„Lífið er of stutt til að eyða miklum tíma fyrir framan spegilinn“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. september 2023 11:31 Sóley Kristjánsdóttir, jafnan þekkt sem DJ Sóley, er viðmælandi vikunnar í Einkalífinu. Aðsend Töffarinn og lífskúnstnerinn Sóley Kristjánsdóttir starfar sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni ásamt því að vera plötusnúður. Hún elskar tjáningarmáta tískunnar og nýtur þess að geta verið alls konar í klæðaburði. Sóley er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Sóley elskar tjáningarmáta tískunnar.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Tískan er svo mikill tjáningarmáti. Hún endurspeglar svo mikið hvernig týpa fólk er og hvernig fólki líður. Stundum getur maður séð á fötunum á fólki hvernig tónlist það hlustar á og hvert það fer að skemmta sér. Ætli það sé ekki svo skemmtilegast hvað hún er margbreytileg. Það sem er flott í dag virkar ekki á morgun og öfugt sem gerir hana svo spennandi. Sóley hefur gaman að því hvað tískan fer mikið í hringi.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á margar uppáhaldsflíkur en nýja uppáhalds flíkin er geggjuð regnkápa sem var keypt í hönnunarbúð í London á Brick Lane. Geggjað góð kaup og nú finnst mér heldur betur rigningin góð. Ég held mikið upp á Aftur fötin mín sem eru úr endurunnum textíl þar sem gömul föt verða ný sem mér finnst heillandi stefna og eru alltaf flott hvernig sem árin líða. Íslensk hönnun er svo framúrskarandi! Geggjuð skærgula BAHNS peysan mín úr Kiosk, klikkaður silki Kauphallargalli eftir Eygló sem við hjónin fengum okkur í stíl, Harpa Einars er loksins að fara aftur á stjá og alltaf klassísk Hildur Yeoman. Mig langar mikið í síðkjól eftir Ýr, það er næst á dagskrá. Ég er alltaf með glingur og skartgripahönnuðir í uppáhaldi eru Kría Jewelry, Orri Finn og Hik&Rós, virkilega fallegir gripir sem setja lokapunkt á dressið. Sóley er mjög hrifin af íslenskri hönnun. Hér eru hún og Freyr Frostason eiginmaður hennar á góðri stundu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei, ég er ofur fljót að finna föt og hafa mig til. Svo fljót að vinir mannsins míns trúa ekki sínum eigin augum þegar þeir verða vitni að herlegheitunum, ný föt, hárgreiðsla, förðun og allt heila klabbið á mettíma. Lífið er of stutt til að eyða of miklum tíma fyrir framan spegilinn segi ég og kem mjög miklu í verk á hverjum degi. Mér finnst mjög gaman að klæða mig og hafa mig til en það þarf ekki að taka langan tíma. Sóley eyðir ekki löngum tíma í að hafa sig til og segir lífið of stutt til að eyða því fyrir framan spegilinn.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég er með mjög fjölbreyttan stíl og held mig aldrei við neina stefnu. Ég get verið í algjörri götutísku eða glerfín, bara eftir því hvernig skapi ég vakna og hvaða erindi ég á um daginn, stundum eins og hippi, skoppari eða fín frú. Ég nýt þess að vera bara alls konar eins og vindurinn blæs og passa í marga stíla. Stíll Sóleyjar er fjölbreyttur og hún nýtur þess að vera alls konar eins og vindurinn blæs. Hér er hún í smart veiðidressi.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Góð spurning, ég held bara ekki. Ég er enn að nota gömlu, góðu fötin mín og maður róterar þessu í allar áttir. En ég legg miklu meira upp úr að kaupa vandaðri föt í dag, kaupi mjög oft notuð föt og finn alltaf gersemar í Hringekjunni. Svo hef ég fengið mikið af fötum frá formæðrum mínum, móður sem er fatahönnuður og ömmum en þær voru miklar tískufyrirmyndir. Sóley hefur í gegnum tíðina fengið flíkur frá formæðrum sínum og segir þær miklar tískufyrirmyndir.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég skoða aldrei tískublöð og tek þetta bara úr umhverfinu, kvikmyndum, tónlist og menningunni. Svo eru vinkonur mínar svakalegar tískudrottningar og maður fær endalausan innblástur frá þeim. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Það er það skemmtilega við tískuna að það breytist í sífellu. Einn daginn eru það útvíðar buxur en niðurþröngar þann næsta. Ég man ég hugsaði hvað gekk fólki eiginlega til með þessa risa herðapúða á níunda áratugnum en nú finnst mér þetta mjög svalt. Það er alltaf slæm hugmynd að klæðast einhverju óþægilegu þannig það er algjört bann við því. Sóley segir að það sé algjört bann að klæðast óþægilegum flíkum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Brúðarkjóllinn sem móðir mín gerði óaðfinnanlega þegar ég gifti mig fyrir 16 árum. Efnismikill og þungur með stórri slaufu aftan á og silfurskikkju við. Þvílíkur kjóll sem mér þykir mjög vænt um. