Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2023 20:06 Reynir elskar að spila á munnhörpuna sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. Reynir Pétur, sem verður 75 ára 25. október næstkomandi er þekktastur fyrir Íslandsgönguna sína 1985 en þá gekk hann hringinn í kringum landið á 32 dögum. Reynir er ekki mikið á ferðinni gangandi í dag því hann fer mest um á nýju rafskutlunni sinni eða á reiðhjóli. „Já, það er bara málið að ég hef verið svolítið mæðinn þegar ég er að ganga með matvöru heim en ég á heima hérna langt upp frá og þá er gott að eiga svona tæki. Þá getur maður skutlast heim,” segir Reynir Pétur kátur í bragði. Eitt það allra skemmtilegasta sem Reynir Pétur gerir er að spila á munnhörpu enda gerir hann mikið af því og segir það ganga mjög vel. „Bæði frumsamin og lög eftir aðra og það er bara gaman, það gefur fólkinu svo mikla fyllingu. Ég er með músík forrit heima og þar er hægt að búa til alveg helling,” bætir hann við. Og þú ert góður að spila? „Já, maður reynir að vera góður, maður þarf fyrst að vera óður til þess að vera góður,” segir hann hlæjandi. Reynir Pétur á Sólheimum á nýju rafmagnsskutlunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara Reynir Pétur og rafskutlan, sem vekur athygli á Sólheimum því þar er líka hundurinn Skvetta, sem er 10 ára og elskar ekkert meira en að fá að sitja í körfunni þegar eigandi hennar er á ferðinni á sinni rafskutlu. „Já, já, hún elskar að vera í skútunni og rúnta, henni finnst ekkert skemmtilegra, “ segir Sigurborg Ólafsdóttir eigandi Skvettu á Sólheimum. Sigurborg og Skvetta eru miklar vinkonur og eru duglegar að fara út saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira
Reynir Pétur, sem verður 75 ára 25. október næstkomandi er þekktastur fyrir Íslandsgönguna sína 1985 en þá gekk hann hringinn í kringum landið á 32 dögum. Reynir er ekki mikið á ferðinni gangandi í dag því hann fer mest um á nýju rafskutlunni sinni eða á reiðhjóli. „Já, það er bara málið að ég hef verið svolítið mæðinn þegar ég er að ganga með matvöru heim en ég á heima hérna langt upp frá og þá er gott að eiga svona tæki. Þá getur maður skutlast heim,” segir Reynir Pétur kátur í bragði. Eitt það allra skemmtilegasta sem Reynir Pétur gerir er að spila á munnhörpu enda gerir hann mikið af því og segir það ganga mjög vel. „Bæði frumsamin og lög eftir aðra og það er bara gaman, það gefur fólkinu svo mikla fyllingu. Ég er með músík forrit heima og þar er hægt að búa til alveg helling,” bætir hann við. Og þú ert góður að spila? „Já, maður reynir að vera góður, maður þarf fyrst að vera óður til þess að vera góður,” segir hann hlæjandi. Reynir Pétur á Sólheimum á nýju rafmagnsskutlunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara Reynir Pétur og rafskutlan, sem vekur athygli á Sólheimum því þar er líka hundurinn Skvetta, sem er 10 ára og elskar ekkert meira en að fá að sitja í körfunni þegar eigandi hennar er á ferðinni á sinni rafskutlu. „Já, já, hún elskar að vera í skútunni og rúnta, henni finnst ekkert skemmtilegra, “ segir Sigurborg Ólafsdóttir eigandi Skvettu á Sólheimum. Sigurborg og Skvetta eru miklar vinkonur og eru duglegar að fara út saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira