Um er að ræða 316,5 fermetra glæsihús við Fjólugötu 7, byggt árið 1920. Húsið er á tveimur hæðum auk kjallara og rislofts. Auk þess er möguleiki á aukaíbúð.
Á fyrstu hæðinni eru stórar og rúmgóðar stofur með aukinni lofthæð og fallegri loftklæðningu. Úr borðstofu er gengið fram í einstaklega fallega sólstofu og frá henni er hægt að ganga niður í garð.
Gluggar, hurðir og loftlistar eru upprunalegir og gefa eigninni einstakan sjarma, að því er segir í auglýsingu fyrir eignina. Lóðin er einstaklega falleg og vel gróin með tveimur veröndum.
Álfheiður var þingmaður Vinstri grænna á árunum 2007 til 2013 og heilbrigðisráðherra á árunum 2009 og 2010.







