Haustveiðin góð í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 25. september 2023 09:36 Það var flott veiði í Ytri Rangá á föstudag og laugardag Ytri Rangá er eftst á listanum hjá Landssambandi Veiðifélaga í sumar og það er ennþá mánuður eftir af veiðitímanum. Veiðin í ánni er þegar komin yfir 3.000 laxa eða nákvæmlega 3.133 laxar þegar síðustu tölur voru uppfærðar. Haustið er oftar en ekki mjög drjúgur tími í ánni og veiðin á rólegum haustdögum getur oft verið lítið síðri en hún er á góðum dögum á besta tíma. Sem dæmi veiddust 58 laxar á föstudaginn og laugardagurinn gaf ekki síður vel en þá veiddust 49 laxar. Ef veiðin heldur áfram með þessu móti gæti heildartalan í Ytri Rangá náð hátt í 4.000 laxa. Samkvæmt söluvefnum hjá Iceland Outfitters eru ennþá lausir dagar í október í ánni svo það er ennþá séns að loka haustinu með stæl. Stangveiði Mest lesið Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði 24 laxar á einum degi í Svalbarðsá Veiði Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Laxveiðileyfi undir 20 þúsund krónum Veiði Mikið nýtt frá Loop og Guideline Veiði Vija bætta aðstöðu til að efla bryggjuveiði í Reykjavík Veiði
Veiðin í ánni er þegar komin yfir 3.000 laxa eða nákvæmlega 3.133 laxar þegar síðustu tölur voru uppfærðar. Haustið er oftar en ekki mjög drjúgur tími í ánni og veiðin á rólegum haustdögum getur oft verið lítið síðri en hún er á góðum dögum á besta tíma. Sem dæmi veiddust 58 laxar á föstudaginn og laugardagurinn gaf ekki síður vel en þá veiddust 49 laxar. Ef veiðin heldur áfram með þessu móti gæti heildartalan í Ytri Rangá náð hátt í 4.000 laxa. Samkvæmt söluvefnum hjá Iceland Outfitters eru ennþá lausir dagar í október í ánni svo það er ennþá séns að loka haustinu með stæl.
Stangveiði Mest lesið Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði 24 laxar á einum degi í Svalbarðsá Veiði Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Laxveiðileyfi undir 20 þúsund krónum Veiði Mikið nýtt frá Loop og Guideline Veiði Vija bætta aðstöðu til að efla bryggjuveiði í Reykjavík Veiði