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Það er bara að þora. Ekki vera hrædd við að vera öðruvísi ef þér finnst eitthvað vera flott. Það er ekkert gaman ef allir eru eins. Sóley segir að besta tískuráðið sé einfaldlega að þora.Aðsend Hér er hægt að fylgjast með Sóleyju á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Húfan sem fór í klósettið hélt samt áfram að vera í uppáhaldi Rithöfundurinn, heimspekingurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir segir skemmtilegt að vera opin fyrir innblæstri tískunnar og er mikið fyrir góðar yfirhafnir. Henni finnst vandaðar flíkur standast tímans tönn og reynir að velja sér flíkur með það í huga að geta notað þær árum saman. María Elísabet er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16. september 2023 11:30 „Í dag vil ég helst vera í minni eigin tískubúbblu“ MRingurinn og tískuáhugakonan Helga Þóra Bjarnadóttir elskar hvað tískan er breytileg og hvað hún getur haft jákvæð áhrif á líðan fólks. Hún segir mikilvægt að velja föt sem láta manni líða vel í staðinn fyrir að elta stöðugt tískubylgjur og hefur lært það með aldrinum. Helga Þóra er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. september 2023 11:30 „Líður langbest þegar ég klæðist bleiku“ Áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan og ofurskvísan Sunneva Einarsdóttir hefur alltaf verið mikið fyrir tískuna og segist með árunum hafa orðið ófeimnari við að taka áhættur í klæðaburði. Sunneva Einars er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2. september 2023 11:32 „Það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir“ Leiklistaneminn, lífskúnstnerinn og einn best klæddi Íslendingurinn árið 2022 Álfgrímur Aðalsteinsson hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali. Í grunnskóla var hann að eigin sögn lagður í hálfgert einelti fyrir einstakan stíl sinn en lét það ekki stoppa sig og segir mikilvægt að hafa pláss til að gera tilraunir og finna eigin stíl. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. ágúst 2023 11:31 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Sóley elskar tjáningarmáta tískunnar.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Tískan er svo mikill tjáningarmáti. Hún endurspeglar svo mikið hvernig týpa fólk er og hvernig fólki líður. Stundum getur maður séð á fötunum á fólki hvernig tónlist það hlustar á og hvert það fer að skemmta sér. Ætli það sé ekki svo skemmtilegast hvað hún er margbreytileg. Það sem er flott í dag virkar ekki á morgun og öfugt sem gerir hana svo spennandi. Sóley hefur gaman að því hvað tískan fer mikið í hringi.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á margar uppáhaldsflíkur en nýja uppáhalds flíkin er geggjuð regnkápa sem var keypt í hönnunarbúð í London á Brick Lane. Geggjað góð kaup og nú finnst mér heldur betur rigningin góð. Ég held mikið upp á Aftur fötin mín sem eru úr endurunnum textíl þar sem gömul föt verða ný sem mér finnst heillandi stefna og eru alltaf flott hvernig sem árin líða. Íslensk hönnun er svo framúrskarandi! Geggjuð skærgula BAHNS peysan mín úr Kiosk, klikkaður silki Kauphallargalli eftir Eygló sem við hjónin fengum okkur í stíl, Harpa Einars er loksins að fara aftur á stjá og alltaf klassísk Hildur Yeoman. Mig langar mikið í síðkjól eftir Ýr, það er næst á dagskrá. Ég er alltaf með glingur og skartgripahönnuðir í uppáhaldi eru Kría Jewelry, Orri Finn og Hik&Rós, virkilega fallegir gripir sem setja lokapunkt á dressið. Sóley er mjög hrifin af íslenskri hönnun. Hér eru hún og Freyr Frostason eiginmaður hennar á góðri stundu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei, ég er ofur fljót að finna föt og hafa mig til. Svo fljót að vinir mannsins míns trúa ekki sínum eigin augum þegar þeir verða vitni að herlegheitunum, ný föt, hárgreiðsla, förðun og allt heila klabbið á mettíma. Lífið er of stutt til að eyða of miklum tíma fyrir framan spegilinn segi ég og kem mjög miklu í verk á hverjum degi. Mér finnst mjög gaman að klæða mig og hafa mig til en það þarf ekki að taka langan tíma. Sóley eyðir ekki löngum tíma í að hafa sig til og segir lífið of stutt til að eyða því fyrir framan spegilinn.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég er með mjög fjölbreyttan stíl og held mig aldrei við neina stefnu. Ég get verið í algjörri götutísku eða glerfín, bara eftir því hvernig skapi ég vakna og hvaða erindi ég á um daginn, stundum eins og hippi, skoppari eða fín frú. Ég nýt þess að vera bara alls konar eins og vindurinn blæs og passa í marga stíla. Stíll Sóleyjar er fjölbreyttur og hún nýtur þess að vera alls konar eins og vindurinn blæs. Hér er hún í smart veiðidressi.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Góð spurning, ég held bara ekki. Ég er enn að nota gömlu, góðu fötin mín og maður róterar þessu í allar áttir. En ég legg miklu meira upp úr að kaupa vandaðri föt í dag, kaupi mjög oft notuð föt og finn alltaf gersemar í Hringekjunni. Svo hef ég fengið mikið af fötum frá formæðrum mínum, móður sem er fatahönnuður og ömmum en þær voru miklar tískufyrirmyndir. Sóley hefur í gegnum tíðina fengið flíkur frá formæðrum sínum og segir þær miklar tískufyrirmyndir.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég skoða aldrei tískublöð og tek þetta bara úr umhverfinu, kvikmyndum, tónlist og menningunni. Svo eru vinkonur mínar svakalegar tískudrottningar og maður fær endalausan innblástur frá þeim. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Það er það skemmtilega við tískuna að það breytist í sífellu. Einn daginn eru það útvíðar buxur en niðurþröngar þann næsta. Ég man ég hugsaði hvað gekk fólki eiginlega til með þessa risa herðapúða á níunda áratugnum en nú finnst mér þetta mjög svalt. Það er alltaf slæm hugmynd að klæðast einhverju óþægilegu þannig það er algjört bann við því. Sóley segir að það sé algjört bann að klæðast óþægilegum flíkum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Brúðarkjóllinn sem móðir mín gerði óaðfinnanlega þegar ég gifti mig fyrir 16 árum. Efnismikill og þungur með stórri slaufu aftan á og silfurskikkju við. Þvílíkur kjóll sem mér þykir mjög vænt um. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Það er bara að þora. Ekki vera hrædd við að vera öðruvísi ef þér finnst eitthvað vera flott. Það er ekkert gaman ef allir eru eins. Sóley segir að besta tískuráðið sé einfaldlega að þora.Aðsend Hér er hægt að fylgjast með Sóleyju á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Húfan sem fór í klósettið hélt samt áfram að vera í uppáhaldi Rithöfundurinn, heimspekingurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir segir skemmtilegt að vera opin fyrir innblæstri tískunnar og er mikið fyrir góðar yfirhafnir. Henni finnst vandaðar flíkur standast tímans tönn og reynir að velja sér flíkur með það í huga að geta notað þær árum saman. María Elísabet er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16. september 2023 11:30 „Í dag vil ég helst vera í minni eigin tískubúbblu“ MRingurinn og tískuáhugakonan Helga Þóra Bjarnadóttir elskar hvað tískan er breytileg og hvað hún getur haft jákvæð áhrif á líðan fólks. Hún segir mikilvægt að velja föt sem láta manni líða vel í staðinn fyrir að elta stöðugt tískubylgjur og hefur lært það með aldrinum. Helga Þóra er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. september 2023 11:30 „Líður langbest þegar ég klæðist bleiku“ Áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan og ofurskvísan Sunneva Einarsdóttir hefur alltaf verið mikið fyrir tískuna og segist með árunum hafa orðið ófeimnari við að taka áhættur í klæðaburði. Sunneva Einars er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2. september 2023 11:32 „Það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir“ Leiklistaneminn, lífskúnstnerinn og einn best klæddi Íslendingurinn árið 2022 Álfgrímur Aðalsteinsson hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali. Í grunnskóla var hann að eigin sögn lagður í hálfgert einelti fyrir einstakan stíl sinn en lét það ekki stoppa sig og segir mikilvægt að hafa pláss til að gera tilraunir og finna eigin stíl. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. ágúst 2023 11:31 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Húfan sem fór í klósettið hélt samt áfram að vera í uppáhaldi Rithöfundurinn, heimspekingurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir segir skemmtilegt að vera opin fyrir innblæstri tískunnar og er mikið fyrir góðar yfirhafnir. Henni finnst vandaðar flíkur standast tímans tönn og reynir að velja sér flíkur með það í huga að geta notað þær árum saman. María Elísabet er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16. september 2023 11:30
„Í dag vil ég helst vera í minni eigin tískubúbblu“ MRingurinn og tískuáhugakonan Helga Þóra Bjarnadóttir elskar hvað tískan er breytileg og hvað hún getur haft jákvæð áhrif á líðan fólks. Hún segir mikilvægt að velja föt sem láta manni líða vel í staðinn fyrir að elta stöðugt tískubylgjur og hefur lært það með aldrinum. Helga Þóra er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. september 2023 11:30
„Líður langbest þegar ég klæðist bleiku“ Áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan og ofurskvísan Sunneva Einarsdóttir hefur alltaf verið mikið fyrir tískuna og segist með árunum hafa orðið ófeimnari við að taka áhættur í klæðaburði. Sunneva Einars er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2. september 2023 11:32
„Það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir“ Leiklistaneminn, lífskúnstnerinn og einn best klæddi Íslendingurinn árið 2022 Álfgrímur Aðalsteinsson hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali. Í grunnskóla var hann að eigin sögn lagður í hálfgert einelti fyrir einstakan stíl sinn en lét það ekki stoppa sig og segir mikilvægt að hafa pláss til að gera tilraunir og finna eigin stíl. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. ágúst 2023 11:31