Hugsanlegt krabbamein reyndust hárteygjur í tugatali Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. september 2023 23:07 Kötturinn Snúður var ættleiddur úr dýraathvarfi í Berlín árið 2020. Hörður Ágústsson Betur fór en á horfðist þegar Herði Ágústssyni athafnamanni og kattaeiganda var tjáð að það sem talið var vera krabbamein í kettinum Snúði var í raun haugur af hárteygjum, reimum og plasti í maganum á honum. Hann segir stærsta léttinn vera að hafa ekki þurft að segja börnunum vondar fréttir. Kötturinn Snúður hafði síðustu vikur verið að sýna undarleg einkenni. Að sögn Harðar var hann nær alltaf svangur og alltaf étandi, en í leið grenntist hann óðum. Hörður og Svala, sambýliskona hans, héldu þá með Snúð til dýralæknis. Þar hafi þeim verið tjáð að mögulega væri kötturinn með krabbamein. „Það var líklegra en ekki að þetta væri bara búið,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hann lýsir Snúði sem ekkert svakalega klárum, af þremur köttum þeirra sé hann að minnsta kosti ekki sá gáfaðasti. „Hann hefur stigið ofan í kerti og kveikt í sér. Hann er algjör bjáni, en yndislegur. Þannig að við vorum náttúrlega mjög miður okkar í gær að heyra þetta,“ segir Hörður Hélt að læknirinn væri að grínast Um hádegið í gær segist Hörður hafa fengið símtal frá dýralækninum sem sagði að hann hefði bæði góðar og slæmar fréttir að færa. Slæmu fréttirnar væru þær að mögulega væri einhver flækja í meltingarkerfi Snúðs en góðu fréttirnar væru þær að það sem Hörður óttaðist að væri krabbamein var í raun hárteygjur, reimar og annað drasl í tugavís. „Ég hélt náttúrlega bara að hann væri að grínast. Svo sendi hann mér bara myndina í SMS-i,“ segir Hörður. „Ég er ennþá ekki búin að átta mig á því hvað þetta var mikið af drasli.“ Hann segir Snúð líklega hafa gætt sér á mununum yfir nokkurra mánaða skeið og það safnast upp í maganum á honum. Munirnir sem Snúður hefur gætt sér á síðustu mánuði.Hörður Ágústsson „Læknirinn sagði að hann hafi verið með tíu prósent virkan maga þegar hann kemur. Þannig að hann vildi borða endalaust. Hann hefur verið að borða og borða og borða, og svo hefur meltingin verið í rugli þannig að þetta fór alltaf beint út. Þannig að hann var alltaf svangur en bara með pínulítinn maga.“ Hörður segir fréttirnar hafa verið svakalegur léttir. „Það var mikill léttir aðallega að þurfa ekki að segja börnunum frá þessu. Að þetta væri eitthvað hræðilegt.“ Hörður segir Snúð nú vera á batavegi en hann er nú kominn með skerm. „Hann er búinn að vera liggjandi í einhverjum recovery mat og hefur aldrei verið betri. Allt fyrir snúð!“ Snúður á batavegi. Skerminn kallar Hörður „cone of shame“.Hörður Ágústsson Kettir Dýr Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
Kötturinn Snúður hafði síðustu vikur verið að sýna undarleg einkenni. Að sögn Harðar var hann nær alltaf svangur og alltaf étandi, en í leið grenntist hann óðum. Hörður og Svala, sambýliskona hans, héldu þá með Snúð til dýralæknis. Þar hafi þeim verið tjáð að mögulega væri kötturinn með krabbamein. „Það var líklegra en ekki að þetta væri bara búið,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hann lýsir Snúði sem ekkert svakalega klárum, af þremur köttum þeirra sé hann að minnsta kosti ekki sá gáfaðasti. „Hann hefur stigið ofan í kerti og kveikt í sér. Hann er algjör bjáni, en yndislegur. Þannig að við vorum náttúrlega mjög miður okkar í gær að heyra þetta,“ segir Hörður Hélt að læknirinn væri að grínast Um hádegið í gær segist Hörður hafa fengið símtal frá dýralækninum sem sagði að hann hefði bæði góðar og slæmar fréttir að færa. Slæmu fréttirnar væru þær að mögulega væri einhver flækja í meltingarkerfi Snúðs en góðu fréttirnar væru þær að það sem Hörður óttaðist að væri krabbamein var í raun hárteygjur, reimar og annað drasl í tugavís. „Ég hélt náttúrlega bara að hann væri að grínast. Svo sendi hann mér bara myndina í SMS-i,“ segir Hörður. „Ég er ennþá ekki búin að átta mig á því hvað þetta var mikið af drasli.“ Hann segir Snúð líklega hafa gætt sér á mununum yfir nokkurra mánaða skeið og það safnast upp í maganum á honum. Munirnir sem Snúður hefur gætt sér á síðustu mánuði.Hörður Ágústsson „Læknirinn sagði að hann hafi verið með tíu prósent virkan maga þegar hann kemur. Þannig að hann vildi borða endalaust. Hann hefur verið að borða og borða og borða, og svo hefur meltingin verið í rugli þannig að þetta fór alltaf beint út. Þannig að hann var alltaf svangur en bara með pínulítinn maga.“ Hörður segir fréttirnar hafa verið svakalegur léttir. „Það var mikill léttir aðallega að þurfa ekki að segja börnunum frá þessu. Að þetta væri eitthvað hræðilegt.“ Hörður segir Snúð nú vera á batavegi en hann er nú kominn með skerm. „Hann er búinn að vera liggjandi í einhverjum recovery mat og hefur aldrei verið betri. Allt fyrir snúð!“ Snúður á batavegi. Skerminn kallar Hörður „cone of shame“.Hörður Ágústsson
Kettir Dýr Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira