður en ég fór út,” segir Sólveig og heldur áfram: „Þegar ég fór að fá skýrari sýn á samfélagið sá ég að það þyrfti að breyta miklu á Íslandi. Skert kjör setja fólk í hlekki og eru aðför að heilsu þess. Viðvarandi fjárhagsáhyggjur hafa alvarleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks og þeir sem ekki þekkja að vera í þessari stöðu eiga mjög erfitt með að skilja hversu alvarlegt þetta er. Ég fékk staðfestingu á þessu þegar ég hóf störf hjá Eflingu og fékk fyrir alvöru sýn inn í líf láglaunafólks.“ Sólveig segir lykilatriði í baráttunni að vera umvafin góðu fólki og það sé eitt það stærsta í að halda baráttuandanum á lífi: „Ég er mjög stolt af árangri okkar og því sem við höfum náð að gera. Það er mikil hughreysting að vita af frábæru fólki sem treystir mér og kýs að starfa með mér. Það er ómetanlegt og engin manneskja kæmist í gegnum svona ein síns liðs.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Sólveigu og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is.
Podcast með Sölva Tryggva Kjaramál Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira