Einstök verslun í 50 ár Fjarðarkaup 27. september 2023 08:31 Fjarðarkaup hefur verið vinsæl verslun í hálfa öld. Þessa dagana fagnar verslunin 50 ára afmæli sínu en hátíðarhöldunum lýkur á laugardag. Kíktu í Fjarðarkaup og fagnaðu með okkur! Verslunin Fjarðarkaup hefur verið samofinn sögu Hafnarfjarðar undanfarna hálfa öld en hún heldur upp á 50 ára afmæli sitt dagana 21.-30. september. Þessa daga er boðið upp á margar skemmtilegar uppákomur og frábær afmælistilboð auk þess sem skemmtilegur afmælisleikur verður í gangi meðan afmælisveislan stendur yfir segir Ingibjörg Sveinsdóttir, mannauðs- og markaðsstjóri Fjarðarkaupa. Sigurbergur Sveinsson var einn fjögurra stofnanda Fjarðarkaups og er í dag aðaleigandi verslunarinnar. „Við munum bjóða upp á á gómsætt smakk í mat og drykk alla dagana frá helstu birgjum okkar en líka frá frábæra bakaríinu okkar. Ég vil hvetja alla til að taka þátt í afmælisleiknum en hann má finna á vefnum okkar og verða fjöldi glæsilegra vinninga í boði.“ Fjarðarkaup hefur verið samofinn sögu Hafnarfjarðar undanfarna hálfa öld auk þess sem íbúar í nágranna sveitafélögum hafa haldið tryggð við hana lengi. Afmælisdagskráin sjálf er fjölbreytt og skemmtileg. „Síðustu daga hafa Klói kókómjólk ásamt íþróttaálfinum og Sollu kíkt í heimsókn og við höfum boðið upp á köku, mjólk og ís. Dagana 28.-30. september höldum við svo áfram að bjóða upp á köku, mjólk og ís og á föstudag og laugardag kíkir hinn síkáti Klói kókómjólk aftur í heimsókn til okkar. Nánari tímasetningar má finna á vef okkar." íþróttaálfurinn og Solla kíktu í heimsókn í vikunni og vöktu mikla kátínu meðal gesta á öllum aldri. Farsæl 50 ár fyrir neytendur Verslunin Fjarðarkaup var upphaflega opnuð við Trönuhraun í Hafnarfirði þann 7. júlí 1973 og var því með fyrstu lágvöruverðsverslunum sem opnaðar voru hér á landi. Stofnendur og fyrstu eigendur voru annars vegar hjónin Ingibjörg Gísladóttir og Sigurbergur Sveinsson og hins vegar Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Blomsterberg. Ingibjörg og Sigurbergur keyptu fyrirtækið að fullu á 20 ára afmælisárinu árið 1993 og hafa Fjarðarkaup síðan verið í eigu fjölskyldunnar Bæjarbúar hafa alla tíð haldið tryggð við Fjarðarkaup. Sigurbergur Sveinsson er enn þann dag í dag aðaleigandi verslunarinnar og með honum starfa við reksturinn synir þeirra Ingibjargar heitinnar: Sveinn og Gísli. Þeir eiga síðan börn sem einnig hafa staðið vaktina um lengri eða skemmri tíma. Já, það er og verður fjölskyldubragur á Fjarðarkaupum. Hér má kynna sér sögu Fjarðarkaupa í stuttu máli: Verslun Hafnarfjörður Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Þessa daga er boðið upp á margar skemmtilegar uppákomur og frábær afmælistilboð auk þess sem skemmtilegur afmælisleikur verður í gangi meðan afmælisveislan stendur yfir segir Ingibjörg Sveinsdóttir, mannauðs- og markaðsstjóri Fjarðarkaupa. Sigurbergur Sveinsson var einn fjögurra stofnanda Fjarðarkaups og er í dag aðaleigandi verslunarinnar. „Við munum bjóða upp á á gómsætt smakk í mat og drykk alla dagana frá helstu birgjum okkar en líka frá frábæra bakaríinu okkar. Ég vil hvetja alla til að taka þátt í afmælisleiknum en hann má finna á vefnum okkar og verða fjöldi glæsilegra vinninga í boði.“ Fjarðarkaup hefur verið samofinn sögu Hafnarfjarðar undanfarna hálfa öld auk þess sem íbúar í nágranna sveitafélögum hafa haldið tryggð við hana lengi. Afmælisdagskráin sjálf er fjölbreytt og skemmtileg. „Síðustu daga hafa Klói kókómjólk ásamt íþróttaálfinum og Sollu kíkt í heimsókn og við höfum boðið upp á köku, mjólk og ís. Dagana 28.-30. september höldum við svo áfram að bjóða upp á köku, mjólk og ís og á föstudag og laugardag kíkir hinn síkáti Klói kókómjólk aftur í heimsókn til okkar. Nánari tímasetningar má finna á vef okkar." íþróttaálfurinn og Solla kíktu í heimsókn í vikunni og vöktu mikla kátínu meðal gesta á öllum aldri. Farsæl 50 ár fyrir neytendur Verslunin Fjarðarkaup var upphaflega opnuð við Trönuhraun í Hafnarfirði þann 7. júlí 1973 og var því með fyrstu lágvöruverðsverslunum sem opnaðar voru hér á landi. Stofnendur og fyrstu eigendur voru annars vegar hjónin Ingibjörg Gísladóttir og Sigurbergur Sveinsson og hins vegar Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Blomsterberg. Ingibjörg og Sigurbergur keyptu fyrirtækið að fullu á 20 ára afmælisárinu árið 1993 og hafa Fjarðarkaup síðan verið í eigu fjölskyldunnar Bæjarbúar hafa alla tíð haldið tryggð við Fjarðarkaup. Sigurbergur Sveinsson er enn þann dag í dag aðaleigandi verslunarinnar og með honum starfa við reksturinn synir þeirra Ingibjargar heitinnar: Sveinn og Gísli. Þeir eiga síðan börn sem einnig hafa staðið vaktina um lengri eða skemmri tíma. Já, það er og verður fjölskyldubragur á Fjarðarkaupum. Hér má kynna sér sögu Fjarðarkaupa í stuttu máli:
Verslun Hafnarfjörður Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira