Emma Ósk vill leiða Uppreisn Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2023 10:23 Emma Ósk Ragnardóttir er 24 ára stjórnmálafræðingur. Aðsend Emma Ósk Ragnarsdóttir hefur gefið kost á sér til að taka við embætti formanns í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Landsfundur Uppreisnar fer fram laugardaginn 7. október næstkomandi. Í tilkynningu segir að Emma sé 24 ára stjórnmálafræðingur sem hafi tekið virkan þátt í starfi Viðreisnar og Uppreisnar frá árinu 2022 þegar hún tók sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar. „Hún situr nú í annað skipti í stjórn Viðreisnar í Reykjavík og hefur setið í framkvæmdastjórn Uppreisnar síðastliðið ár. Emma útskrifaðist sem stjórnmálafræðingur vorið 2021 og hefur í framhaldi af því tekið viðbótardiplómur í Opinberri stjórnsýslu og Uppeldis- og menntunarfræði, með áherslu á samfélag og fjölmenningu. Samhliða námi tók hún virkan þátt í félagsstarfi Evrópska Ungmennaþingsins á Íslandi, þar sem hún sat í stjórn og var hluti af skipulagshóp fyrir ráðstefnu á vegum félagsins. Auk þess starfaði Emma lengi vel sem leiðbeinandi á leikskóla sem var ríkur af fjölbreytileika, og var nýlega að ljúka störfum sem starfsnemi hjá Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi þar sem hún hafði umsjón með samfélagsmiðlum og vísindaferðum fyrir ungt fólk og margskonar samtök,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Emmu Ósk að hún telji Uppreisn vera stað sem ungt fólk þurfi á að halda og vilji vera hluti af.„Við viljum að það sé gott og hagstætt að búa í íslensku samfélagi, þar sem við höfum ekki áhyggjur af því að það sé vegið að réttindum okkar, hækkandi húsnæðis- og vöruverði og miklum ófyrirsjáanleika almennt. Frjálslynd hugmyndafræði á mikið erindi við ungt fólk í dag og því er mikilvægt að til sé öflug hreyfing ungs fólks sem vill berjast fyrir frjálsara samfélagi. Ég vil að við tökum ennþá meira pláss og verðum öflugri sem aldrei fyrr - og ég tel mig vera réttu manneskjuna til að leiða það starf innan Uppreisnar,“ segir Emma Ósk. Viðreisn Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Í tilkynningu segir að Emma sé 24 ára stjórnmálafræðingur sem hafi tekið virkan þátt í starfi Viðreisnar og Uppreisnar frá árinu 2022 þegar hún tók sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar. „Hún situr nú í annað skipti í stjórn Viðreisnar í Reykjavík og hefur setið í framkvæmdastjórn Uppreisnar síðastliðið ár. Emma útskrifaðist sem stjórnmálafræðingur vorið 2021 og hefur í framhaldi af því tekið viðbótardiplómur í Opinberri stjórnsýslu og Uppeldis- og menntunarfræði, með áherslu á samfélag og fjölmenningu. Samhliða námi tók hún virkan þátt í félagsstarfi Evrópska Ungmennaþingsins á Íslandi, þar sem hún sat í stjórn og var hluti af skipulagshóp fyrir ráðstefnu á vegum félagsins. Auk þess starfaði Emma lengi vel sem leiðbeinandi á leikskóla sem var ríkur af fjölbreytileika, og var nýlega að ljúka störfum sem starfsnemi hjá Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi þar sem hún hafði umsjón með samfélagsmiðlum og vísindaferðum fyrir ungt fólk og margskonar samtök,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Emmu Ósk að hún telji Uppreisn vera stað sem ungt fólk þurfi á að halda og vilji vera hluti af.„Við viljum að það sé gott og hagstætt að búa í íslensku samfélagi, þar sem við höfum ekki áhyggjur af því að það sé vegið að réttindum okkar, hækkandi húsnæðis- og vöruverði og miklum ófyrirsjáanleika almennt. Frjálslynd hugmyndafræði á mikið erindi við ungt fólk í dag og því er mikilvægt að til sé öflug hreyfing ungs fólks sem vill berjast fyrir frjálsara samfélagi. Ég vil að við tökum ennþá meira pláss og verðum öflugri sem aldrei fyrr - og ég tel mig vera réttu manneskjuna til að leiða það starf innan Uppreisnar,“ segir Emma Ósk.
Viðreisn Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum