Bein útsending: Málþing um vistkerfisnálgun í umgengni við og nýtingu náttúru Íslands Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2023 08:31 Málþingið hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 12:30. Vísir/Vilhelm Matvælaráðuneytið og BIODICE standa fyrir málþingi um vistkerfisnálgun við nýtingu auðlinda á Hilton Nordica milli klukkan 9 og 12:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi að neðan, en markmið þess er að vekja athygli á hugtakinu vistkerfisnálgun, og hlutverki þess í stefnumörkun matvælaráðuneytisins. Í tilkynningu segir að efni málþingsins muni nýtast í aðgerðaáætlunum ráðuneytisins. „Í samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni til 2030 eru skilgreind fjögur meginmarkmið til ársins 2050 og 23 markmið til ársins 2030. Til að ná þessum markmiðum er gert ráð fyrir að stefnan verði innleidd hjá aðildarríkjum samningsins með vistkerfisnálgun. Á málþinginu verður vistkerfisnálgun sett í samhengi við auðlindanýtingu og verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Lagt verður mat á stöðuna á Íslandi gagnvart innleiðingu vistkerfisnálgunar við auðlindanýtingu lands og sjávar þ.m.t. landbúnaður, landgræðsla, skógrækt, sjávarútvegur og lagareldi. Sérfræðingar stofnana og hagaðilar munu fara yfir hvaða lausnir hafa reynst vel og hvernig má vinna að vistkerfisnálgun við nýtingu,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. Dagskrá Húsið opnað kl. 8.30 Fundarstjóri: Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs 9.00-9.10 Ávarp og setning: Svandís Svavarsdóttir ráðherra 9.10-10.30 Yfirlitserindi fagaðila BIODICE um vistkerfislega nálgun: Hugtök, saga, alþjóðlegt og íslenskt samhengi og stöðumat. Höfundar: Sérfræðingateymi BIODICE. Flytjendur: Skúli Skúlason, Háskólinn á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands, Snorri Sigurðsson, Náttúrufræðistofnun Íslands, Bryndís Marteinsdóttir Landgræðslan, Edda Sigurdís Oddsdóttir Skógræktin, Hrönn Egilsdóttir Hafrannsóknastofnun. Rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna. Umræður 10.30-10.50 Kaffi 10.50 – 12.10 Erindi (10 mín. hvert): Reynsla hagaðila af auðlindanýtingu í sátt við náttúruna og vistkerfisnálgun. Fulltrúi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Bændasamtaka Íslands – Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur í umhverfis- og landnýtingarmálum RML, og Valur Klemensson, sérfræðingur í umhverfismálum BÍ Fulltrúi bændasamfélagsins – Oddný Steina Valsdóttir, bóndi Butru Fulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi – Lísa Anne Libungan, fiskifræðingur Fulltrúi fyrirtækis í sjávarútvegi – Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála, og Kristján Þórarinsson, fagstjóri fiskimála, Brimi Fulltrúi sveitarfélaga/skipulagsaðila – Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði Fulltrúi náttúruverndarsamtaka – Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, líffræðingur og umhverfisfulltrúi Ungra umhverfissinna Umræður 12.10 - 12.30 Samantekt og lokaorð – málþingsslit: BIODICE og MAR BIODICE er samstarfsvettvangur einstaklinga, stofnana og fyrirtækja sem hefur að markmiði að efla þekkingu og skilning á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi. Innan BIODICE er sameinuð mikil sérfræðiþekking sem getur nýst til að ramma betur inn hvernig megi móta og fylgja eftir þeirri framtíðarsýn og áherslum sem sett hafa verið fram í stefnumörkun stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um BIODICE á www.biodice.is Umhverfismál Vísindi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi að neðan, en markmið þess er að vekja athygli á hugtakinu vistkerfisnálgun, og hlutverki þess í stefnumörkun matvælaráðuneytisins. Í tilkynningu segir að efni málþingsins muni nýtast í aðgerðaáætlunum ráðuneytisins. „Í samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni til 2030 eru skilgreind fjögur meginmarkmið til ársins 2050 og 23 markmið til ársins 2030. Til að ná þessum markmiðum er gert ráð fyrir að stefnan verði innleidd hjá aðildarríkjum samningsins með vistkerfisnálgun. Á málþinginu verður vistkerfisnálgun sett í samhengi við auðlindanýtingu og verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Lagt verður mat á stöðuna á Íslandi gagnvart innleiðingu vistkerfisnálgunar við auðlindanýtingu lands og sjávar þ.m.t. landbúnaður, landgræðsla, skógrækt, sjávarútvegur og lagareldi. Sérfræðingar stofnana og hagaðilar munu fara yfir hvaða lausnir hafa reynst vel og hvernig má vinna að vistkerfisnálgun við nýtingu,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. Dagskrá Húsið opnað kl. 8.30 Fundarstjóri: Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs 9.00-9.10 Ávarp og setning: Svandís Svavarsdóttir ráðherra 9.10-10.30 Yfirlitserindi fagaðila BIODICE um vistkerfislega nálgun: Hugtök, saga, alþjóðlegt og íslenskt samhengi og stöðumat. Höfundar: Sérfræðingateymi BIODICE. Flytjendur: Skúli Skúlason, Háskólinn á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands, Snorri Sigurðsson, Náttúrufræðistofnun Íslands, Bryndís Marteinsdóttir Landgræðslan, Edda Sigurdís Oddsdóttir Skógræktin, Hrönn Egilsdóttir Hafrannsóknastofnun. Rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna. Umræður 10.30-10.50 Kaffi 10.50 – 12.10 Erindi (10 mín. hvert): Reynsla hagaðila af auðlindanýtingu í sátt við náttúruna og vistkerfisnálgun. Fulltrúi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Bændasamtaka Íslands – Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur í umhverfis- og landnýtingarmálum RML, og Valur Klemensson, sérfræðingur í umhverfismálum BÍ Fulltrúi bændasamfélagsins – Oddný Steina Valsdóttir, bóndi Butru Fulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi – Lísa Anne Libungan, fiskifræðingur Fulltrúi fyrirtækis í sjávarútvegi – Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála, og Kristján Þórarinsson, fagstjóri fiskimála, Brimi Fulltrúi sveitarfélaga/skipulagsaðila – Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði Fulltrúi náttúruverndarsamtaka – Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, líffræðingur og umhverfisfulltrúi Ungra umhverfissinna Umræður 12.10 - 12.30 Samantekt og lokaorð – málþingsslit: BIODICE og MAR BIODICE er samstarfsvettvangur einstaklinga, stofnana og fyrirtækja sem hefur að markmiði að efla þekkingu og skilning á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi. Innan BIODICE er sameinuð mikil sérfræðiþekking sem getur nýst til að ramma betur inn hvernig megi móta og fylgja eftir þeirri framtíðarsýn og áherslum sem sett hafa verið fram í stefnumörkun stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um BIODICE á www.biodice.is
Umhverfismál Vísindi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira